Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 13.11.2015, Qupperneq 22
Síðustu þrjú ár hafa karlar hlotið verðlaunin og tölu- verður kurr er kominn upp í kvenna- hópum, sem þykir komin pungalykt af verð- laununum. T ilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna verða tilkynntar í byrjun desember og bókmenntaáhuga- fólk er farið að velta upp hug- myndum um hver sé líklegur til að hljóta þau eftir áramótin. Ólíkt því sem verið hefur tvö undanfar- in ár er enginn augljós kandídat í flokki fagurbókmennta en margir hallast að því að Hundadagar Einars Más Guðmundssonar séu líklegasti kosturinn. Einar Már hefur aldrei hlotið Íslensku bók- menntaverðlaunin – ótrúlegt en satt og bók hans Englar alheims- ins, sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1995, var ekki einu sinni tilnefnd til þeirra, sem þykir einn alalvarlegasti skandall í sögu verðlaunanna. Það er því mál manna að kom- inn sé tími til að sýna Einari Má verðskuldaðan sóma, auk þess sem Hundadagar þykja ein besta skáldsagan á vertíðinni. Komin pungalykt af verðlaun- unum Málið er þó engan veginn svona einfalt. Síðustu þrjú ár hafa karlar hlotið verðlaunin og töluverður kurr er kominn upp í kvennahóp- um, sem þykir komin pungalykt af verðlaununum. Af þeim konum sem bækur eiga á þessari vertíð þykir Linda Vilhjálmsdóttir lík- legust til að hljóta verðlaunin fyrir ljóðabók sína Frelsi, enda er þar á ferðinni ein allra besta ljóðabók síðustu ára og jafnvel hörðustu andfemínistar gætu ekki rökstutt það að kynferði höfundar hefði neitt með málið að gera hlyti hún verðlaunin. Tilfinningarök Þórdís- ar Gísladóttur og skáldsaga Auðar Jónsdóttur, Stóri skjálfti, hafa einnig verið nefndar sem hugsan- legir verðlaunahafar og jafnvel hefur kvisast að fyrsta skáldsaga Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Litlar byltingar, komi sterk inn í slaginn. Skáldættarsaga Þórunn- ar Jörlu Valdimarsdóttur, Stúlka með höfuð, kemur líka vel til greina, spurningin er bara hvort hún verði sett í flokk fagurbók- mennta þar sem um endurminn- ingar er að ræða, því ævisögur hafa yfirleitt verið settar í flokk fræðirita og rita almenns efnis. Minnisbók Sigurðar Pálssonar hlaut þó verðlaunin í flokki fagur- bókmennta árið 2007 þannig að fordæmið er til staðar og ástæðu- laust að strika Þórunni strax út af listanum um þá sem hreppt gætu verðlaunin. Jón Kalman verið hunsaður Annar af stóru karlhöfundunum sem þykir sterklega koma til greina er Jón Kalman Stefánsson, en bók hans Eitthvað á stærð við alheiminn hefur fengið rífandi dóma og jafnvel verið kölluð hans besta verk. Jón hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin og þykir sumum freklega hafa verið gengið framhjá honum af dómnefndum verðlaunanna þar sem engin bókanna í þríleik hans um Strák- Er tími Einars Más kominn? Einn af þeim samkvæmis- leikjum sem bókelskir stunda á jólavertíðinni er að velta fyrir sér hver muni hljóta Ís- lensku bókmenntaverðlaunin sem veitt verða eftir áramótin. Sitt sýnist hverjum, eins og gengur, en tvö nöfn virðist bera hæst í um- ræðunni; Einar Má Guð- mundsson og Lindu Vilhjálms- dóttur. Linda Vilhjálmsdóttir á án efa bestu ljóðabók vertíðarinnar og ætti að margra mati að hljóta verðlaunin. Mörgum hefur þótt súrt að Jón Kalman Stefánsson skuli ekki hafa hlotið verðlaunin fyrir bækurnar í þríleiknum vinsæla og þykir einboðið að hann hljóti þau nú. Mörgum bókmenntaunnandanum þykir einboðið að Einar Már Guðmundsson hljóti verðlaunin að þessu sinni. inn og Plássið hlaut náð fyrir augum nefndanna. Sömuleiðis hafa heyrst þær raddir að skáldævisaga Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í München, verði að minnsta kosti tilnefnd og komi vel til greina sem verðlaunahafi en hann hefur ekki hlotið þau síðan 2001 fyrir Höfund Íslands og þótti mörgum ansi súrt að hann skyldi ekki fá verðlaunin fyrir Konuna við 1000°um árið. Ljóðabók Sjóns, Grás- pörvar og ígulker, hefur ekki farið hátt í umræðu vertíðarinnar en ýms- um finnst hún vera sterkur kandídat í verðlaunakeppninni. Sjón hlaut hins vegar verðlaunin fyrir Mánastein fyrir tveimur árum og því verður að teljast ólíklegt að honum hlotnist þau aftur, hversu góð sem bókin er. Hver það verður veit nú enginn Margar aðrar bækur hafa verið nefndar í umræðunni manna á milli, nöfn Jóns Gnarr og Mikaels Torfasonar verið nefnd og ný skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, Syndarinn, þykir af sumum koma sterklega til greina sem verðlaunahafi. Heimska Eiríks Arnar Norðdahl, sem hlaut verðlaunin 2012 fyrir Illsku, þykir hins vegar ekki lík- leg til að blanda sér í toppbaráttuna en vegir dómnefnda eru órannsakanlegir og engin ástæða til að afskrifa hana strax. Svo eru oft tilnefndar bækur sem enginn af bókmenntaspekúlönt- unum hefur látið sér detta í hug að ætti möguleika, þannig að allt getur gerst og ekkert er öruggt. Hér verður ekki farið út á þann hála ís að velta fyrir sér mögulegum verðlaunahöfum í flokkum Fræðirita og rita almenns efnis eða barnabóka, þótt ýmsir séu þegar farnir að sjá fyrir sér verðlaunagripinn fyrir barnabæk- urnar á arinhillu Gerðar Kristnýjar. Allt kemur þetta í ljós með tímanum, fyrst fáum við að sjá tilnefningarnar í byrjun desember og þá hefst nýr sam- kvæmisleikur; að velta því fyrir sér hver tilnefndra bóka sé líklegust til að hreppa hnossið. Allt er þetta afskap- lega ábyrgðarlaust og ófaglegt en lyftir geðinu í skammdeginu og, það sem mestu skiptir, eykur umræðu um bók- menntir. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is 22 bækur Helgin 13.-15. nóvember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.