Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2015, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 26.11.2015, Qupperneq 58
Frumsýningar Spennumynd Aðalhlutverk: Tom Hanks, Mark Rylance, Alan Alda, Amy Ryan IMDb 8,0 Rotten Tomatoes 91% Frumsýnd: 27.11. 2015 Bridge of SpieS Gamanmynd Aðalhlutverk: Joseph Gordon-Levitt, Seth Rogen, Jillian Bell IMDb 7,5/10 Rotten Tomatoes 67% Frumsýnd: 27.11.2015 The NighT Before Teiknimynd, gamanmynd Aðalhlutverk: Raymond Ochoa, Sam Elliott, Anna Paquin, Steve Zahn, Jeffrey Wright, Frances McDormand IMDb 7,8/10 Rotten Tomatoes 85% Frumsýnd: 27.11.2015 góða riSaeðlaN Smelltu þér á eintak af fyrstu breiðskífu Öldu Dísar í forsölu á Tónlist.is. Sæktu lögin Rauða nótt og Heim strax! Útgáfudagur 27. nóvember Kvikmyndir skipta marga miklu máli í jólaundirbúningn-um. Margir hafa þann háttinn á að horfa á sérstakar jólamyndir heima í stofu á aðvent- unni, en aðrir vilja fara í kvik- myndahús og horfa á nýjar myndir. Fyrir þessi jól getur áhugafólk um jólamyndir séð tvær gjörólíkar slíkar myndir í kvikmyndahúsum. Önnur er klassísk jólamynd, sem kallast Love the Coopers, en hin er hrollvekja sem ber titilinn Kram- pus. Báðar myndirnar skarta þekkt- um leikurum og eru líklegar til þess að vekja athygli yfir hátíðarnar og mögulega festa sig í sessi sem jóla- myndir í sjónvarpstækjum á heim- ilum framtíðarinnar. Fátt nýtt Love the Coopers fjallar um fjöl- skylduboð yfir jólin, þar sem fjórar kynslóðir koma saman. Diane Kea- ton leikur Charlotte, konu sem elsk- ar jólin og syngur meðal annars á elliheimilum fyrir jóladaginn. Hún heldur jólaboðið og koma systir hennar sem þolir hana ekki, dóttir hennar og fleiri sem eru ekkert allt of spenntir fyrir að vera á staðnum. John Goodman leikur eiginmann Charlotte og Marisa Tomei leikur dóttur hennar. Önnur þekkt nöfn í myndinni eru Ed Helms, sem sló í gegn í bandarísku útgáfunni af The Office, og Timot- hée Chalamet, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Homeland. Myndin hefur ekki beint fengið neitt sérstaka dóma, þrátt fyrir sterkan hóp leikara. Meðalein- kunnin á stærstu kvikmyndagagna- grunnum heims er slök. Ítarleg gagnrýni birtist meðal annars um myndina í Sydney Morning Herald, þar sem fram kemur að myndin sé ekki frumleg og virki stundum sam- hengislaus. Þó skarti hún nokkrum skemmtilegum atriðum sem rammi inn jólin, með tilheyrandi sáttum deiluaðila. Jólahrollvekja Krampus er hrollvekja með gaman- sömu ívafi. Leikahópurinn er þéttur en fyrir honum fara Allison Tolman sem sló í gegn í Fargo, Adam Scott úr Parks and Recreation, Toni Collette sem lék í The Sixth Sense og Little Miss Sunshine og David Koechner sem hefur leikið í fjölmörgum myndum, og er líklega hvað þekktastur fyrir að leika á móti Will Fer- rell ansi oft. Beðið er eftir myndinni með nokkurri eftirvæntingu, en sagan um jólaveruna illu, Krampus, hefur áður verið kvikmynduð og birst í teikni- myndum og sjónvarpsþátt- um. Myndin Krampus The Christmas Devil kom út árið 2013 og fékk hræðilega dóma. Sagan um Krampus hefur einnig verið sögð í þáttunum American Dad og Scooby Doo, svo dæmi séu tekin. Sagan um Krampus lifir enn ágætis lífi í nokkrum byggðum við Alpafjöllin. Hann er sagður refsa börnum sem haga sér illa og virkar sem eins konar mótvægi við jóla- sveininn. Sums staðar er haldið upp á nótt Krampusar, sem er haldin daginn fyrir nótt Sankti Nikulásar, jólasveinsins, eða þann 5. desem- ber. kjartanatli@frettabladid.is Tvær kvikmyndir sem sýna jólahátíðina í mjög svo ólíku ljósi Jólamyndirnar Krampus og love the Coopers sýna jólin í mjög svo ólíku ljósi. Önnur er hrollvekja en hin þykir nokkuð hefðbundin gamanmynd um misheppnað jólaboð. Leikkonan Diane Keaton fer með aðalhlutverkið í Love the Coopers. NorDiCphotos/Getty 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r46 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -3 2 7 0 1 7 2 D -3 1 3 4 1 7 2 D -2 F F 8 1 7 2 D -2 E B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.