Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.11.2015, Qupperneq 2
Suðvestan 13-20 m/s og víða él en þurrt og bjart veður á Austurlandi. Snýst í hvassa norðanátt með snjókomu á Vestfjörðum og við norðvesturströndina upp úr hádegi. Í kvöld nær norðanáttin einnig inn á Norðausturland. Kólnandi veður, frost um nær allt land í kvöld. Sjá Síðu 38 Veður Hátíð ljóssins er handan við hornið FerðaþjónuSta Opna á nýtt hótel, Tower Suites Reykjavík, á tuttug­ ustu, sem er jafnframt efsta, hæð Turnsins við Höfðatorg næsta vor. Þar verða átta lúxusíbúðir, 43 til 64 fermetrar hver. Að verkefninu standa Sigmar Vilhjálmsson, Jóhannes Ásbjörns­ son og Snorri Marteinsson sem saman hafa rekið Hamborgara­ fabrikkuna auk Jóhannesar Stef­ ánssonar, eiganda Múlakaffis. Um er að ræða sama hóp og tók við rekstri Keiluhallarinnar fyrr á árinu. „Það verður hægt að leigja stök herbergi og eins verður möguleiki á að sameina fleiri en eina og fleiri en tvær íbúðir og leigja þannig stærra gistipláss,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson. Framkvæmdir eru nýhafnar. „Það er rétt búið að opna verk­ færatöskuna, hæðin er í sjálfu sér fokheld eins og staðan er núna. Hins vegar er hönnunin langt á veg komin.“ Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hannar íbúðirnar. Hæðin hefur verið auð frá því Turninn var tekinn í notkun. Jóhannes segir þá lengi hafa haft augastað á hæðinni eða allt frá því þeir fluttu með Hamborgara­ fabrikkuna inn í Turninn fyrir fimm árum. „Nú eru kjöraðstæður til að hrinda henni í framkvæmd, enda mikill vöxtur í ferðatengdri þjón­ ustu hérlendis. Svo er óneitanlega gaman að loka hringnum á efstu hæðinni eftir að hafa verið á jarð­ hæðinni með Fabrikkuna í fimm ár,“ segir hann. Jóhannes segir að bæði sé búið að ganga frá leigusamningi við Fast­ 1, eiganda Turnsins, og fjármögnun verkefnisins. ingvar@frettabladid Opna lúxusíbúðahótel efst í Höfðatorgsturni Tvíeykið Simmi og Jói, ásamt Jóhannesi Stefánssyni, eiganda Múlakaffis, og Snorra Marteinssyni, hyggst í vor opna hótel með lúxusíbúðum á efstu hæð Turnsins við Höfðatorg. Hæðin hefur verið auð frá því Turninn var opnaður. Íbúðirnar verða á efstu hæð Turnsins sem verið hefur auð frá opnun. FréTTablaðið/GVa Það er rétt búið að opna verkfæratösk- una, hæðin er í sjálfu sér fokheld eins og staðan er núna. Jóhannes Ásbjörns- son, veitingamaður Jólaljósin tendruð Berglind Bjarkadóttir vann hörðum höndum að því að setja upp jólaljós við Reykjavíkurhöfn. Alls hafa starfsmenn Reykjavíkur- borgar sett upp 26 grenitré víðsvegar um borgina. Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli á sunnudag. FréTTablaðið/GVa Katar Nærri tvöfaldur ársskammtur af regni féll í gær í Katar er stormur skall á landinu. Að meðaltali falla um fimmtíu millimetrar rigningar í Katar á ári en í gær voru millimetr­ arnir áttatíu. Rigningin olli því að mikill vatns­ flaumur flæddi um stræti og loka þurfti verslunum og skólum. Einnig var kaldara en venjulega í Katar í gær. Hitinn stóð í rúmlega tuttugu gráðum. Þá flæddi víða í Sádi­Arabíu og birtu löggæslumenn myndir á sam­ félagsmiðlum er þeir sigldu um stræti borga á bát að veiða borgara upp úr vatninu. – þea Ársskammtur á einum regndegi ViðSKipti Hagnaður HB Granda á þriðja ársfjórðungi þessa árs nemur 1.276 milljónum króna. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins er alls orðinn 4.375 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri HB Granda. Aukning er á hagnaði fyrstu níu mánuði ársins frá því í fyrra. Þá nam hagnaður 4.291 milljón króna. Hins vegar er hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi í ár minni en í fyrra, þá var hann 2.805 milljónir króna. „Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands hefur haft og mun hafa mikil áhrif á starfsemi félags­ ins og afkomu þess,“ segir enn fremur í uppgjörinu. – þea Hagnast um 1.276 milljónir Venus NS 150. myNd/hb GraNdi reyKjaVíK Valshlíð, Smyrilshlíð, Haukahlíð, Fálkahlíð og Arnar­ hlíð verða heiti gatna í nýju hverfi að Hlíðarenda í Vatnsmýri. Skipu­ lagsnefnd Reykjavíkurborgar sam­ þykkti nafngiftina í gær. Þá var samþykkt að gata í gegn­ um nýtt hverfi á Kirkjusandi á Laugarnesi yrði nefnd Hallgerðar­ gata. „Við gerum ekki athugasemd við nafngiftirnar en bendum á þá réttaróvissu sem ríkir um framtíð uppbyggingar á Hlíðarenda,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina við tillöguna. – þea Ránfuglar við Hlíðarenda 2 6 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u D a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 C -6 8 0 0 1 7 2 C -6 6 C 4 1 7 2 C -6 5 8 8 1 7 2 C -6 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.