Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 24

Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 24
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR E ftir að foreldrar Matthíasar skildu í kjölfar þess að yngsta barn þeirra lést var Matthíasi og Ómari bróður hans komið fyrir hjá ömmu sinni og afa. En einn daginn kemur mamma. Við tökum strax eftir því að hún fer ekki úr kápunni þótt hún eigi að heita komin inn í stofuna hjá ömmu Langholts. Það er býsna óvenjulegt. Hún kastar stuttaralegri kveðju á mömmu sína í prjónastólnum en biður okkur svo að fylgja sér inn í eldhús. Þar setur hún okkur niður á kolla tvo og sest svo sjálf á borðsendann. Það er talsverður asi á henni, en um leið virðist hún vera nokkuð smeyk til augnanna. Og því líður einhver stund. Á meðan horfum við á hana hug- fangnir. Engu andliti höfum við tengst jafn sterkt í lífi okkar. Öll fegurðin ríkir þarna ennþá. En við finnum það strax að ásjónan orkar mun veiklulegri en áður; allt að því mæðulega horfir hún yfir brúnir okkar og enni og kiprar næstum vandræðalega á sér ómálaðar varirnar um stund uns hún segir okkur í hálfum hljóðum að hún sé að flytja með nýja mann- inum til Ameríku. Það er varla að við heyrum hvað hún segir því kápan hefur dregist til á kviðnum þar sem hún situr gegnt okkur bræðrum. Við heyrum ekki neitt sem hún segir, en sjáum þeim mun betur að mamma okkar er ólétt. Ólétt! Heyriði ekki hvað ég segi! Heyr- iði ekkert! Við könnumst vel við röddina. Hún brýnir raustina eins og stundum áður og sveipar um leið að sér kápunni svo við lítum sem snöggvast upp á afsakandi andlit hennar. Það hefur þrútnað af ein- hverjum innibyrgðum efa ... Það getur verið að ég sjái ykkur ekki næstu árin, já örugglega ekki í einhvern tíma, segir hún svo þurr- um rómi að það skrjáfar næstum í hverju orði. Það er sem okkur báðum finn- ist við vera staddir aftur austur í Fagranesi, lokaðir inni í kyrrstæðu tímaglasi og heyrum ekki fyrir bragðið hvað hún er að segja fyrir geðshræringunni. ... ekki næstu árin ... En svo kastar hún aftur kveðju á mömmu sína, kerrir hnakkann og gengur niður tröppurnar. Bróðir minn kemur ekki upp orði og ég raunar ekki heldur, en ég fylgi honum ósjálfrátt eftir niður á gang- stéttina framan við daunillu efna- laugina þar sem við horfum á eftir mömmu okkar ganga rösklega út í biðskýli. Þegar strætó kemur niður göt- una hlaupum við hugsunarlaust af stað. En við erum of seinir. Hún snarar sér upp í vagninn sem heldur strax af stað út á Lang- holtsveginn á sívaxandi hraða, en við tökum á rás, reynum að hlaupa eitthvað áleiðis ... Mamma! Mamma! Við öskrum þessi orð af öllum okkar lífs og sálar kröftum. Það er eins og við séum komnir aftur á litlu þríhjólin okkar austur við Hólmsá en finnum ekki fótstigin. Mamma! Mamma! Og vagninn hverfur fyrir horn. Eftir stendur Esjan úti á móskuleg- um Sundunum, áþekk skvapholda skessu sem rekur kryppuna upp í loft. Hún hefur aldrei verið jafn ljót. Morðingi og forseti Þegar æskuárunum lauk flutti Matthías til Bandaríkjanna. Óþolið og ævintýraþráin var mikil og fór hann víða um heim. Á tímabili bjó hann ásamt þáverandi eiginkonu sinni Cathy á Havaí þar sem Cathy starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Á vinnustaðnum hennar kynnist Frá Langholtsvegi í glæpahverfi Springfield Í Munaðarleysingjanum segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sögu Matthíasar Bergssonar. Lífssaga Matthíasar spannar allt frá