Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 6
Ljósaganga UN Women Hin sívinsæla kalkúnaveisla vegna þakkargjörðar- dags verður haldin 26. og 27. nóvember. Yfir borðhaldi að kvöldi föstudagsins 27., verða spilaðir léttir jass tónar. Borðapantanir eru í síma 511 6030 eða á booking@hotelcabin.is Hádegisverður: 3.255 kr. Kvöldverður: 4.360 kr. KALKÚNA VEISLA ÞAKKARGJÖRÐAR Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af Mamma Mia 12.900 kr. Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu. Njála 12.200 kr. Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð Leikhúskvöld fyrir sælkera 12.500 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins MenntaMál „Það er gríðarlega mikil- vægt fyrir íslenskt samfélag að háskól- arnir séu vel fjármagnaðir,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD ver hið opinbera minnstum fjármunum á hvern  ársnema á háskólastigi á Íslandi samanborið við hin OECD- löndin. Frá árinu 2010 hefur stöðugt dregið úr fjármögnun á meðan nem- endum hefur fjölgað. Ísland ver um 1.241.233 krónum í hvern ársnema. Meðaltal OECD- ríkja er hins vegar 1.989.256 krónur og þá verja nágrannar okkar í Noregi 2.649.517 í hvern ársnema. „Þetta er það sem við höfum verið að benda á á undanförnum árum. Við erum að fjarlægjast hin Norður- löndin í fjárframlögum fyrir hvern ársnema. Við stefnum að því að ná meðaltali þeirra árið 2020,“ segir Jón Atli enn  fremur. Hann bendir á að háskólinn sé tilbúinn að ræða málin við alla hlutaðeigandi. Jón Atli segir ekki ganga til lengdar að hafa kerfið svo illa fjármagnað en segir Háskóla Íslands þó mjög vel rekinn. Eitt helsta vandamálið segir hann vera fjölda nemenda á hvern kennara. Nemendahópar eru of stórir að hans mati og veldur það meiri álagi á hvern kennara. Þá segir hann einnig nauðsynlegt að endurskoða reiknilíkan mennta- málaráðuneytis sem sker úr um hve mikið er greitt með hverjum  nem- enda fyrir hverja grein. „Lægsti flokk- urinn er til dæmis allt of lágur.“ Hermundur Sigmundsson, prófess- or við norska tækni- og vísindahá- skólann og Háskólann í Reykja- vík, segir helsta vandann þann að háskólaumhverfið á Íslandi sé of stórt og segir hann þurfa að fækka háskólum. „Við verðum að auka gæði háskóla- umhverfisins því gæði eru lykilatriði í öllu skólastarfi. Með því að auka gæðin er möguleiki á að skapa ný atvinnutækifæri og efla nýsköpun,“ segir Hermundur. „Við þurfum að skoða háskólaum- hverfið allt og efla það svo það sé ekki fjárhagslega svelt. En ég tel fyrst og fremst að við þurfum að bæta gæði kennslu og rannsókna,“ segir hann enn fremur. Hermundur segir of marga kennara á hvern nemanda í sumum deildum en stöðuna öfuga í öðrum. Hann segir þetta þurfa að laga. „Þetta er mjög flókið en það þarf að endurskoða allt háskólaumhverfið.“ Jón Atli og Hermundur taka báðir til máls á 75 ára afmælisþingi Rannís í dag klukkan 14.00 á Hilton Reykjavík og tala um menntamál. Á meðal ann- arra sem taka til máls eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra og Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra. thorgnyr@frettabladid.is Fjármögnun háskóla gríðarlega mikilvæg Rektor Háskóla Íslands segir algjöra endurskoðun þurfa á reikniflokkum menntamálaráðuneytisins. Hermundur Sigmundsson prófessor segir háskólaumhverfið of stórt og krafta Íslendinga of dreifða. Þetta er mjög flókið en það þarf að endurskoða allt háskóla­ umhverfið. Hermundur Sigmundsson, prófessor Við erum að fjar­ lægjast hin Norður­ löndin í fjárframlögum fyrir hvern ársnema. Við stefnum að því að ná meðaltali þeirra árið 2020. Jón Atli Benedikts- son, rektor HÍ Árleg ljósaganga UN Women á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi markar upphafið að 16 daga átaki sem UN Women á Íslandi er meðal annarra í forsvari fyrir. fréttabladid/ernir 2 6 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 F I M M t U D a G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -3 2 7 0 1 7 2 D -3 1 3 4 1 7 2 D -2 F F 8 1 7 2 D -2 E B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.