Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 68

Fréttablaðið - 26.11.2015, Síða 68
Árið hjá Taylor Swift hefur verið stórbrotið, og sumir ganga svo langt að segja hana hafa átt það, sé horft úr fílabeinsturni skemmtanaiðnaðarins. Það sem af er ári hefur okkar kona afrekað ansi margt, hún hefur rúllað upp hverri tónlistarverðlaunahátíðinni á fætur annarri, orðið besta vinkona aðal og prýtt forsíður allra stóru tímaritanna. Auk þess sem hún sýndi Apple klærnar og vann. Fréttablaðið tók saman ellefu skærustu stjörnustundir hennar á árinu. 1Taylor Swift byrjaði árið með stæl, en hún hringdi inn sjálft árið á Times Square í stóra eplinu. Það þykir aldeilis eftir- sóknarvert, og má með sanni segja að hún hafi þannig gefið tóninn fyrir komandi sigra á árinu. 2Sættist við Kanye West eftir sex ára rimmu þeirra á milli. Sátta-fundur fór fram á Grammy- verðlaunahátíðinni, þar sem afar vel fór á með stjörnunum. Haft var eftir West að gráupplagt væri fyrir þau að húrra sér í hljóðver saman og gera eitthvað gott. 3Myndbandið við Bad Blood hitti sannarlega í mark, því á einum sólarhring hafði það verið spilað yfir tuttugu milljón sinnum. Þar með var Vevo-metið sem Nicki Minaj hafði átt með myndbandi við Anaconda, slegið. Adele tók þetta reyndar engum vettlingatökum og valtaði yfir Swift í október með sínu „Hello“. 4Poppdrottningin Madonna lýsir opinberlega aðdáun sinni á poppprinsessunni, og segir hana semja stórfenglega tónlist. Úr varð að hinar konungbornu skelltu saman í atriði á iHeartRadio Music Award. Enginn sleikur kannski, en að margra mati ógleymanlegt augnablik í poppsögunni. 5Taylor tók áttunda sætið á lista Forbes yfir ríkustu skemmti-krafta veraldar og hoppaði þannig yfir tíu sæti milli ára. Eins og það sé ekki nóg, þá vermir hún sextugasta og fjórða sætið yfir áhrifamestu konur heims. 6Taylor Swift söng Smelly Cat með Lisu Kudrow, eða Phoebe úr Friends. Ef það er ekki til marks um hvert okkar kona er komin þá er erfitt að koma fingri á það. Lisa lét jafn- framt hafa eftir sér að Swift væri viðkunnanlegasta manneskja í heimi. 7Swift yfirtók forsíður risatíma-ritanna GQ, Vogue, Vanity Fair, Maxim og Elle, sem þykir segja ansi margt um hve mikið hún lét að sér kveða á árinu. 8Tók þátt í risastóru stjörnurifr-ildi. Nicki Minaj varð heldur súr þegar kom í ljós að mynd- bandið hennar, Anaconda, var ekki tilnefnt til MTV-myndbandaverð- launanna á meðan Bad Blood fékk slíka tilnefningu. Tók hún þannig til orða að auðvitað þyrfti myndbandið að skarta grindhoruðum hvítum stelpum svo eftir því yrði tekið. Swift skildi sneiðina og glefsaði til baka. Ed Sheeran, Katy Perry og fleiri blönduðu sér í slaginn. Swift sýndi þá af sér auðmýkt baðst afsökunar, Minaj tók á móti og þær enduðu á að troða saman upp við umrædda verðlaunaafhendingu. 9Ástamál Swift hafa í gegnum tíðina verið líkust rjúkandi rúst fremur en einhverju öðru. Ekki í ár samt, því Swift fann ástina í örmum vinsælasta plötusnúðar heims um þessar mundir, Calvins Harris. Þau nældu sér jafnframt í titilinn áhrifamesta par heims, og hrintu þannig ofurparinu Beyoncé og Jay-Z af stalli. 10 Apple fékk að kynnast því hvar Davíð keypti ölið þegar Swift þvertók fyrir að hægt væri að hlusta á plötuna hennar, 1989, á Apple Music fyrr en fyrirtækið afnæmi reglur þess efnis að listamenn fengju ekki réttmæta greiðslu fyrir sína vinnu. Swift tók sig til og skrifaði opið bréf, stílaði það á Tim Cook, framkvæmdastjóra Apple, og beið svo bara aðeins. Ekki leið á löngu uns Swift hafði fengið það sem hún vildi, og gjörbreytt umhverfi listamanna hjá Apple. 11 Swift hlaut sérleg heiðurs-verðlaun Academy of Country Music Awards, þar sem hún hreppti svokölluð Mile- stone-verðlaun. Var það sjálf móðir Swift sem afhenti henni verðlaunin, og var um sannkallað þriggja klúta augnablik að ræða, þar sem móðir hennar hafði greinst með krabba- mein og sigrast á því á árinu. Ferill í tölum Academy of Country Music Awards Sérleg heiðursverðlaun American Music Awards Besta popp-/rokkplatan Lag ársins Teen Choice Awards Samstarf ársins Sambandsslitalag ársins People's Choice Awards Besta lagið Besti kvenlistamaðurinn Besti popptónlistarmaðurinn Billboard Music Awards Áhrifaríkasti listamaðurinn – netkosning Top Billboard 200 plata Mest sótta lagið Brit Awards Int. Female Solo Artist Elle Style Awards Kona ársins Emmy Awards Original Interactive Program iHeartRadio Music Awards Lag ársins Besti texti ársins 20 15 er árfröken Swift Heildin á Ferlinum 238 verðlaun 481 tilnefning 7 Grammy-verðlaun 19 American Music-verðlaun 22 Billboard Music-verðlaun 5 Guinness-heimsmet 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U rL í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -0 F E 0 1 7 2 D -0 E A 4 1 7 2 D -0 D 6 8 1 7 2 D -0 C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.