Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 38
Fólk| tíska
systurnar Sigríður Ásdís og Ásgerður Ólína Jónasdætur hafa verið að hanna skartgripi úr íslensku hráefni síðastliðin fimm ár undir merk-
inu Vala Design. Þær fara sérstaklega í Reynisfjöru
við Vík í Mýrdal til að tína steina. „Við notum dökka
sjávarslípaða steina og meðhöndlum þá ekkert frekar
nema gera úr þeim perlur. Við reynum að nota aðeins
náttúrulegar vörur og höfum verið að prófa okkur
áfram með laxaroð, íslenskt hraun og íslensku ullina,“
segir Sigríður Ásdís sem alltaf er kölluð Sigga Dís.
Margþætt Merking völu
Þær systur segjast báðar lengi hafa haft töluverðan
áhuga á hönnun og handverki og mikið verið að
föndra og vinna í höndunum frá því þær voru börn.
„Við fórum svo báðar í hönnunarnám í framhalds-
skóla en áhuginn á skartgripagerð kviknaði þegar ég
fór að vinna hjá fatahönnuði sem var líka að hanna
skartgripi. Þá kynntumst við Lína systir þessari grein
betur,“ lýsir Sigga Dís. Aðspurð að því hvaðan nafnið
Vala komi segir hún að með því hafi þær slegið þrjár
flugur í einu höggi. „Við notum steinvölur í hönnun-
inni, hver gripur í fyrstu línunni sem við gerðum var
nefndur eftir verum úr Völuspá og svo heitir mamma
okkar Alda Vala.“
Minnir á ísland
Þrátt fyrir að nota frekar gróft hráefni er skartið frá
Völu fínlegt. Mikil áhersla er lögð á íslenskt hráefni í
hönnuninni en ef það er ekki í boði er alltaf einhver
vísun í íslenskt landslag eða Ísland. „Til dæmis minnir
uppáhaldssteinninn okkar þessa dagana mikið á Jök-
ulsárlón eða jöklana okkar. Við höfum einnig verið að
nota hrafntinnu sem við flytjum inn af því að hún er
friðuð hér. Einnig höfum við notað roð og þá aðallega
laxaroð. Við notum líka íslenska ull, höfum þæft hana
og notað hana meðal annars í nælur og hluti tengda
heimilinu, til dæmis kertaglös, kaffikönnukápur og
ýmislegt fleira.“
Sigga Dís segir mikla vinnu vera á bak við hvern
skartgrip en helsta erfiðisvinnan er að búa til perlur
úr steinunum. „Þá erum við að bora í blágrýti sem
hefur alveg gríðarlega hörku. Einnig er svolítið mál að
velja steinana og para þá saman. Það er mikil vinna á
bak við þetta þó þetta séu bara steinar. Með tímanum
hefur okkur tekist að skipuleggja vinnuna betur og
borum meira í einu og búum svo til gripina í kjöl-
farið.“
ÝMislegt í gangi
Ýmsir fylgihlutir eru í vinnslu hjá Siggu Dís og Línu,
svo sem treflar úr ull og roði, stúkur og eyrnaskjól.
„Treflarnir hafa verið í undirbúningi í tvö ár og eru
loksins að komast í framkvæmd núna. Svo erum við
alltaf að búa til nýja gripi og prófa okkur áfram með
hráefnin. Við erum til dæmis að búa til perlur úr roði
sem kemur virkilega skemmtilega út og það sem við
höfum gert af því hefur selst upp,“ segir Sigga Dís og
nefnir að það sé auðveldara að prófa nýja hluti og sjá
hvernig þeir leggjast í fólk eftir að þær opnuðu sjálfar
verslun en systurnar reka verslunina N25 á Njálsgötu
ásamt öðrum hönnuði.
n liljabjork@365.is
sjávarslípaðir
steinar og ull
íslensk hönnun Skartið frá Völu Design er gert úr íslenskum afurðum,
sjávarslípuðum steinum, hrauni og ull. Alls kyns fylgihlutir eru væntanlegir.
hanna saMan Systurnar Sigga Dís og lína hafa verið að hanna hálsmen, armbönd, eyrnalokka og nælur úr íslensku hráefni síðast-
liðin fimm ár undir merkinu Vala Design. MYND/VIlHElM
MYNDIR/ÞóRIR JENSSoN
Falleg hönnun Von er á nýjum gripum frá Völu, meðal
annars treflum úr ull og laxaroði.
Amma óþekka
J. K. Kolsöe
Nína S.
Hrafnhildur Schram
Viltu vera vinur minn?
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Stúlka með höfuð
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
2.
3.
4.
Týnda hafið
Johanna Basford
Hundadagar
Einar Már Guðmundsson
Sorcerer’s Screed
Skuggi
Eitthvað á stærð við alheiminn
Jón Kalman Stefánsson
Litabókin hans Nóa
Nói
6.
8.
9.
10.
1.
METSÖLULISTI
BÓKABÚÐAR
MÁLS OG MENNINGAR
12. - 18. nóv 2015
5.
7.
Syndarinn
Ólafur Gunnarsson
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
2
C
-F
7
3
0
1
7
2
C
-F
5
F
4
1
7
2
C
-F
4
B
8
1
7
2
C
-F
3
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
2
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K