Fréttatíminn - 13.11.2015, Qupperneq 10
Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í áskrift
er góð leið til að byggja upp eignasafn.
Byggðu upp þinn sjóð með
reglubundnum sparnaði
Lágmarksupphæð
aðeins 5.000 kr.
á mánuði.
100% afsláttur
af upphafsgjaldi
í áskrift í sjóðum.
Enginn fjármagns-
tekjuskattur greiddur
fyrr en við innlausn.*
*Skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíð. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is
Þ að eru tveir möguleikar í stöðunni. Að flytja orkuna yfir Sprengisand eða fara svokall-
aða byggðaleið sem er hringinn í
kringum landið,“ segir Guðmundur
Ingi Ásmundsson, forstjóri Lands-
nets, aðspurður um möguleikana til
að styrkja flutningskerfi raforku. „Til-
gangur mögulegrar framkvæmdar á
Sprengisandi er að bæta raforkukerfi
landsins en óstöðugleiki í rekstri
byggðalínunnar og takmarkanir á
orkuafhendingu standa í vegi fyrir
atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun
víða á landinu. Það liggur fyrir að
það er ekki næg orka á Norður-og
Austurlandi. Þar hafa til dæmis fisk-
vinnslustöðvar, mjólkurbú og bjór-
framleiðendur verið að kvarta. Það
þarf að styrkja kerfið því gæðin eru
óviðunandi. Þetta er bara ekki í takt
við nútímasamfélag.“
Háspennulína eða jarðstrengur
Nú er til umfjöllunar hjá Skipu-
lagsstofnun tillaga Landsnets að
matsáætlun fyrir umhverfismat
Sprengisandslínu. Frestur til að gera
athugasemdir við tillöguna rennur
út 17. nóvember næstkomandi. Guð-
mundur Ingi segir að verði áætlunin
samþykkt eftir að athugasemdir hafi
verið teknar til greina þá fari vinna
við umhverfismat í gang sem ætti
að vera tilbúið næsta haust. Í tillögu
Landsnets eru bornir fram þrír val-
kostir til að flytja orkuna um landið
og sá möguleiki að 50 km af leiðinni
verði í jarðstreng tengist þeim öllum.
Gísli Gíslason, landslagsarkitekt hjá
Steinsholti ehf og ráðgjafi Lands-
nets við vinnu á matsáætlun, segir
valkostina þrjá í matsáætluninni
vera á tiltölulega þröngu belti, um
10 km breiðu og að í megindráttum
séu leiðirnar í námunda við núver-
andi Sprengisandsleið. Upphaflega
var Vegagerðin þátttakandi í vinnu
við matsáætlunina en hún hefur nú
dregið sig úr ferlinu. Gísli segir þó
tekið tillit til mismunandi veglína
í vinnu við umhverfismat. „Okkur
finnst eðlilegt að horfa á þessi mann-
virki í samhengi ekki síst vegna þess
að áhrif línunnar eru fyrst og fremst
sjónræn. Þá skiptir auðvitað máli hvar
aðal leiðin yfir sandinn er. Það mun
þurfa línuveg, sem er í eðli sínu ekki
merkilegur vegur, en það liggur auð-
vitað fyrir að það þarf að bæta þá vegi
sem eru þarna fyrir.“
Hvað á að friða?
Sprengisandslína er umdeild á meðal
þjóðarinnar því ljóst er að fram-
kvæmdir myndu hafa mikil áhrif á
miðhálendið. Ein helsta gagnrýni
hefur komið frá aðilum sem koma
að hálendisverkefni Landsverndar,
„Hjarta landsins“, sem leggur til að
hálendið verði gert að friðuðum víð-
ernum, þeim stærstu í Evrópu. Tæp-
lega 33.000 manns hafa nú skrifað
undir áskorun „Hjarta landsins“ til
stjórnvalda þess efnis að hálendið
verði friðað. Guðmundur Ingi segist
ekki geta tekið afstöðu til þess en
bendir á að kannski hafi ekki komið
nógu skýrt fram hverskonar friðun sé
verið að tala um. „Það hefur enginn
sagt hvaða miðhálendi þetta er en það
getur skipt miklu máli. Við gætum
tæknilega verið með 50 km jarð-
streng þvert yfir hálendið en ef menn
eru að tala um eitthvað miklu stærra
svæði þá er ekki víst að það sé mögu-
legt. Okkar mat er að umverfisvænst
sé að fara yfir hálendið, það kemur
best út meðal annars vegna þess að
byggðalínan liggur líka að hluta til
um miðhálendið, t.d. yfir Fjallabaks-
svæðið. Við verðum að fara vel í fag-
vinnuna, meta kosti og galla og taka
svo upplýsta ákvörðun.“
„Línan myndi skera hálendið í
tvennt, eyðileggja upplifun ferða-
manna og útiloka að hægt verði að
stofna þjóðgarð á miðhálendinu og
þar með einstök tækifæri til atvinnu-
sköpunar á landsbyggðinni“, segir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, for-
maður Landverndar, en Landvernd
hefur sett upp áskorun á vefnum þar
sem fólki gefst kostur á að taka undir
kröfu samtakanna um að Landsnet
falli frá nýútkominni áætlun sinni um
Sprengisandslínu og að Skipulags-
stofnun hafni matsáætlun um um-
hverfismat línunnar, því á henni séu
verulegir annmarkar.
