Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 46
+16 +50 +4 +15 +9 +16 +14 +20 +14 +5 +8 +12 +34 +13 +7 +13 New Orleans Pelicans Houston Rockets New Orleans Pelicans Memphis Grizzlies Memphis Grizzlies Los Angeles Clippers Los Angeles Clippers Denver Nuggets Denver Nuggets Sacramento Kings Detroit Pistons Minnesota Timberwolves Brooklyn Nets Toronto Raptors Chicago Bulls Los Angeles Lakers Stig 3ja 40 5 25 4 53 8 30 4 31 7 34 8 24 2 22 3 28 3 46 8 34 5 37 5 40 6 27 3 19 3 24 4 Stephen Curry KöRfuBOLTi Eitt met er þegar í húsi og stuðningsmenn Golden State Warriors er þegar farið að dreyma um sæti og sögulega jóla- gjöf frá sínum mönnum. Eftir sigra í sextán fyrstu leikjum sínum eru þeir bjartsýnustu í Oakland og nær- sveitum farnir að horfa til mets Los Angeles Lakers frá 1971-72. Það var einmitt sigur á Los Angeles Lakers í fyrrinótt sem sá til þess að Warr- iors-liðið er eina lið sögunnar sem hefur unnið svo marga leiki í upp- hafi tímabilsins. Met Washington Capitols (1948-49) og Houston Rockets (1993-94) heyrir nú sögunni til. Lakers-liðið vann 33 leiki í röð fyrir 43 árum og Golden State er búið að vinna tuttugu leiki í röð ef við tökum síðasta tímabil með. Það þýðir að liðið þarf þrettán sigra í viðbót til að jafna met Lakers. Þetta er kannski langsótt en vel mögulegt þar sem aðeins þrír af næstu tólf mótherjum Warriors hafa unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað í upphafi tímabilsins. Miðað við ferðina sem er á Stephen Curry og félögum verður erfitt að stoppa þá. Takist Golden State að vinna næstu tólf leiki þá mun möguleikinn á að jafna metið koma í leik gegn Cleve- land Cavaliers á jóladag, í uppgjöri liðanna sem mættust í lokaúrslit- unum í sumar. Eins og sá leikur gæti orðið eitthvað stærri. Það er kannski fullmikið að ætl- ast til þess að sigurganga Warriors- Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? liðsins endist í einn mánuð í viðbót en miðað við spilamennskuna til þessa þá hafa Golden State menn fundið frábæra blöndu leikmanna og það sem meira er – þeir eru flest- ir ungir enn. Fullt af stórum sigrum En aftur að byrjuninni og sigr- unum sextán. Golden State þurfti reyndar framlengingu til að vinna einn þeirra og rosalega endur- komu til að landa öðrum sigri en flestir leikjanna hafa unnist með talsverðum yfirburðum. Sigurinn á Los Angeles Lakers í síðasta leik var gott dæmi um yfir- burðina en Golden State var með meira en fimmtán stiga forystu í 38 af 48 mínútum leiksins. Alls hefur Golden State-liðið verið fimmtán stigum yfir eða meira í 167 mínútur sem er mögn- uð tölfræði, ekki síst í samanburði við að liðið hefur aðeins verið undir í samtals 149 mínútur í þess- um fyrstu sextán leikjum. Sýning hjá Curry Auðvitað hefur þetta verið sýning hjá Stephen Curry en besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili hefur tekið einn eitt framfaraskrefið í vetur. Curry fer fyrir „litla boltanum“ sem Golden State spilar stóran hluta sinna leikja. Á þessum kafla er eng- inn eiginlegur miðherji að spila hjá liðinu og leikurinn snýst meira um að skilja mótherjana eftir á hraða, bolta- og skottækni. Þar er Curry svo sannarlega á heimavelli. Hann hefur alls skorað 78 þriggja stiga körfur í þessum 16 leikjum og mun með sama áfram- haldi rústa meti sínu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tíma- bili. Curry hefur eins og er skorað fleiri þrista en bæði lið Brooklyn Nets og Minnesota Timberwolves. Hafi Curry verið frábær í fyrra þá er hann stórkostlegur á þessu tímabili. Alls hefur Warriors-liðið skorað 199 þrista í leikjunum sext- án eða 12,4 að meðaltali og alls 108 fleiri en mótherjarnir (91). Þegar Golden State skiptir í hraða og litla boltann sinn hefur enginn staðist þeim snúning í vetur, ekki frekar en Cleveland í lokaúrslitunum í júní. Þegar þeir Stephen Curry, Klay Thompson, Andre Iguodala, Harrison Barnes og Draymond Green eru allir inni á þá skapa þeir vissulega endalaus vandamál inni á velli risanna. Fyrir leikinn á móti Lakers voru þessir fimm að hitta úr 65 prósent skota sinna þegar þeir voru saman inni á vellinum og voru að skora 81 stigi meira en mótherjarnir á aðeins 56 mínútum. Þessir fimm eru meira að segja að vinna frákastabaráttuna þegar þeir eru saman inni á vellinum. „Þung- lamalegir“ mótherjar eiga fá svör, það er skotógnun úr hverju horni og sýningunni stýrir sannkallaður galdramaður með boltann sem er jafnframt ein besta skytta sög- unnar. Þjálfarinn fjarverandi Steve Kerr gerði Golden State að NBA-meisturum á sínu fyrsta tíma- bili í fyrravetur en hann hefur misst af metbyrjuninni. Luke Walton hefur stýrt liðinu í forföllum Kerr sem er að jafna sig eftir bakaðgerð. Næstu tólf leikir Golden State eru á móti Phoenix, Sacramento, Utah, Charlotte, Toronto, Brook- lyn, Indiana, Boston, Milwaukee, Phoenix, Milwaukee og Utah. Átta þeirra eru reyndar á útivelli en liðið á að geta unnið þá alla. Takist það bíður NBA-áhugamanna rosa- legur leikur á sjálfan jóladaginn. ooj@frettabladid.is Besta byrjun liðs í NBA-deildinni 16-0 Golden State Warriors* 2015-16 15-0 Washington Capitols 1948-49 Houston Rockets 1993-94 14-0 Boston Celtics* 1957-58 Dallas Mavericks 2002-03 12-0 Seattle SuperSonics 1982-83 Chicago Bulls* 1996-97 11-0 Boston Celtics* 1964-65 Portland Trail Blazers 1990-91 Atlanta Hawks 1997-98 Los Angeles Lakers 1997-98 * Ríkjandi NBA-meistari 2 6 . N ó v e M B e R 2 0 1 5 f i M M T u D A G u R34 S P O R T ∙ f R É T T A B L A ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 D -E 4 3 0 1 7 2 D -E 2 F 4 1 7 2 D -E 1 B 8 1 7 2 D -E 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.