Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 36
Fólk| tíska kristín er sjálflærð söngkona og hefur yndi af því að syngja gamlar perlur úr íslenskri dægur lagatónlist. Síðastliðin fjögur ár hafa hún og systir hennar haldið jólatónleika og nú ætla þær að endurtaka leikinn. Með þeim í för að þessu sinni er tríóið Friends 4 Ever og það skipa Aron Steinn Ásbjarnarson, Þorkell Helgi Sigfússon, og Örn Ýmir Arason. Tónleikarnir verða á Café Rosenberg laugardagskvöldið 5. desember klukkan 22 en þar ætla þau að syngja öll uppáhaldsjólalögin sín fyrir tónleikagesti. Kristín segist hrifin af bóhem-straumunum sem leika um landið þessa dagana og svarar hér nokkr- um tískutengdum spurningum. spáir þú mikið í tísku? Mér finnst mjög gaman að fara í búðir og eins að fylgjast með fólki sem er frjálslegt í fatavali. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Er mjög hrifin þessa dagana af Bóhem-straumunum sem hafa verið í haust. Hvernig klæðir þú þig hversdags? Nike-gallinn hefur vinninginn heima við. Hvernig klæðir þú þig spari? Finnst ekkert leiðinlegt að skella mér í kjól þegar gott tilefni gefst. Hvar kaupir þú fötin þín? Uppáhaldsbúðin núna er Indiska í Kringlunni. Eyðir þú miklu í föt? Stundum, stundum ekki. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Ætla ekki að ljúga – það er pels sem maðurinn minn gaf mér. Pelsadelluna fékk ég frá Sigríði, ömmu minni, sem var ótrúlega smart kona. Bestu kaupin? Kjóll sem ég keypti á fjögur þúsund krónur og notaði í mörg ár. Hann var í sýnishorna- rekkanum hjá Fröken Júlíu. Verstu kaupin? Háhælaðir skór sem ég skrönglaðist um á í marga mánuði í menntó. Man enn þá hvað þeir voru skelfilega óþægilegir (sérstaklega í hálku), hefði átt að kaupa eitthvað annað. Hverju verður bætt við fataskápinn næst? Kannski einhverju spari fyrir jólin – aldrei að vita.. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég verð alltaf pínu lin í hnjánum þegar ég geng fram hjá fallega útstilltum gluggum skóbúða. Verð iðulega að hinkra aðeins á meðan það líður hjá. Notar þú fylgihluti? Alltaf eitthvað en ég er engin Iris Apfel. Áttu þér tískufyrirmynd? Það hafa margir haft áhrif á mig í gegnum tíðina en í dag er enginn einn sem stendur upp úr. Hvað er fram undan í lífinu?. Desember! Með kósí fjöl- skyldustundum, góðgæti, söng og jólagleði út í eitt. Fílar BóHEm-stíl spurt&sVarað Kristín Birna Óðinsdóttir heldur árlega jólatónleika ásamt systur sinni, Soffíu Björgu, á Café Rosenberg laugardagskvöldið 5. desember. tóNlEikar kristín syngur á jólatónleikum á Rosenberg þann 5. desember klukkan 22 ásamt systur sinni, Soffíu Björgu. Mynd/Anton BRink Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Flottur fatnaður Peysa með hettu á 9.900 kr. 3 litir: svart, blátt, beige. Kjóll á 8.900 kr. Buxur á 8.900 kr. Trefill á 1.990 kr. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Láttu þér líða vel um jólin Netverslun á tiskuhus.is Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING! AF VINSÆLU KULDASKÓNUM MEÐ MANNBRODDUNUM Vinsælu kuldaskórnir með mannbroddunum FYRI R DÖ MUR OG H ERRA Verð :24.0 00.- 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 C -D 9 9 0 1 7 2 C -D 8 5 4 1 7 2 C -D 7 1 8 1 7 2 C -D 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.