Fréttatíminn - 13.11.2015, Qupperneq 26
Við erum ekki
enn komin heim
að brennu
Jólasýning Borgarleikhússins í ár er Njála. Leikrit sem byggt
er á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njálssögu.
Leikgerðin er í höndum þeirra Mikaels Torfasonar og Þorleifs
Arnarssonar sem einnig leikstýrir. Þorleifur er vanur því að fara
sínar eigin leiðir og mikil leynd hvílir yfir því hvaða leikari leikur
hvaða hlutverk í sýningunni, og þá sérstaklega hver muni fara
með titilhlutverkið, Njál. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona fer
með eitt hlutverka sýningarinnar og viðurkennir hún að hún sé
búin að lesa mikið og læra texta Njáls. Hún segist þó ekki alveg
vera viss ennþá hvort hún muni túlka hann á endanum.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá veit ég samt ekki hvert við munum fara á næstu vikum fram að frumsýningu. Það er samt
traust. Það er gagnkvæm virðing. Það er hugmyndaflug og vilji til þess að kanna þessar lendur. Það eru þvílík forréttindi að
vinna með öllu þessu frábæra fólki. Það mundi gleðja mig mjög ef ég fengi að halda áfram að vinna með textann hans Njáls.“
Ljósmynd/Hari
E nn sem komið er, hef ég ver-ið að fást svolítið við hann Njál. Ég fer ekkert í grafgöt-
ur með það. En það er alveg skýrt
að það getur breyst, alveg fram að
frumsýningu,“ segir Brynhildur
Guðjónsdóttir leikkona. „Þann-
ig leikstýrir Þorleifur. Núna erum
við búin að æfa í tvær vikur og það
hefur verið algerlega stórkostlegt.
Hans vinnuaðferð er mjög opin fyrir
okkur, en hún er lokuð fyrir hon-
um. Í þeim skilningi að hann veit
hvað hann vill,“ segir hún. „Hann
ýtir okkur mjög langt og það er
mjög mikið frelsi. Ég veit ekkert
hvað gerist næst. Það er svo mikið
traust og gagnkvæm virðing að við
getum ekki annað en farið alla leið
í þessari vinnu. Þetta er líka alveg
rosalega erfitt. Brjálæðislega mikill
texti,“ segir hún. „Ég hef bæði feng-
ist við Eglu og Laxdælu og þetta er
miklu erfiðara. Það eru svo miklar
lagaflækjur og það sem mér finnst
svo áhugavert við þessa sögu er
hvað hún er miklu karllægari í allri
byggingu. Hún minnir um margt á
réttardrama. Atburður gerist og svo
er dæmt í málinu. Réttarkerfið var
vissulega annað á þjóðveldisöld en
það sem við þekkjum í dag, og það
er bara svo gaman að skoða þetta,“
segir Brynhildur. „Við erum ekki
kominn á þann stað að tímasetja
þetta verk. Það er enginn með GSM
síma í sýningunni, en um leið er
heldur enginn með sverð og skjöld.
Nema kannski stundum,“ segir hún
sposk.
Ein af þjóðargersemunum
„Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli
er fullkomlega passífur karakt-
er,“ segir Brynhildur. „Hann gerir
aldrei neitt, segir ekki neitt, nema
hann sé inntur álits og þurfi að leysa
einhverja flækju. Hann er aldrei
hvatinn að neinu í sögunni. Ef mað-
ur skoðar hvert sé aðalhlutverkið í
sögunni þá sér maður Hallgerði og
um leið hinar konurnar í sögunni,“
segir hún. „Eins og Unnur Marðar-
dóttir sem þarf að láta sækja fyrir
sig fé og setur frænda sinn, Gunn-
ar Hámundarson, af stað, sem er
líka hetja í sögunni. Skarphéðinn
er einnig mjög aktífur karakter í
þessu öllu og svo Kári Sölmundar-
son sem er sá allra flottasti. Ef menn
væru að keppast um þessi hlutverk
erlendis þá held ég að fáir myndu
rétta upp hönd og velja Njál,“ segir
Brynhildur.
„Vinnuferlið er þannig að þetta
er mjög stór hópur, sem spannar
alveg frá yngstu leikurum Borgar-
leikhússins til þeirra sem mesta
reynslu hafa í húsinu,“ segir hún.
„Við erum líka með dansara úr Ís-
lenska dansflokknum. Þarna mun
koma inn karlakór á seinni stigum.
Árni Heiðar píanóleikari er með
okkur í þessu. Sunneva búninga-
hönnuður og Ilmur leikmyndahönn-
uður eru mjög aktífir þátttakend-
ur í vinnunni ásamt öllum hinum.
Það sem Þorleifur gerir, er að hann
skiptir okkur upp í hópa og sendir
okkur út til þess að vinna ákveðinn
part. Þegar við komum til baka þá
sjáum við hvernig hver hópur vann
hvern part,“ segir hún. „Í svoleiðis
vinnu er ekkert ákveðið hver leikur
hvern. Það bara gerist. Stundum
tekur maður bara að sér það hlut-
verk sem hendi er næst. Frelsið
er líka fólgið í því hvað við erum
að grautast mikið með þetta. Um
daginn voru allir karlleikararnir að
leika Gunnar og allar konurnar voru
að leika Hallgerði. Það er gaman.
Það mun alveg pottþétt vera þannig
að karakterarnir geta verið marg-
faldir upp að vissu marki. Gunnar
mun hafa sig í frammi fimmfaldur.
