Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 50

Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 50
50 fjölskyldan Helgin 13.-15 nóvember 2015 Af hverju er verklagsreglan ekki sú að „barn dvelur til skiptist hjá foreldrum sínum á aðfanga- dagskvöld, þar sem það hefur undirbúið jólin á báðum heim- ilum?“ Opið bréf til sýslumanna Ágætu sýslumenn É g á tvö yndisleg stjúpbörn og tvö börn með manninum mínum. Heim-ilið okkar er að sjálfsögðu öllum börnunum galopið. Hvert og eitt er með sitt herbergi, skiptir engu hvort þau eru hjá okkur aðra hvora viku eða allt árið um kring. Við hjónin elskum jólin og leggj- um mikið upp úr undirbúning þeirra með börnunum. Öll börnin taka þátt í að baka smákökur, hlusta á jólatón- list, pakka inn jólagjöfunum, skreyta herbergin sín og jólatréð. Við gerum allt saman en stjúpbörn mín fá aldrei að eiga aðfangadagskvöld með pabba sínum, mér og systkinum sínum. Við fáum aldrei tækifæri til að eiga saman aðfangadagskvöld sem fjölskylda. Það vantar alltaf tvo úr henni. Maðurinn minn hefur rætt þetta við móður barnanna sem sjálf vill hafa þau á aðfangadagskvöld. Hún hefur jafn- framt sagt við hann að það þýði lítið að reyna fá aðstoð sýslumanns. Hún myndi „vinna“ þar sem lögheimili barnanna er hjá henni, sem ég hef lært að þýði víst líka „föst búseta“. Skiptir þar engu hvort foreldar fari sam- eiginlega forsjá og eða eru með samning um viku/viku umgengni barnanna. Því miður er þetta rétt hjá henni en á vef sýslu- manns segir orðrétt: „Sú verklagsregla gildir yfirleitt að börn skuli dvelja hjá því foreldri sem það hef- ur fasta búsetu hjá á aðfangadagskvöld. Þetta styðst m.a. við þau rök að þar hefur barn oftast undirbúið jólin“ (<http://www. syslumenn.is/thjonusta/fjolskyldumal/ umgengni/>). Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvern- ig búsetan geti verið „fastari“ hjá móður þó lögheimili barnanna sé hjá henni, þegar börnin dvelja viku/viku á hvoru heimili um sig. Sem betur fer á þetta ekki við um öll börn sem eiga tvö heimili. Þekki ég til margra heimila þar sem börnin eru til skiptis hjá foreldrum um jólin. Séu foreldrar hinsveg- ar ósammála þá getur lögheimilisforeldið vísað í þessa úreltu verklagsreglu. Í flestum tilvikum bitnar hún á föður þar sem lög- heimili er í um 90% tilvika hjá móður. Af hverju er verklagsreglan ekki sú að „barn dvelur til skiptist hjá foreldrum sín- um á aðfangadagskvöld, þar sem það hefur undirbúið jólin á báðum heimilum?“ En það er einmitt orðið sem stjúpbörnin mín nota, heimili. Þau segja: „ég á tvö heimili.“ Allt of margir feður upplifa sig vanmátt- uga í samskiptum við barnsmæður sínar og láta ýmislegt yfir sig ganga af ótta við að missa tengsl við börn sín. Eiginmaður- inn minn er fullkomlega fær um að annast börnin sín og elskar að hlúa að þeim. Hann sinnir þeim frá morgni til kvölds þegar þau eru hjá okkur. Hann sleppir öllu skemmt- analífi og flandri svo hann geti átt sem mestan tíma með börnunum sinum. En hvað þarf til að þetta breytist? Á heima- síðu sýslumanns kemur fram að engar regl- ur séu í barnalögum um hve umgengni á að vera mikil, en ef foreldrar eru ekki sammála um fyrirkomulagið og sýslumaður þarf að úrskurða um umgengni er stuðst við ákveðn- ar verklagsreglur sem hafa myndast í fram- kvæmd. Reglur þessar eru mjög svipaðar hér á landi og erlendis og í reynd eru flestir samningar sem foreldrar gera sjálfir sín á milli í samræmi við þessar reglur. Það er von mín að þessi pistill fái ykkur til að hugsa betur um þessi mál en þau varða bæði börn einhleypra foreldra og börn í stjúpfjölskyldum sem er stór hluti barna á Íslandi. Lögheimilisforeldri er gert hærra undir höfði bæði þegar kemur að verklags- reglum sýslumanna og lögum sem snerta þennan málaflokk. Við þær aðstæður mun samvinna og samstarf fyrst og síðast vera á forsendum lögheimilisforeldris séu ekki samkomulag á milli foreldra. Það ætti að vera lítið mál að breyta verk- lagsreglum sýslumanna í takt við raunveru- leikann og tryggja börnum rétt til að eiga önnur hver jól/aðfangadagskvöl með föður og móðir (eða móður - móður, eða föður - föð- ur) og systkinum sínum á báðum heimilum. Ykkar einlæg, Stjúpmamman Fyrir hönd bréfritara, Valgerður Halldórsdóttir Aðfangadagur – verklags- reglur í umgengnismálum Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna Verslunareigendur! Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja í sjónvarpi Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstu- dögum. Sjónvarpsþátturinn er frumsýndur á mánudags- kvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni. Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla. Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari. Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur. Skin Blossom margverðlaunaðar lífrænt- og veganvottaðar húðvörur. Innihalda ekki paraben, silikon tilbúin litar- og ilmefni né önnur skaðleg efni. Fást í Heimkaup.is, Heilsuveri Suðurlandsbraut 22 og Akureyrarapóteki Kaupangi. Skin Blossom á Íslandi. Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is Aðsent bréf til Félags stjúpfjölskyldna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.