Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 68
Helgin 13.-15. nóvember 201568
Þ að má segja að röddin sé í raun vöðvi sálarinnar,“ segir Þórey. „Það hvernig okkur líð-
ur endurspeglast í röddinni og þegar
við þjálfum röddina hefur það góð
áhrif á sálina.“ Þórey kynntist mætti
raddarinnar fyrst fyrir um það bil 20
árum og í dag kennir hún sjálfstyrk-
ingarnámskeið fyrir þá sem vilja
styrkja framkomu sína og rödd undir
yfirskriftinni „Röddin – vöðvi sálar-
innar.“ „Nafnið á námskeiðinu er til-
vísun í Roy Hart, sem er þekktur úr
leikhúsheiminum. Hann byrjaði að
gera tilraunir með röddina á sjöunda
áratugnum og sótti innblástur frá
tónlistarmanni að nafni Alfred Wolf-
sohn sem var hermaður í fyrri heim-
styrjöldinni. Í stríðinu missti hann
marga félaga sem hafði mikil áhrif
á hann og eftir stríðið ásóttu þessi
hljóð hann, hljóðin úr deyjandi lík-
ömum. Til að vinna úr þessari erfiðu
reynslu notaði hann ákveðna tækni
til að heila sig í gegnum röddina.“
Upplifði röddina á nýjan hátt
Þórey kynntist þjálfunartækninni
fyrir tveimur áratugum. „Ég fór á
námskeið hjá Nadine George sem
hefur mótað þessa raddþjálfunarað-
ferð og námskeiðið breytti lífi mínu,
svo einfalt er það. Ég upplifði rödd-
ina á alveg nýjan hátt.“ Þórey lauk
kennsluréttindum frá Voice Studio
International, sem Nadine George
stendur fyrir, og hefur hún meðal
annars kennt leiklistarnemum í
Listaháskóla Íslands og Kvikmynda-
skóla Íslands raddbeitingu. Hún seg-
ir þó að þessi tækni nýtist á öllum
sviðum samfélagsins. „Það að vinna
í röddinni skapar svo góðan jarðveg
fyrir annars konar vinnu, hvort sem
það tengist texta, myndlist eða sjálfs-
tjáningu. Þú tengir þig beint við sjálf-
ið og sköpunarkraftinn.“
Góð raddbeiting skapar góða
nærveru
Á námskeiðunum er unnið að því
að finna jafnvægi í gegnum önd-
unar- og raddæfingar. „Þetta er
í raun ný vakning í heildrænni
líkamsrækt. Röddin er mjög lík-
amlegur hluti en verður gjarnan
útundan þegar talað er um lík-
amsrækt. Röddin endurspeglar
gjarnan hvernig okkar líður, mót-
ar sjálfsmyndina og tengir þann-
ig saman líkamlega og andlega
heilsu okkar,“ segir Þórey. Hún
vill því varpa ljósi á röddina og
segir mikilvægt að þjálfa hana
eins og hvern annan vöðva. „Ég
held að fæstir geri sér líka grein
fyrir möguleikunum sem felast í
því að þróa röddina sem atvinnu-
tæki. Það er hvaða starfi maður
gegnir, það er alltaf meiri krafa á
að geta staðið upp og gert grein
fyrir máli sínu og því er svo mikil-
vægt að geta beitt röddinni rétt.“
Góð raddbeiting skapar auk þess
góða nærveru og hefur jákvæða
áhrif á sjálfsmyndina, að sögn
Þóreyjar. „Röddin er yfirleitt það
fyrsta sem hverfur þegar við finn-
um fyrir óöryggi en ef við höfum
þjálfað hana og höfum tækni til
að byggja á, þá brestur hún okk-
ur ekki undir krefjandi kringum-
stæðum.“
Námskeiðið fer fram í Tveimur
heimum, miðstöð f jölbreyttrar
hreyfingar, en meðal námskeiða
sem þar er hægt að sækja er hug-
leiðsla með Birni Bjarnasyni, fyrr-
verandi ráðherra. „Röddin er svo
sannarlega vöðvi sálarinnar og með
því að tengja saman líkama og sál
með öndun og æfingum líður manni
svo vel, bæði andlega og líkamlega.“
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
„Það er fátt
skemmti-
legra að sjá en
þegar fólk heyrir
nýjan hljóm í
eigin rödd,“ segir
Þórey Sigþórs-
dóttir leikkona.
Raddþjálfun
og hvernig við
beitum röddinni
á að vera hluti af
heilsurækt okkar
að mati Þóreyjar
og býður hún upp
á námskeið þar
sem hún kennir
tækni sem hjálpar
til við að upp-
götva mátt eigin
raddar. Mynd/Hari
Þegar kemur að því að hugsa um heilsuna er yfirleitt fjallað um tvenns konar heilsu; líkamlega
og andlega. En hvað með röddina? Þórey Sigþórsdóttir, leikkona og kennari, segir röddina tengja
saman líkamlega og andlega heilsu. Hún hefur um árabil kennt fólki að uppgötva og beita eigin
rödd með sérstakri tækni sem byggist á öndunar- og raddæfingum.
Heilsurækt röddin er vöðvi sálarinnar
Röddin mótar
sjálfsmyndina
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Betra blóðflæði
Betri heilsa Einstök virkni og gæði þú finnur muninn
Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri
1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa
Íslensk vottun á virkni NO3
Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c
Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla
starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide.
(NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi.
Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949
Náttúruleg t
Upplýsingasími 896 6949 - og www.vitex.is
Melatónin
ZenBev Triptófan úr graskersfræjum
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Evonia er hlaðin bæti-
efnum sem næra hárið
og gera það gróskumeira.
Myndirnar hér til hliðar
sýna hversu góðum árangri
er hægt að ná með Evonia.
Evonia
www.birkiaska.isFyrir Eftir
Evonia eykur
hárvöxt með því
að veita hárrótinni
næringu og styrk.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong