Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 13
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Íslensk víðerni samkvæmt niðurstöðum útsýnisgreiningarinnar. Alls 33% landsins eru laus við sjónræn áhrif mannvirkja. – Icelandic wilderness based on viewshed analysis. A total of 33% of the country’s area is visually free from anthropogenic structures. (LUK). Í rannsókninni er stuðst við landsmælikvarða (e. national scale), þ.e. allt Ísland. Niðurstöður Samkvæmt niðurstöðum útsýnis- greiningarinnar reiknast um 33% landsins sem víðerni, eða 34.161 km2 (6. mynd). Einn þriðji hluti landsins er samkvæmt þessu laus við sjón- ræn áhrif mannvirkja. Líklegt er að þetta hlutfall sé mun lægra þar sem töluvert af gögnum er varða legu virkjana og háspennulína vantar í gagnagrunninn sem hér er stuðst við. Með því að bera niðurstöður út- sýnisgreiningarinnar saman við legu friðlýstra svæða (8. mynd) er unnt að reikna út hlutfall víðerna innan friðlýstra svæða. Samkvæmt lögum um náttúruvernd (nr. 44/1999, 3. gr. 8. liður) er friðlýstum svæðum skipt í fjóra flokka, þ.e. þjóðgarða, friðlönd, fólkvanga og náttúruvætti. Þjóðgarðar landsins eru þrír, þ.e. Þjóðgarðurinn Þingvellir, Þjóðgarð- urinn Snæfellsjökull og Vatnajökuls- þjóðgarður, en um 97% alls land- svæðis innan þjóðgarðanna þriggja fellur undir þann síðastnefnda. Samanburðurinn sýnir að um 65% landsvæðis innan þjóðgarða flokk- ast sem víðerni, en það er svo til allt að finna innan Vatnajökuls- þjóðgarðs. Einungis 32% friðlanda og 18% fólkvanga flokkast sem víðerni. Náttúruvætti reka lestina; af landi sem telst til þeirra geta ein- ungis tæp 4% flokkast sem víðerni (9. mynd). 7. mynd. Á Þjórsárjökli. Arnarfell hið mikla í baksýn. – On Þjórsárjökull glacier. Ljósm./Photo: Rannveig Ólafsdóttir. 81_2#profork070711.indd 65 7/8/11 7:41:27 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.