Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 14

Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 14
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi inn upplýsingar á vr@vr.is fyrir 1. desember 2015. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Stígur fram úr skugga Jóns Gnarr Það heyrir vart til tíðinda lengur þegar fjölmiðlafyrirtækið 365 tilkynnir um skipulagsbreytingar – þá er jafnan fólki sagt upp störfum og breytingar verða á því hverjir fá eigin skrifstofu og hverjir eru á gólfinu – og alltaf eiga þessum breytingum að fylgja mikil tækifæri. Á dögunum voru kynntar skipulagsbreytingar á dagskrársviði fyrirtækisins og þar var kynnt til leiks Hrefna Lind Heimisdóttir sem ber titilinn ritstjóri dagskrársviðs og á að stýra nýrri handritadeild þess. Þetta er sama Hrefna Lind og titluð er meðhöfundur að nýjustu bók Jóns Gnarr – sem einmitt er yfir- maður hennar í nýja starfinu. Við kynntum okkur þessa konu sem á nokkrum árum hefur farið frá því að sitja á skólabekk og yfir í að vera ein áhrifamesta konan í íslenskum fjölmiðlum. H refna Lind Heimisdóttir er fædd síðla árs 1975 og fagn-ar því fertugsafmæli sínu í næsta mánuði. Mamma hennar var fimmtán ára þegar hún átti hana og Hrefna var ung þegar foreldrar hennar skildu. Hún ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður í Hvera- gerði. Að loknu stúdentsprófi stundaði Hrefna nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með BA- próf árið 2005 og lokaritgerð henn- ar fjallaði um Nietzsche og einstak- lingshyggjuna. Síðar lagði Hrefna stund á mastersnám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu sem hún lauk í janúar 2012. Þar kallaðist lokarit- gerð hennar: Að skilja kjarnann frá hisminu. Ritstjórn, verklag og siða- reglur fjölmiðla. Hrefna veltir þar upp spurningum um hvort lagaleg- ur og siðferðilegur rammi fjölmiðla sé fullnægjandi hér á landi: „Sérstaklega verður varpað fram spurningum um ritstjórnarlega rétt- lætingu þess að birta nöfn grunaðra manna þar sem sakborningar lýsa allir yfir sakleysi sínu og hvort og hvernig slík umfjöllun samræmist siðareglum og lögum,“ segir í kynn- ingu á ritgerðinni á Skemmunni. Því miður er ekki hægt að kynna sér efni hennar nánar því ritgerðin er læst fram til ársins 2032. Hluti af mastersnámi Hrefnu Lindar var starfsnám og réð hún sig til bókaútgáfunnar Forlagsins. „Það eru margir nemar sem fara hér í gegn en þessi skar sig úr,“ segir einn samstarfsmanna þar. „Hún var allt önnur týpa en allir sem hér vinna – stífmáluð og vel til höfð – og í fyrstu spurði maður sig hvernig hún ætti að þrífast hjá okkur. Svo kom í ljós að þetta var mikil hæfi- leikakona. Hún reyndist eldklár í öllum störfum sem henni voru fal- in.“ Samstarf Hrefnu og Jóns Gnarr hófst á meðan hún var í starfsnámi hjá Forlaginu. Þá var Jón önnum Hrefna Lind Heimisdóttir Fædd 28. desember 1975 Foreldrar: Guðrún Hanna Guð- mundsdóttir og Runólfur Þór Jóns- son, fósturfaðir. Faðir hennar heitir Olav Heimir Davidson, bifvélavirki er búsettur er í Stafangri í Noregi. Maki: Friðjón Þórðarson (sonur Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar). Þau eiga samanlagt sex börn. Fyrir átti Hrefna son og Friðjón son og dóttur. