Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 6
Náttúrufræðingurinn
58
10
0
10
0
80
10
30
40
50
60
60
70
80
90
4030
20
20
11
0
70
10
60 5040
20
10
10
30
40
a)
b)
c)
3. mynd. Dýpi á klöpp (berggrunn) í utan-
verðum Hvalfirði. Dýptarlínur (í metrum)
sem dregnar eru á botnkortið eru úr skýrslu
Kjartans Thors og Guðrúnar Helgadóttur.3
4. mynd. Snið eftir legu Hvalfjarðarganga teiknað eftir útboðsgögnum ganganna. Yfir-
hækkun er tíföld, þannig að halli ganganna er verulega ýktur. Göngin eru 5,7 km löng og
er lega þeirra sýnd á 1. mynd.
teiknaði jaðar Álftanesjökulsins á
þessu svæði, milli Kiðafells sunnan
fjarðar og Grafar norðan fjarðar.5
Hins vegar kann einhverjum að
finnast sérkennilegt að jökulgarður
sé 5 km breiður og hafi slétt yfirborð.
Þetta verður rætt í næsta kafla.
Síðjökultími og sjávar-
stöðubreytingar í
Hvalfirði
Í doktorsritgerð sinni gerði Ólafur
Ingólfsson grein fyrir atburðarás
í syðsta hluta Borgarfjarðarsýslu
á síðjökultíma.6 Hann rakti m.a.
sögu jöklunar í lok ísaldar á svæð-
inu, en rannsóknasvæði hans náði
að norðurströnd utanverðs Hval-
fjarðar. Sömuleiðis rakti Ólafur
breytingar á sjávarstöðu á þessum
tíma. Hann greindi tvö framrás-
arstig jökulsins við lok ísaldar. Hið
fyrra (Skipanesstig) taldi hann
sambærilegt við eldra-dryasskeið í
Evrópu. Hið síðara (Skorholtsmela-
stig) taldi hann líklega sambærilegt
við yngra-dryasskeiðið í Evrópu. Á
milli þessara skeiða hopaði jökull-
inn á svonefndu Látrastigi. Ólafur
sá ummerki sjávarborðs ofan núver-
andi sjávarborðs á öllum þessum
tíma. Hann taldi sjó hafa staðið
í 80–90 metrum á Skipanesstigi,
yfir 35 metrum á Látrastigi og í
6070 metrum á Skorholtsmelastigi.
Þannig virðist sjór hafa staðið 60 til
70 metrum hærra en nú þegar jöklar
tóku að hverfa úr Hvalfirði við upp-
haf nútíma. Aðrir höfundar hafa
lýst þáttum úr þessari sögu, og má
þar nefna Brynhildi Magnúsdóttur
og Hreggvið Norðdahl.7
Forrannsóknir vegna Hvalfjarðar-
ganga gáfu tilefni til vangaveltna
um framhald þessarar sögu sjávar-
stöðubreytinga. Jarðlagasniðin á 5.
mynd sýna m.a. að ofarlega í setlög-
unum er mislægi sem unnt er að
rekja um allan utanverðan Hvalfjörð.
Sambærilegt mislægi er að finna
víðsvegar í sunnanverðum Faxaflóa,
og reyndar víða um land. Kjartan
Thors og Guðrún Helgadóttir töldu
að mislægið mætti rekja til breytinga
á sjávarborði í upphafi nútíma.8
Þannig hefði sjávarborðslækkun
valdið rofi á setlögum í Hvalfirði og
skilið eftir slétt yfirborð. Við þessa
lækkun hefði jökulgarðurinn milli
Kiðafells og Grafar þannig rofnað
og sléttast að ofan. Er sjávarborð tók
að hækka aftur í átt til núverandi
sjávarborðs, sköpuðust skilyrði til
setmyndunar ofan á roffletinum.
Með tilvísun í aldursgreiningar í
ritgerð Ólafs Ingólfssonar og aldurs-
greiningu á ferskvatnsmó af svæð-
inu við Syðra-Hraun í Faxaflóa6
töldu Kjartan og Guðrún að sjávar-
borð hefði orðið lægst í upphafi
nútíma, en síðan hækkað til núver-
andi stöðu.8
Mislægið í Hvalfirði er á um 35
metra sjávardýpi. Ekki er gefið að
sjávarmál hafi farið svo langt niður.
Það gæti hafa verið nær -30 metrum,
en erfitt er að nefna nákvæma tölu
í því sambandi. Athyglisvert er að
mislægið finnst í farveginum, sem
liggur út eftir dýpsta hluta fjarð-
arins. Þannig er farvegurinn talinn
hluti af mislæginu, eða frá upphafi
nútíma. Velta má fyrir sér uppruna
farvegarins, en allar líkur verður að
telja á að hann tengist straumi eða
straumum um utanverðan Hval-
fjörð við lága sjávarstöðu. Kjartan
og Guðrún töldu farveginn tengjast
sjávarfallastraumum um svæðið.8
Þannig hefðu aðfalls- og útfalls-
straumar grafið farveginn og komið
í veg fyrir að hann fylltist síðar af
setframburði.
Við lækkun sjávarborðs þrengdist
fjörðurinn að sjálfsögðu. Skammt
utan við Galtarvíkurdjúp liggur
81_2#profork070711.indd 58 7/8/11 7:41:06 AM