Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 38

Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 38
Glæpasagnadrottningin á tökustað á Hesteyri Tökur á stórmyndinni Ég man þig hófust á Hesteyri í vikunni. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur sem seldist í bílförmum hér á landi og hefur verið gefin út um allan heim – og fengið frábærar móttökur. Sannkallað stórskotalið stendur að gerð myndarinnar; Óskar Þór Axelsson sem gerði Svartur á leik leik- stýrir og í aðalhlutverkum eru Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Auk þeirra fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Anna Gunndís Guðmunds- dóttir og Sara Dögg Ásgeirsdóttir með hlutverk í myndinni. Ég man þig verður jólamynd næsta árs í kvikmyndahúsum og verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst að færa þessa umtöluðu draugasögu á hvíta tjaldið. Fréttatíminn fylgdi Yrsu á tökustað fyrir vestan í vikunni og hér birtist ferðasagan. Leikararnir í Ég man þig ásamt Óskari Þór Axelssyni leikstjóra og Yrsu Sigurðardóttur, höfundi bókarinnar sem myndin er gerð eftir. Frá vinstri eru Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Eydís Björk Guðmundsdóttir Framhald á næstu opnu 38 viðtal Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.