Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 58

Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 58
Frumsýningar Spennumynd Aðalhlutverk: Tom Hanks, Mark Rylance, Alan Alda, Amy Ryan IMDb 8,0 Rotten Tomatoes 91% Frumsýnd: 27.11. 2015 Bridge of SpieS Gamanmynd Aðalhlutverk: Joseph Gordon-Levitt, Seth Rogen, Jillian Bell IMDb 7,5/10 Rotten Tomatoes 67% Frumsýnd: 27.11.2015 The NighT Before Teiknimynd, gamanmynd Aðalhlutverk: Raymond Ochoa, Sam Elliott, Anna Paquin, Steve Zahn, Jeffrey Wright, Frances McDormand IMDb 7,8/10 Rotten Tomatoes 85% Frumsýnd: 27.11.2015 góða riSaeðlaN Smelltu þér á eintak af fyrstu breiðskífu Öldu Dísar í forsölu á Tónlist.is. Sæktu lögin Rauða nótt og Heim strax! Útgáfudagur 27. nóvember Kvikmyndir skipta marga miklu máli í jólaundirbúningn-um. Margir hafa þann háttinn á að horfa á sérstakar jólamyndir heima í stofu á aðvent- unni, en aðrir vilja fara í kvik- myndahús og horfa á nýjar myndir. Fyrir þessi jól getur áhugafólk um jólamyndir séð tvær gjörólíkar slíkar myndir í kvikmyndahúsum. Önnur er klassísk jólamynd, sem kallast Love the Coopers, en hin er hrollvekja sem ber titilinn Kram- pus. Báðar myndirnar skarta þekkt- um leikurum og eru líklegar til þess að vekja athygli yfir hátíðarnar og mögulega festa sig í sessi sem jóla- myndir í sjónvarpstækjum á heim- ilum framtíðarinnar. Fátt nýtt Love the Coopers fjallar um fjöl- skylduboð yfir jólin, þar sem fjórar kynslóðir koma saman. Diane Kea- ton leikur Charlotte, konu sem elsk- ar jólin og syngur meðal annars á elliheimilum fyrir jóladaginn. Hún heldur jólaboðið og koma systir hennar sem þolir hana ekki, dóttir hennar og fleiri sem eru ekkert allt of spenntir fyrir að vera á staðnum. John Goodman leikur eiginmann Charlotte og Marisa Tomei leikur dóttur hennar. Önnur þekkt nöfn í myndinni eru Ed Helms, sem sló í gegn í bandarísku útgáfunni af The Office, og Timot- hée Chalamet, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Homeland. Myndin hefur ekki beint fengið neitt sérstaka dóma, þrátt fyrir sterkan hóp leikara. Meðalein- kunnin á stærstu kvikmyndagagna- grunnum heims er slök. Ítarleg gagnrýni birtist meðal annars um myndina í Sydney Morning Herald, þar sem fram kemur að myndin sé ekki frumleg og virki stundum sam- hengislaus. Þó skarti hún nokkrum skemmtilegum atriðum sem rammi inn jólin, með tilheyrandi sáttum deiluaðila. Jólahrollvekja Krampus er hrollvekja með gaman- sömu ívafi. Leikahópurinn er þéttur en fyrir honum fara Allison Tolman sem sló í gegn í Fargo, Adam Scott úr Parks and Recreation, Toni Collette sem lék í The Sixth Sense og Little Miss Sunshine og David Koechner sem hefur leikið í fjölmörgum myndum, og er líklega hvað þekktastur fyrir að leika á móti Will Fer- rell ansi oft. Beðið er eftir myndinni með nokkurri eftirvæntingu, en sagan um jólaveruna illu, Krampus, hefur áður verið kvikmynduð og birst í teikni- myndum og sjónvarpsþátt- um. Myndin Krampus The Christmas Devil kom út árið 2013 og fékk hræðilega dóma. Sagan um Krampus hefur einnig verið sögð í þáttunum American Dad og Scooby Doo, svo dæmi séu tekin. Sagan um Krampus lifir enn ágætis lífi í nokkrum byggðum við Alpafjöllin. Hann er sagður refsa börnum sem haga sér illa og virkar sem eins konar mótvægi við jóla- sveininn. Sums staðar er haldið upp á nótt Krampusar, sem er haldin daginn fyrir nótt Sankti Nikulásar, jólasveinsins, eða þann 5. desem- ber. kjartanatli@frettabladid.is Tvær kvikmyndir sem sýna jólahátíðina í mjög svo ólíku ljósi Jólamyndirnar Krampus og love the Coopers sýna jólin í mjög svo ólíku ljósi. Önnur er hrollvekja en hin þykir nokkuð hefðbundin gamanmynd um misheppnað jólaboð. Leikkonan Diane Keaton fer með aðalhlutverkið í Love the Coopers. NorDiCphotos/Getty 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r46 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -3 2 7 0 1 7 2 D -3 1 3 4 1 7 2 D -2 F F 8 1 7 2 D -2 E B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.