Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 18

Fréttablaðið - 26.11.2015, Side 18
Umræðan um útlit Barbie og áhrif þess á stelpur hefur staðið árum saman. NORDICPHOTOS/GETTY Stelpur sem hafa leikið sér með Barbie-dúkkur og strákar sem hafa leikið sér með aksjónkalla eru óánægðari með eigin líkama, heldur en börn sem hafa leikið sér með önnur leikföng. Frá þessu er greint í Sænska dagblaðinu sem fjallar um bókina Projekt perfekt, om utseende- kultur och kroppsuppfattning. Í bókinni er greint frá niðurstöðum fjölda rannsókna um líkamsímynd. Fjögurra til fimm ára börn eru með- vituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. Fjörutíu til fimmtíu prósent sex til 12 ára barna eru óánægð með þyngd sína eða vaxtarlag og 21 prósents sjö ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. Í rannsókn sem einn þriggja bókar- höfunda, Carolina Lunde, doktor í sálfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, stóð að kváðust 25 prósent 13 ára stelpna vera of feit þótt þær væru í eðlilegri þyngd eða of léttar. Einn af hverjum tíu strákum sagðist vera of þungur þótt þyngdin væri eðlileg. Í viðtali við Sænska dagblaðið segir Carolina Lunde að mikilvægt sé að uppgötva snemma óánægju barnanna með eigin líkama þar sem hún geti leitt til vandamála í tengslum við mataræði og líkams- æfingar. Hún getur þess að rannsóknir hafi leitt í ljós að því meiri tíma sem tán- ingsstelpur verja í að skoða umfjöllun um útlit, þeim mun neikvæðari verði líkamsímynd þeirra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem gerðar hafi verið á körlum séu svipaðar þótt þær séu ekki jafngreinilegar. Kristina Holmqvist Gattario, annar af þremur höfundum fyrrgreindrar bókar, segir að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits hans verði líkamsímyndin jákvæðari. Gattario, sem er lektor í sálfræði við Gautaborgarháskóla og rann- sakar jákvæða líkamsímynd, segir í viðtali við Sænska dagblaðið að óvenjulegt sé að einhver segist vera ánægður með eigin líkama. Ungling- ar sem tekið hafi þátt í rannsóknum Óánægð með líkamann eftir leik með Barbie og aksjónkalla Sænskir vísindamenn segja að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits verði líkamsímyndin jákvæðari. Eldri konur eru með jákvæðari líkamsímynd. Þær kunna að meta hreyfigetu og góða heilsu. Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is 4-5 ára börn eru meðvituð um að megrun getur verið leið til að öðlast eftirsóknarverðan vöxt. 21 prósent 7 ára stelpna í sænskri rannsókn hefur reynt að létta sig. hafi nefnt að túlka mætti það sem gort. Að sögn Gattario sýndu niður- stöður ástralskrar rannsóknar á viðhorfum kvenna á aldrinum 18 til 75 ára að allir aldurshópar voru óánægðir með til dæmis andlit, læri, maga eða þyngd. En því eldri sem konurnar voru þeim mun jákvæðari var líkamsímynd þeirra. Þær gátu einbeitt sér að virkni líkamans. Styrk- leiki, hraði, fimi og góð heilsa verður mikilvægara en útlitið þegar aldurinn færist yfir. Rannsakendur urðu einnig varir við að þær sem fylgdust mikið með fegrunarráðum á netinu voru opnari fyrir fegrunaraðgerðum, bæði til þess að þeim liði sjálfum betur og einnig til þess að fá vinnu eða finna maka. Bókarhöfundar benda á að árið 2010 hafi fegurðariðnaðurinn velt 250 milljörðum dollara á heimsvísu. Til að komast að því hvað ein- kenni viðhorf þeirra unglinga sem eru með jákvæða líkamsímynd var tekið viðtal við þrjátíu 14 ára ung- linga sem höfðu verið með jákvæð- ari líkamsímynd þegar þeir voru 10 og 13 ára en jafnaldrar þeirra. Ung- lingarnir nefndu ýmislegt sem þeim fannst að mætti vera betra en ein- beittu sér frekar að virkni líkamans. Fjórtán ára stelpa kvaðst vera ánægð með fæturna á sér þar sem hún hlypi hratt. Þessa dagana stendur yfir svokölluð nýtnivika hér á landi. Um er að ræða evrópskt verkefni með það að mark- miði að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur, að því er segir á vef Reykjavíkur- borgar. Borgarbókasafnið tekur þátt í nýtnivikunni og verður hægt að koma við í Grófinni með garn- afganga og hekla saman fallegt teppi eða fara á býttifatamarkað í safninu í Kringlunni þann 28. nóvember frá kl. 13-17. Einnig verður hægt að nálgast ýmsar bækur með hugmyndum um hvernig hægt er að nýta afganga í eigulega hluti. Skiptibókamarkaður verður einnig á vegum bókasafnsins. Umhverfisstofnun verður með fésbókarleik þar sem lögð er áhersla á að gefa upplifun í jólagjöf í stað hluta, eins og til dæmis matarveislu, skógarferð, norðurljósagöngutúr, ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn og skautaferð. – ibs Býttimarkaðir í nýtniviku Hægt verður að koma við í Grófinni með garnafganga og hekla saman fal- legt teppi. NORDICPHOTOS/GETTY BOSCH Spanhelluborð PIE 645F17E Með stálramma. Fullt verð: 99.900 kr. Jólaverð: 79.900 kr. BOSCH Bakstursofn HBA 74R252E Orkuflokkur A. Átta ofnaðgerðir. Brennslusjálfhreinsun. Fullt verð: 139.900 kr. Jólaverð: 99.900 kr. BOSCH Þurrkari WTW 86197SN Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A++. Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Með íslensku stjórnborði. Fullt verð: 139.900 kr. Jólaverð: 99.900 kr. Glæsileg Bosch heimilistæki á jólaverði. Jólabæklingurinn er kominn út. Sjá nánar á bosch.is. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is BOSCH Þvottavél WAP 28397SN Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+++. Kolalaus, hljóðlátur mótor með 10 ára ábyrgð. Með íslensku stjórnborði. Fullt verð: 139.900 kr. Jólaverð: 99.900 kr. Jólapeysukeppni Barnaheilla í tengslum við fjáröflunarátakið Jóla- peysuna 2015 er hafin. Áheitaféð mun renna til verkefna Barnaheilla – Save the Children sem snúa að móttöku og mannúðaraðstoð fyrir sýrlensk flóttabörn og fjölskyldur þeirra í móttökulöndunum við Sýr- land. Einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt. Skráning fer fram á jolapeysan.is og þar fá þátt- takendur vini og vandamenn til að heita á sig. Með því að heita á ein- stakling, er einnig verið að kjósa í flokknum um vinsælustu jólapeys- una. – ibs Jólapeysan er hafin fjölskyldan 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 C -C 5 D 0 1 7 2 C -C 4 9 4 1 7 2 C -C 3 5 8 1 7 2 C -C 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.