Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 36

Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 36
Snúa aftur með hátíðartónleika á áramótunum í Norðurljósasal Hörpu og í Hofi á Akureyri Einstök jólagjöf – tryggið ykkur miða strax á harpa.is og mak.is FORMÁLI Multa renascentur quae iam cecidere, cadentque quae nunc sunt in honore uocabula Mörg orð, þau er nú eru fallin, munu endurfæðast, og þau orð falla, sem nú eru í áliti (Hóras, Um skáldskaparlistina, þýð. Gísli Magnússon og Jón Þorkelsson, 1886) Þessi bók, sem ég hef valið að kalla íslenzkt fornrit, hefur að geyma Ís- lendingasögu sem ber nafnið Geir- mundar saga heljarskinns. Ástæð- ur þess að sagan hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings eru brotakennd varðveisla og viss and- úð sem fylgt hefur sögunni frá upp- hafi vega. Samkvæmt afritara sög- unnar snemma á 15. öld, Magnúsi presti Þórhallssyni, er sagan rituð af Brandi príor hinum fróða Hall- dórssyni á 12. öld. Þá er það stór- eignafólkið Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) og Þorleifur Árnason sem kaupir Magnús til að afrita söguna, og samkvæmt Magn- úsi er uppskrift hans gerð beint eft- ir frumriti Brands frá 12. öld. Við vitum ekki hvort sú bók Brands er enn til, og mun það allvafasamt að vona. Hitt er ljóst að uppskrift Magnúsar Þórhallssonar mun hafa verið til í einkaeign um eða upp úr 1940. Þá fær maður að nafni Svanur Kjerúlf aðgang að því handriti og afritar það, eins og hann segir sjálf- ur á sínum beisku formálablöðum, «sökum ættartengsla við eigendur þess». Samkvæmt Svani Kjerúlf var hér um skinn- eða pergamentbók að ræða. (...) § 5. List og lífsskoðanir Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undir trúnaði mínum. (Jón Helga- son, Til höfundar Hungurvöku) Að mörgu leyti svipar Geir- mundar sögu til annarra Íslend- ingasagna. Við greinum hið klass- íska form og eygjum klassísk gildi. Flestar persónur eru leiddar fram fyrir lesanda og dregnar fáum og skýrum og að því er virðist óum- breytanlegum dráttum. Fyrirboð- ar birtast í draumi og veruleika. Forspáir spekingar sjá hvert stefn- ir. Ófreskir vara við. Vítahringur hefnda og barátta sæmdar og van- sæmdar. Forlagatrú, gæfa og ógæfa. Hitt mætti dvelja meir við, sem ekki svipar til annarra sagna, þar sem Brandur bindur ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir í þess- ari bókmenntagrein. Sú skýring hefur komið fram að hann sé að ryðja nýju formi braut, og því þreifar hann um kima og beitir efnistökum sem seinni tíma menn urðu sam- huga um að láta kyrr liggja. Hitt er jafn ljóst að það er sérlundaður maður sem ritar. Hvar einu sleppir og annað tekur við er ekki auðvelt að festa hönd á. Fyrst ber að líta á grunnsöguna, hreyfiafl hennar og meginstraum. Í Geirmundar sögu er Ísland í hlut- verki einskonar gullnámu, ver- stöðvar sem menn brjóta undir sig til þess eins að auðgast, en ætla síðan að láta sig hverfa um leið og föngin þrýtur. Þetta er greinilega sú hugsun Geirmundar sem Brandur miðlar, hann notar auðlindir Íslands til að auðgast, byggja upp her og bandalög við stórmenni. Ein og sér getur grunnsaga þessi komist langt í að skýra andúðina í garð Geir- mundar og Brands hjá seinni tíðar mönnum. Þetta er andþjóðernisleg saga, þetta er ófagurt upphaf. Þeg- ar við bætast sagnir af ofveiði og því sem kalla mætti rányrkju, hinu algera yfirræði Geirmundar yfir öðrum og þrælasögur með kámug- um veruleikablæ þarf ekki frekari vitnanna við. Upphafsmýta Íslands snerist um það að hér hefði í upp- hafi vega ríkt einskonar jafnræði sjálfstæðra höfðingja sem vildu lifa frjálsir undan konungsvaldi, og með fáa sem enga þræla strituðu þeir í sveita síns andlitis á sínum bæ að landbúnaði. Það má gerlega skilja afstöðu miðaldamanna. Ekki er við þá að sakast. Innan úr Geirmundar sögu: XXXV. KAPÍTULI (...) Þá segja menn at Geirmundr væri eigi við alþýðuskap. Er hann reidd- ist var sem allir menn missti