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum sex til níu ára. Búseta: Garðabær. Systkini: Sammæðra: Kristinn H. Runólfsson, Thelma Rún Runólfs- dóttir og Dagný Ösp Runólfs- dóttir sem lést í bílslysi á Hellisheiði í árslok 2013 aðeins 21 árs að aldri. Samfeðra: Drífa Heimisdóttir, Berglind Þöll Heimisdóttir, Dagmar Björk Heimisdóttir og Alla María Heimisdóttir. Menntun: Stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Laugarvatni. BA í heim- speki frá HÍ. Meistarapróf í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá HÍ. Ferill: Aðstoð við skrif á bók Jóns Gnarr, Sjóræninginn. Einn handritshöfunda sjónvarps- þáttanna Borgarstjórinn sem nú eru í vinnslu. Meðhöfundur bókar Jóns Gnarr, Útlaginn. Ritstjóri dagskrársviðs 365. kafinn í starfi sínu sem borgarstjóri í Reykjavík en var um leið að vinna að annarri bókinni um æsku sína, Sjóræningjanum. Hann var að leita að manneskju til að aðstoða sig við að slá inn hugmyndir og texta fyrir bókina og úr varð að þau Hrefna voru leidd saman. „Þau smullu svona rosalega vel saman, þó ólík séu. Þau höfðu greinilega mikla ánægju hvort af öðru,“ segir einn viðmælenda. Hrefna aðstoðaði Jón við skrif á Sjóræningjanum og síðan þá hafa þau unnið saman. Hún er með hon- um í handritshöfundateymi fyrir sjónvarpsþættina Borgarstjórinn og hjálpaði honum við skrif á þriðju sjálfsævisögulegu bókinni sem kom út á dögunum, Útlaganum. Öfugt við fyrri bókina er Hrefnu getið á titilsíðunni. Útlaginn er skrifaður „í samstarfi við“ Hrefnu. Hrefna ferðaðist meðal annars út til Banda- ríkjanna til að skrifa með Jóni þeg- ar hann dvaldist í Houston í Texas fyrripart ársins. „Hún hefur reynst Jóni Gnarr al- gjör happafengur, hún sér um að balansera hann. Hann er með ríkt hugmyndaflug og fer í allar áttir en hún sér um að stýra hlutunum í skapandi og skynsamlegan farveg,“ segir samstarfsmaður þeirra beggja sem telur samstarf þeirra hafa verið gæfuspor – fyrir þau bæði. „Hún er harðdugleg og ákveð- in,“ segir annar samstarfsmaður Hrefnu. „Hún er skipulögð og alltaf vel undirbúin. Hún hefur sínar skoð- anir en hlustar líka á aðra og tekur nýjum hugmyndum mjög vel. Þetta er snjöll kona og með bein í nefinu.“ Fólk sem hefur umgengist Hrefnu Lind segir að það geti tekið tíma fyrir hana að opna sig á nýjum stað, hún sé ekkert að blása út við fólk sem hún ekki þekkir. Hins veg- ar sé hún mjög opin fyrir öllu spjalli þegar fólk er farið að kynnast. Þannig er þessu farið á nýjum vinnustað hennar, 365 miðlum, þar sem hún hóf störf í síðustu viku. „Hún lítur út fyrir að vera bæði almennileg og klár og býður af sér mjög góðan þokka,“ sagði einn starfsmaður þar á bæ. Hrefna deilir skrifstofu með Jóni Gnarr og stýrir nýstofnaðri hand- ritadeild fyrirtækisins. Ætlunin mun vera að auka framleiðslu á íslensku gæðasjónvarpsefni og starf Hrefnu felst í gæðastjórnun – að halda utan um alla þræði þar. Reyndar virðist enginn vita ná- kvæmlega hvað í starfi Hrefnu á að felast. Jón Gnarr tilkynnti á fundi að þau hafi unnið lengi saman og síðan þá hefur verið unnið að mótun þess- arar nýju deildar með tilheyrandi fundahöldum. Ljóst má þó vera að Hrefnu er ætlað lykilhlutverk við hlið Jóns Gnarr. Uppgangur henn- ar frá því að sitja á skólabekk fyrir nokkrum árum og vera nú komin í háa stöðu í stærsta fjölmiðlafyrir- tæki landsins er því afar athyglis- verður. Fólk sem Fréttatíminn ræddi við lagði allt áherslu á hversu vel þau Hrefna og Jón nái saman. „Það skilja hvort annað mjög vel og hafa myndað náin og góð tengsl. Það er mjög gott fyrir fólk eins og Jón að hafa manneskju eins og Hrefnu í kringum sig – mann- eskju sem þeir treysta. Hún er al- gjör kjarnorkukona.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 14 nærmynd Helgin 13.-15. nóvember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.