dvöl á munaðarleysingjaheimili í Reykjavík á sjötta áratugnum til hörkulegrar herþjálfunar fyrir stríðið í Víetnam og daglegs lífs í glæpahverfi í miðríkjum Bandaríkjanna. Í veraldarvolkinu tókst Matthías á við ótrúlegustu verkefni en sökk að lokum til botns í óreglu, niðurlægingu og eymd. Honum tókst að rífa sig upp úr ömurleikanum og tók stefnuna heim til Íslands – þar sem hann vissi af æskuástinni sinni. ég ótal mörgu fólki af allra þjóða uppruna, ekki síst þegar starfsfólk- ið gerir sér dagamun og slær upp heljarinnar veislu niðri á strönd og grefur villisvín í glóðarfyllta jörðu og etur taró-rótina með fingrum sínum eins og siður er á eynni. Þessi þjóðarréttur, sem loau heitir, er merkilegur fyrir þær sakir að hans er alltaf neytt á eins árs afmæli barnanna á Havaí, en það þykir vera merkilegasti afmælis- dagurinn í lífi eyjarskeggja, enda til marks um að barnið muni lifa frumbernskuna af, sem hefur víst ekki alltaf verið sjálfgefið í áranna rás. Mér verður litið á gildnandi kviðinn á Cathy minni þegar við stýfum þennan undurgóða rétt úr hnefa í fjörunni fyrir neðan Kailua- bæ, en til borðs með okkur eru hjón sem við eigum eftir að kynn- ast nokkuð næstu mánuðina þótt óneitanlega séu þau jafn sérstök í útliti og þau virðast undarleg í háttum; konan mjög fálát og þögul en svo nauðalík henni Yoko Ono að mann rekur nánast í rogastans að sitja þétt við hliðina á henni. En hún gefur okkur aldrei upp nafn sitt, ólíkt manni hennar sem sleppir ekki hendinni af konu sinni og virðist vera álíka afbrýðisamur í sál sinni og hann er flóttalegur til augnanna. Hann kveðst heita Mark David Chapman, er jafnaldri okkar Cathyar og starfar þessi árin sem aðstoðarmaður hjúkrunarkvenn- anna inni á spítalanum í bænum á milli þess sem hann liggur heima í einhverri ólukkulegri depurð og hugsýki sem okkur Cathy er sagt að angri hann af og til. Réttu ári seinna fréttum við af honum í New York. Og raunar heimsbyggðin öll. Hann myrðir John Lennon fyrir utan Dakota- bygginguna á Manhattan. Eftir stendur Yoko Ono, ekkja á fimm- tugsaldri. (…) Í íbúðinni við hliðina á okkur búa roskin hjón að nafni Madelyn og Stanley ásamt fjölskyldu sinni sem reynist okkur einstaklega vel, enda allt saman vandað fólk og vel innrætt. Það á eftir að láta að sér kveða í heimsmálunum, einkum og sér í lagi þetta tvítuga barnabarn þeirra sem við sjáum stundum bregða fyrir á ganginum þótt það sé komið í framhaldsnám í Los Angeles þegar hér er komið sögu. Þetta er mjósleginn strákur með stórt og mikið bros og einnig svo fagurlega gullna húð að við bleika fólkið getum ekki annað en öfundað hann undir sterkri sólu Kyrrahafsins. Hann heitir Barack Obama. Bræður í glæpahverfi Þegar Ómar, bróðir Matthíasar, veikist alvarlega flytur Matthías til hans til Springfield, Missouri til að annast um hann. Þar átti Matthías eftir að búa í mörg ár með sjúkum bróður sínum í ömurlegum veruleika. Það gerist stundum úti á rúmsjó þegar maður fellur fyrir borð að sá sem kastar sér á eftir honum dregst með honum niður í djúpið. Þá hefur sá sem á undan fór læst sig svo kirfilega um skrokkinn á bjargvætti sínum að hann getur hvorki hjálpað sjálfum sér né hinum. Á þennan veg líður mér þegar tímar líða fram í litla húsinu okkar Ómars í glæpahverfinu í Springfield. Mér finnst ég vera að drukkna í örmunum á bróður mínum. Ég hef enga fasta vinnu svo árum skiptir. Hangi mestan part í ein- hverju reiðileysi heima hjá Ómari sem er sífellt staðráðnari