Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 20
Man ekki eftir því að
hafa orðið fullorðinn
Skyndilegt dauðsfall náins vinar fékk sjómanninn Arnór Sveinsson til að taka líf sitt til endurskoð-
unar. Hann fór í sjálfsskoðun til Tælands þar sem hann kynntist hugleiðslu og jóga og í dag vinnur
Arnór sem jógakennari. Hann segir mikilvægt að kenna börnum jóga, því þau séu undir miklu
álagi ekki síður en foreldrarnir.
M ér leið alltaf mjög vel á sjónum og var alls ekkert búinn að fá nóg af honum
þegar ég ákvað að hætta,“ segir
Arnór Sveinsson, jógakennari og
fyrrverandi sjómaður. „Ég komst á
sjóinn sem messi, aðstoðarmaður
kokksins, en eftir eitt ár komst
ég svo upp á dekk og varð háseti.
Ég var svo sem ekki mikið að spá
í framtíðina á þessum tíma. Mest
allur tíminn fór í að hanga með
vinunum og djamma svo það var
fínt að vera á sjónum þar sem ég
gat halað inn pening,“ segir Arnór
sem leið það vel á sjónum að hann
ætlaði aldrei að vinna í landi.
Áfallið sem breytti lífinu
Arnór hafði unnið á sjónum í 9 ár
þegar áhöfnin fór saman í skemmt-
ferð til Riga. Með í för var öll
áhöfnin, þar á meðal frændi Arnórs
og einn hans bestu vina. „Við
fórum reglulega í skemmtiferðir
saman og þá var oftast dálítið rugl
á okkur. Fyrsta kvöldið þarna úti
höfðum við verið að djamma í bæn-
um en Árni Freyr skilaði sér ekki
heim um nóttina. Svo fékk ég þær
fréttir daginn eftir að hann hafi
fundist látinn inni í spennistöð. Það
veit enginn hvernig hans komst
þar inn eða hvað hann var að gera
þar. Árni Freyr var mikill gleðigjafi
sem hafði þann mikla hæfileika að
sjá alltaf jákvæðu hlið hlutanna.
Við höfðum unnið saman í mörg ár
og það var auðvitað mikið áfall að
missa hann. Ég hef alltaf verið and-
lega þenkjandi og þarna vöknuðu
margar spurningar. Ég fór líka að
hugsa um það hvort ég væri á réttri
braut, um hvað þetta líf eiginlega
snerist og hvort það væri ekki eitt-
hvað meira en þetta. Allar þessar
klassísku spurningar sem fólk spyr
sjálft sig þegar það lendir í áföllum.
Og mín niðurstaða var sú að þetta
líf sem ég lifði var í raun algjör
rútína sem gaf mér ekki neitt.“
Í sjálfsskoðun í Tælandi
„Austurlensk fræði og bardagaí-
þróttir hafa alltaf heillað mig og
það fyrsta sem mér datt í hug var
að ferðast til Tælands. Það er svo
auðvelt að sleppa taki á öllu þegar
svona hlutir koma fyrir mann,“
segir Arnór sem setti sig í sam-
band við náunga í Tælandi sem var
að setja á fót hugleiðslu-miðstöð.
„Hann var að starta hálfgerðu hug-
leiðslu-samfélagi en þegar ég kom
út sá ég að þetta var eitthvað allt
annað en það sem ég hafði búist
við. Þetta var allt mjög „agressívt“,
aðferðir við að hugleiða sem hent-
uðu mér alls ekki og mér bara leið
ekki vel þarna. Kannski sérstak-
lega vegna þess að ég hafði búist
við öðru, en það er það sem maður
lærir svo vel á í jóganu, hvað vænt-
ingar geta þvælst fyrir manni.“
Arnór ákvað því að halda ferð
sinni um Tæland áfram og örlögin
höguðu því þannig að leiðir hans
og búddamúnks, sem kenndi hug-
leiðslu í litlu fjallaþorpi, mættust.
„Það góða við að vera einn á ferða-
lagi er að þá koma hlutirnir bara til
manns því maður er svo opinn og
móttækilegur. Þessi munkur var í
raun fyrsti alvöru kennarinn minn.
Ég var hjá honum i heilan mánuð
að hugleiða og fór svo aftur heim
á sjóinn en stoppaði stutt á Íslandi
því mig langaði strax út til hans
aftur. Í seinna skiptið sem ég fór
út féll ég loks algjörlega fyrir bæði
hugleiðslu og jóga. Jóga er svo
ótrúlega góð leið til að vinna með
sjálfan sig og til að tengjast sálinni.
Um leið og þú ferð að stunda hug-
leiðslu í gegnum jóga þá smátt og
smátt fer allt sem maður þarf ekki
í lífinu að tínast af manni. Það var
engin meðvituð ákvörðun hjá mér
að breyta lífsstílnum, það bara
gerðist.“
Mikilvægt að kenna börnum
jóga
Eftr að Arnór kom aftur til Íslands
árið 2012 hefur hann kennt jóga á
hinum ýmsu stöðum en að kenna
börnum jóga finnst honum einna
mest gefandi. „Að kenna krökkum
jóga var ekki eitthvað sem ég
stefndi á en sé núna að þetta er
eitt af því sem mér var ætlað að
gera. Svo hef ég líka komist að því
hvað það er gífurlega mikil þörf á
þessu í kerfinu. Ég var svo hepp-
inn að fá vinnu við að kenna jóga
í Álftanesskóla þar sem ég kenni
líka krakka-jóga alla eftirmið-
daga. Börn þurfa svo mikið á jóga
að halda. Ekki síst í dag því þau
eru tengd allan daginn, ef það er
ekki snjallsíminn þá er það tölvan,
sjónvarpið eða spjaldtölvan. Jóga
hjálpar þeim að slaka á, jarðtengja
sig og ná jafnvægi. Það losar þau
líka undan áreiti dagsins því börn
eru oft undir mikilli streitu, ekki
síður en fullorðnir. Allt þetta áreiti
dregur úr orku en jóga er leið til að
safna orku. Það ræktar sjálfstraust
og jákvæðni og eykur meðvitund
um hollt mataræði. Jóga kennir
okkur líka að við erum ekki öll
eins né með sömu væntingar og að
það er í lagi. Það veitir mér mikla
ánægju að geta plantað jógafræum
hér og þar og vona að ég geti verið
hvatning fyrir aðra að gera slíkt
hið sama, hvort sem það eru börn
eða fullorðnir. Annars held ég að
við séum öll börn. Ég man allavega
ekki eftir hafa orðið fullorðinn einn
daginn.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Arnór og leiðbeinandi hans í Tælandi. Arnór stendur fyrir jógahelgi í Bláfjöllum dagana 13.-15. nóvember. Hægt er að skrá sig á
facebook-síðu eða á póstfanginu: yogaraes@gmail.com. „Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til slíta sig frá áreiti hversdagslífs-
ins, fara inn á við, tengjast kjarna sínum og njóti augnabliksins í friðsamlegu rými.“
Arnór Sveinsson fann sína leið í lífinu eftir mikla sjálfsskoðun í Tælandi þar sem
hann kynntist hugleiðslu og jóga.
Spænskir dagar í Kringlunni
FÖSTUDAGINN 13. NÓVEMBER OG LAUGARDAGINN 14. NÓVEMBER
Nú er rétti tíminn til að skipuleggja
draumaferðina til Spánar. Verið
velkomin og kynnið ykkur allt það
sem Spánn hefur upp á að bjóða.
20 viðtal Helgin 13.-15. nóvember 2015