Ímynd Hallgerðar mun líka koma
sterkt fram. Bergþóru er líka lýst
sem dreng góðum. Hvað þýðir það?
Er það Jói Sig? Ég veit það ekki. Við
erum þó mjög vakandi fyrir því að
þetta er þjóðargersemi og saga okk-
ar Íslendinga,“ segir Brynhildur.
Mikið traust og virðing innan
hópsins
Brynhildur segir að leikgerðin sé
unnin upp úr Njálssögu en um leið
séu nýjar slóðir fetaðar. Hún er ekki
hrædd um viðbrögð leikhúsgesta
sem margir hverjir séu vanafastir
í sínum skoðunum, sér í lagi hvað
varðar Íslendingasögurnar. „Það
segir sig auðvitað sjálft að við erum
ekki að fara að leika þessa hundr-
að þúsund orða bók,“ segir hún.
„Mikael og Þorvaldur hafa því gert
þessa leikgerð og það er þeirra að
vera þetta utanaðkomandi auga og
gera þetta skiljanlegt. Líka fyrir
þann sem aldrei hefur lesið Njálu.
Það er þó klárt mál að hver og einn
áhorfandi mun upplifa þetta á sinn
hátt. Leikhús er þannig að þú átt
ekki að þurfa að þekkja efnið áður
en þú kemur. Þú átt að geta sest í
salinn og horft á sögu, hver sem
hún er,“ segir hún. „Sá sem er bú-
inn að gera mjög djúpar rannsóknir
á Njálu mun upplifa hlutina á annan
hátt, og kannski sakna einhvers,
en hann mun kannski í staðinn fá
einhverja upplifun á einhverju sem
hann þekkir, og skoða svo á annan
hátt.
Nú erum við nokkur í þessum
hópi sem höfum skoðað þessar
sögur áður,“ segir Brynhildur. „Ég
sagði t.a.m. sögu Þorgerðar Brák-
ar. Konu sem um voru ritaðar ellefu
línur í Egilssögu. Úr varð tveggja
tíma leikrit, óhjákvæmilega út frá
sjónarhorni konu því það var mín
túlkun. Það er svo áhugavert að sjá
að ég túlka kannski einhvern hlut á
allt annan hátt en nýútskrifuð koll-
ega mín, eða dansari úr dansflokkn-
um. Það er það sem er svo gaman í
þessu. Jóhann Sigurðarson er með
sína sýn á þessum hlutum. Sigrún
Edda Björnsdóttir svo með allt aðra.
Svo uppgötvum við allskonar hluti í
sameiningu. Við erum samt komin
svo stutt á veg ennþá. Við erum ekki
einu sinni komin heim að brennu,“
segir Brynhildur.
„Þetta verður stór og mikil sýn-
ing. Ef ég á að vera alveg hrein-
skilin þá veit ég samt ekki hvert við
munum fara á næstu vikum fram
að frumsýningu. En það er traust.
Það er gagnkvæm virðing. Það er
hugmyndaflug og vilji til þess að
kanna þessar lendur. Það eru þvílík
forréttindi að vinna með öllu þessu
frábæra fólki. Það mundi gleðja mig
mjög ef ég fengi að halda áfram að
vinna með textann hans Njáls,“
segir Brynhildur með leyndardóms-
fullu augnaráði.
Fer í trans með Piaf
Edith Piaf hefur verið samferða
Brynhildi um árabil. Hún lék söng-
konuna í söngleik eftir Sigurð Páls-
son í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmum
áratug og nú í desember ætlar Bryn-
hildur að fagna aldarafmæli söng-
konunnar með tónleikum í Hörpu.
Hún segir tónlistina og sönginn
vera mikla slökun fyrir sig og á
auðvelt með að kúpla sig úr Njálu til
þess að túlka tónlist söngkonunnar
frönsku.
„Þetta fer ákaflega vel saman,“
segir hún. „Maður kemur dauð-
þreyttur af æfingum á Njálu, bæði
líkamlega og jafnvel meira andlega.
Þess vegna er æðislegt að fá aukið
andrými með því að syngja Edith
Piaf. Tónleikarnir verða þann 19.
desember sem er um sama leyti og
ég er á hápunkti æfingaferlisins á
Njálu og ég ætla að nota þetta sem
fullkomna slökun,“ segir hún. „Ég
veit það og trúi því, því ég og mín
Edith Piaf höfum verið svolítið eitt
síðustu tíu ár og ég næ slökun í
þessari tónlist. Þetta er líka bara
gleðistund. Við erum ekki þarna
til þess að vinna neina bikara. Við
ætlum að heiðra bæði hana og Sig-
urð Pálsson, höfund leikritsins sem
fagnar 40 ára rithöfundarafmæli um
þessar mundir. Við verðum með sjö
manna hljómsveit undir stjórn Jó-
hanns G. Jóhannssonar sem situr
sveittur við útsetningar þessa dag-
ana. Það er rosalega mikil tilhlökk-
un og þetta verður stórkostlegt. Það
er bara að röddin haldist. Ég fer í
einhverskonar trans þegar ég syng
Edith Piaf. Ég fer eitthvert annað,
en er þó ég,“ segir Brynhildur Guð-
jónsdóttir leikkona.
Njála verður frumsýnd í Borgar-
leikhúsinu 30. desember. 100 ára af-
mæli Edith Piaf verður í Hörpu þann
19.desember.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is
Skemmtieg og spennandi
jóladagatöl frá LEGO
4718kr
4718kr
7198kr
26 viðtal Helgin 13.-15. nóvember 2015