í að drepa sig á drykkju og dópi. Ég kemst þó á stundum í einhver tímabundin verkefni í og við borgina, vinn um tíma í stóru kalkúnasláturhúsi, sem er ekkert annað en ömurleg færibandsvinna, þríf á tímabili gólf- teppi að næturlagi hjá virðulegri veitingahúsakeðju, sem fyllir mig friði um hríð, eða tek að mér að reisa burðarvirki fyrir hlöður úti í sveitunum í kring með einum vina Ómars, Steve karlinum Bench, sem er í mínum augum bandaríska útgáfan af Steini í Vatnagarði, vinnusamur, vænn og geðgóður þótt hann reyki svera vindla í stað- inn fyrir stertinn. En smám saman fækkar þessum verkefnum. Og ég dregst einhvern veginn meira inn í sollinn í kring- um 1214 Johnston Avenue. Ég mara að því er virðist í hálfu kafi. Og á mér tæpast bjargarvon. Skrautlegir félagar Kannski er það uppgjöf Ómars sem veldur þessu vonleysi mínu. Ef til vill er það skyndilegur móðurmiss- irinn sem dregur smám saman úr mér máttinn. Og hugsanlega finnst mér ég hafa að einhverju leyti tap- að fyrir sjálfum mér eftir að upp úr sambandi okkar Cathyar slitnaði. Ég er eins og hvert annað rekald – og kunningjahópurinn er ef til vill til marks um það hvað ég hef hrakist langt af leið. Allt það mikla persónugallerí er í sannleika sagt með miklum ólíkindum. Þríbura- bræðurnir Tony, Ed og Jessy fara þar fremstir í flokki, fæddir af- brotamenn og fingralangir með afbrigðum, undarlega tómir til and- litsins, slánalegir í vexti og tala það óskiljanlegasta hrognamál sem ég hef heyrt á allri minni ævi, hafa að sögn aldrei gengið í skóla og eru svo stoltir af því að þeir tönnlast á því í hvert sinn sem þeir finna ekki hugsunum sínum orð – og það gerist iðulega. Þríburarnir eru eins og drjúgur hluti íbúanna í Missouri, af þriðju kynslóð atvinnuleysingja sem líta á fangelsin öll í fylkinu sem hvern annan húsakost og eru í rauninni ekki alveg vissir um það hvorum megin tukthúsveggjanna þeim líður betur. Utan þeirra sérhæfa þeir sig í að stela loftpúðum úr bíl- um og er þar komin eina fagþekk- ing þeirra í lífinu. Þeir vita sem er að nýir púðar eru ekki ókeypis heldur kosta upp undir þúsund dali stykkið – og með því að rupla svona fjórum eða fimm á dag eru þeir nokkuð öruggir með að hafa að kveldi eina 200 dali hver í rass- vasanum. Þá er slegið upp veislu í bakgarðinum í Johnston Avenue og drukkið ótæpilega af einhverjum iðnaðarbjór milli þess sem nagað er utan af heilu haugunum af vel grilluðum rifjum. Ef ég sé þeim ekki bregða fyrir í dágóðan tíma í hverfinu þykist ég vita að þeir séu aftur komnir í steininn sem er þeirra annað heim- ili í lífinu. En þá dúkka jafnan upp einhverjir aðrir gaurar á borð við feðgana Harris og Trevor sem eru öllu afkastameiri þjófar en hinir vitgrönnu og flónsku þríburar. Feðgarnir eru eins klárir og þeir eru útsjónarsamir við að verða sér úti um hráefni í eiturlyfjafram- leiðslu sína. Ef þeir stíga fæti inn á heimili okkar Ómars er vitað mál að þeir stinga inn á sig öllum þeim töflum sem þeir koma auga á, en aðalstarfinn er þó úti í verslunar- hverfunum þar sem fagþekking þeirra nýtur sín hvað best, enda er sérgrein þeirra að hnupla kveftöfl- um úr hillum apótekanna eða lyfja- deildum matvörubúðanna, en þær eru að sögn eitthvert besta stöffið í þeirra hættulega en gróðavænlega heimilisiðnaði. Í herþjálfun fyrir Víetnam 1969. Á stangveiðum við Havaí 1978. Matthías árið 2012, eftir dvölina í Springfield Missouri. 24 bækur Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.