Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 3
55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðimenntun
íslenskra ungmenna
Á síðasta aðalfundi Hins íslenska
náttúrufræðifélags var samþykkt
ályktun um að hvetja mennta- og
menningarmálaráðherra, Katrínu
Jakobsdóttur, eindregið til þess
að beita sér af krafti fyrir auk-
inni og betri náttúrufræðimenntun
íslenskra grunnskólakennara og
grunnskólanema.
Grunnskólakennaranám hefur
verið lengt og krafa gerð um aukna
sérhæfingu grunnskólakennara
í faggrein sinni. Því miður hafa
allt of fáir náttúrufræðimenntaðir
einstaklingar sótt í kennslu við
grunnskóla og því hefur skort nátt-
úrufræðikennara á grunnskólastigi
með öflugan grunn í náttúrufræðum.
Með lögum nr. 87/2008, 21. gr., er
framhaldsskólakennurum heimilt
að kenna á sínu sérsviði í 8.–10.
bekk grunnskóla. Tilraunir hafa
verið gerðar með samstarf milli
framhalds- og grunnskóla, þar sem
framhaldsskólakennarar hafa séð
um náttúrufræðikennslu í grunn-
skóla, og gefist vel. Þessi nýju lög
ýta vonandi undir frekara samstarf
á milli skólastiga. Ef til þess kemur
að grunnáfangar í náttúrufræðum
í framhaldsskóla verði fluttir yfir
í grunnskóla þarf að sjá til þess að
kennsla þeirra verði til fyrirmyndar.
Tryggja þarf að þeir kennarar sem
hana stunda hafi næga menntun á
sviði náttúrufræða. Einnig er mikil-
vægt að endurmenntunarnámskeið
verði reglulega í boði fyrir kennara
í náttúrufræðigreinum.
Menntun og skólakerfi eru megin-
undirstaða þjóðfélagsins. Samkvæmt
PISA-könnunum OECD er Ísland
undir meðallagi, sbr. PISA 2006
þar sem náttúrufræðimenntun var
í fyrirrúmi. Prófin sem lögð voru
fyrir nemendur áttu fyrst og fremst
að reyna á hæfni þeirra til að túlka
og vinna með náttúrufræðilega texta.
Túlka má þessar niðurstöður PISA
2006 þannig að stór hluti íslenskra
nemenda standi frekar illa að vígi
og sé ekki vel læs á slíka texta við
lok grunnskóla. Það leiðir til þess að
nemendum þykir fagið leiðinlegt og
áhugi þeirra dvínar.
Markmið skólagöngu hlýtur að
vera að gera nemendur hæfari til
að takast á við lífið og veita þeim
tækifæri til að taka fullan þátt í sam-
félagi manna, jafnt heima fyrir sem
annars staðar. Mikilvægt er að nem-
endur geti að loknu grunnskólanámi
tekið virkan þátt í samfélaginu og
atvinnulífinu.
Í skýrslu Námsmatsstofnunar um
PISA-rannsóknina 2009 kemur fram
að lesskilningi og læsi íslenskra ung-
menna hrakaði á árunum 2000–2006
en fór örlítið upp á við frá 2006 til
2009. Munurinn á lesskilningi og
læsi í náttúrufræði hjá íslenskum
nemendum er ekki marktækur ef
borin eru saman árin 2000 og 2009.
Ísland liggur enn undir meðaltali
OECD-landanna.
Það er miður hve litlum tíma
er skylt að verja í náttúrufræði-
kennslu í grunnskólum. Rannsóknir
hafa sýnt að aðalnámskrá grunn-
skóla (1999) gerir of miklar kröfur
um yfirferð námsefnis á knöppum
tíma. Samkvæmt núgildandi aðal-
námskrá (2008) skulu vikulegar
kennslustundir í náttúrufræði og
umhverfismennt einungis vera 1040
mínútur alls, eða jafnmargar og skv.
aðalnámskrá 1999. Þrjú hundruð
og tuttugu kennslustundir í 1.–4.
bekk og þrjú hundruð og sextíu í
5.–7. og 8.–10. bekk. Einungis um
8% kennslustunda er varið í þennan
flokk námsefnis. Þessu verður að
breyta. Kynntar hafa verið breyt-
ingar á viðmiðunarstundaskrá aðal-
námskrár grunnskóla þar sem fyrir-
hugað er að fjölga kennslustundum
í náttúrufræðigreinum yngsta stigs
á kostnað kennslustunda sem varið
er í þessar greinar hjá tveimur efri
stigum grunnskóla. Fyrirhugaðri
skerðingu á kennslustundafjölda í
náttúrufræðigreinum hjá efri stigum
grunnskóla hefur verið mótmælt
harðlega af félagasamtökum og
einstaklingum sem láta sig náttúru-
fræðikennslu grunnskólanemenda
varða. Það er jákvætt að kennslu-
stundum yngstu nemendanna
verði fjölgað, en eðlilegra væri að
vikulegum kennslustundum hjá
tveimur efri stigum grunnskóla yrði
fjölgað þannig að kennslustundir í
náttúrufræðum fari ekki undir 10%
af heildarkennslustundafjölda.
Staðreynd er að síðustu ár grunn-
skóla móta val nemenda á fram-
haldsnámi. Niðurskurður á nátt-
úrufræðigreinum á unglingastigi
getur því komið af stað keðjuverkun
þar sem færri nemendur eiga eftir
að velja náttúrufræðibraut í fram-
haldsskóla og enn færri að skila
sér í raungreinar í háskóla. Skortur
er á raungreinamenntuðu fólki í
atvinnulífinu, eins og fjölmargir for-
svarsmenn fyrirtækja hafa bent á.
Afar brýnt er að komandi kynslóðir
verði í stakk búnar að umgang-
ast dýrmætar auðlindir landsins á
sjálfbæran hátt. Hrein ímynd lands-
ins, náttúrufarsleg sérstaða þess
og náin tengsl helstu atvinnuvega
þjóðarinnar við náttúruna gera þær
kröfur að íslensk ungmenni standi
a.m.k. jafnfætis jafnöldrum sínum
meðal annarra menntaðra þjóða
hvað varðar læsi í náttúruvísindum.
Viljum við ala upp einstaklinga
sem bera litla sem enga virðingu
fyrir náttúru og auðlindum Íslands
sökum fáfræði?
Gerum íslenska skóla og þar
með íslenska námsmenn enn betri.
Stöndum vörð um íslenska náttúru.
Ester Ýr Jónsdóttir,
framhaldsskólakennari
Fjölbrautaskóla Suðurlands
81_2#profork070711.indd 55 7/8/11 7:40:43 AM