mátt ok yrði lamir er nær váru. Sumir sögðu hann eigi mann einhaman, ok hefði hann numit ýmissa forn- eskju af þeim Björmum frændum sínum. Alla setti hljóða er hann kom til, ok biðu þess at hann mælti, ok þat ætlu vér at með Geirmundi heljarskinn höfu vér Íslendingar ko- mizt næst því at hafa konung í váru landi. En eftir því sem vér kunnum bezt skil, var hann maðr einreikull í hjarta, ok svá stór var hans ein- semð, at eigi varð mælt iálnum eðr vættum, röstum eðr vikum; ein- mani hans var eigi mælanligt í jarð- neskum mælieiningum. Þrándr mjóbeinn sat hér í Flatey fyrstr manna. Hann var maðr spakr at viti, framsýnn ok forvitri nakk- vat, ok hafði mörg vísendi numit af Íslendingasagan sem Ísland vildi ekki Geirmundar saga heljarskinns er ný bók eftir Bergsvein Birgisson. Geirmundar saga er „nýtt íslenzkt fornrit“, Íslendingasagan sem Ísland vildi ekki, segir á kápu. Margir virðast halda að Geirmundar saga sé íslensk þýðing á Svarta víkingnum, sem Bergsveinn gaf út í Noregi árið 2011, en svo mun ekki vera. Þetta er skáldrit, en byggt á sömu sögupersónu: Geirmundi heljar- skinni, sem var sagður ríkastur landnámsmanna á Íslandi. Hér er gripið niður í bókina á nokkrum stöðum. frændum sínum á Ögðum, þeim er hann fylgði í vestrveg. Þrándr var maðr blíðmáll ok vænn yfirlitum, réttnefjaðr ok ennibjartr ok manna spakastr þeira er þá byggðu við Breiðafjörð. Þat var eitt sinn at þat klak kom til eyrna Þrándar at Geir- mundr hafði tekit hugsótt. Fór hann at Geirmundarstöðum við fimmta mann, ok gekk einn inn til bæjar. Tóku þeir tal saman. Geirmundr lá í lokrekkju ok lokan fyrir. Þrándr heilsar honum ok spyrr hversu ferr. Geirmundr svarar: «Þungfleygr skarfrinn í logninu.» Þrándr mælti þá at allt væri segjanda sínum vin. Geirmundr opnar fyrir ok segir: «Áðr gat ek hugsat í þaula hvern hlut ok hverja ráðagjörð svá at ek vissa hvat at skyldi hafast at morni. Nú dvelr eigi hugr við. Þat rinnr hjá ok bítr eigi í. Ok er sem tjörukaðlar vefist um rifjahylkit ok þröngvi at. Hús eru fyllt korni, tunnur barma- fullar af miði ok gnótt slátr á borð- um. Þrælaflokkrinn stórr ok aflar vel ok segl öll þanin. Dóttir fædd ok heil. Ok þó rásar refr í öllu saman. Borurnar eru enn þyrstar en engi fylling finnst. Má vera at ham- ingjur hafi hlaðit skip mín ok aflat oss beina, en eigi má ek finna angr- lausa hvílu ok sorg etr hjarta.» Geir- mundr sté nú úr rekkju, ok sest niðr við langeldinn í enda skálans. Þrándr mjóbeinn spyr: «Hvat mun drauma, frændi?» Geirmundr mælti: «Fátt dreymt. Þó má segja draum einn. Mik dreymði at ek vaknaða hér í skálan- um. Ek var einn í húsi, en ek heyrða konugrát ok gekk til ok fann hana. Sú var firnavæn at sjá ok þó grát- hnípinn. Hon var áþekk konu nökk- urri er ek hefi áðr sét. Þat var fyr löngu síðan er ek var lamðr í man- húsum. Ek brást við reiðr at hon gengi inn um miðja nátt ok gisti hús mín án leyfis. Svá fór at ek rak hana útgrátandi sem stafkerling eðr am- bátt. En þá er ek hratt henni á dyrr kom ægisterk kennd yfir mik sem öldubrot. Ek fann at ek unna kon- unni ok hafða hug til hennar góðan, ok vildi hana aftr taka ok hlýja at. En þat þótti mér, at ek mætti eigi gefa eftir, því mér fannst fólk komit í gættina at nýsast um, ok þá skip- un mátti eigi aftr taka, at ek hafða henni á dyrr vísat. Stóð ek þar í durunum, í drauminum, ok gat mik hvergi hrært svá sem þá er mara treðr mann, ok horfða ek á hana hverfa með grát ok ekka niðr strönd ok sökkvast í fjörðinn. Þá vaknaða ek, ok hefir kona sú fylgt mér í vök- unni æ síðan. Ek leita hennar en fæ hvergi sét.» Þrándr mjóbeinn mælti: «Engi var þat þrælakona, at vér hyggjum.» «Hver kona þá?» spyr Geirmundr. «Þat ætla ek at væri sjálf ham- ingja hjarta þíns er þú rakt á dyrr, frændi,» sagði Þrándr. Bergsveinn Birgisson brá sér í gervi skrifara frá miðöldum. Bókin er mynd- lýst af mynd- listarmanninum Kjartani Halli. 36 bækur Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.