Beðið eftir nýrri landsskipulags-
stefnu
Að mati Landverndar verður Lands-
net að gera grein fyrir jarðstreng yfir
allt hálendið í matsáætlun sinni, en
ekki bara 50 km kafla og framkvæma
sameiginlegt umhverfismat fyrir
Sprengisandslínu og háspennulínur í
byggð frá Blöndu í Fljótsdal, því þær
Hjá Skipulagsstofnun
er nú til umfjöllunar
tillaga Landsnets að
matsáætlun fyrir um
hverfismat Sprengi
sandslínu. Frestur til
að gera athugasemdir
við tillöguna rennur út
17. nóvember næst
komandi. Stefnt er að
því að haustið 2016
verði umhverfismat
tilbúið. Tæplega
33.000 manns hafa
nú skrifað undir
áskorun „Hjarta
landsins“ til stjórn
valda þess efnis
að hálendið verði
friðað. Guðmundur
Ingi Ásmundsson,
forstjóri Landsnets,
segir brýnt að skýrt
sé tekið fram hvaða
hluta hálendisins eigi
að friða.
SprengiSandur Til að fá úr því
skorið hvort hálendisleið sé raun
hæfur kostur hóf Landsnet á síðasta
ári undirbúning mats á umhverf
isáhrifum Sprengisandslínu, um 195
km langrar 220 kV háspennulínu
frá Langöldu á Landmannafrétti að
Eyjadalsá vestan Bárðardals, en há
spennulínur á þessu spennustigi eru
matsskyldar samkvæmt lögum um
mat á umhverfisáhrifum. Í tillögu
Landsnets eru bornir fram þrír val
kostir til að styrkja flutning raforku
um landið og sá möguleiki að 50 km
af leiðinni verði í jarðstreng tengist
þeim öllum. Landvernd mótmælir
því að ekki skuli vera gerð grein
fyrir möguleika á jarðstreng yfir allt
hálendið í matsáætluninni.
guðmundur
ingi Ásmunds-
son, forstjóri
Landsnets.
gísli gíslason
landslagsarki
tekt.
guðmundur
ingi guð-
brandsson,
formaður Land
verndar.
Hvað á að friða?
línur séu hluti af heildaráformum
Landsnets. „Þetta eru tæknilegu
atriðin, en í reynd er þetta ósköp
einfalt: Viljum við eyðileggja það
aðdráttarafl sem óbyggðir okkar
og víðerni hafa fyrir okkur sjálf
og erlenda ferðamenn sem halda
uppi stærsta gjaldeyrisskapandi
atvinnuveg landsins, ferðaþjón-
ustunni?“, spyr Guðmundur Ingi
sem telur einnig æskilegt að
Alþingi kláraði afgreiðslu lands-
skipulagsstefnu en umhverfis- og
auðlindaráðherra lagði fram til-
lögu til þingsályktunar um lands-
skipulagsstefnu á Alþingi í byrjun
haustþings og er tillagan nú til
umfjöllunar í umhverfis- og sam-
göngunefnd þingsins. Í tillögu að
landsskipulagsstefnu er sett fram
stefna um að meiri háttar mann-
virkjagerð verði beint að stöðum
sem rýra ekki landslagsheildir
hálendisins. Búist er við því að
Alþingi ljúki afgreiðslu hennar
fyrir þinglok.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
10 fréttaskýring Helgin 13.15. nóvember 2015