Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 17
69 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 81 (2), bls. 69–81, 2011 Ásrún Elmarsdóttir, Bjarni D. Sigurðsson, Edda S. Oddsdóttir, Arne Fjellberg, Bjarni E. Guðleifsson, Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur Halldórsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Guðríður G. Eyjólfsdóttir, Kristinn H. Skarphéðinsson, María Ingimarsdóttir og Ólafur K. Nielsen Ritrýnd grein Áhrif skógræktar á tegundaauðgi Þekkt er að nýskógrækt, sem og náttúruleg dreifing skóga, getur valdið breytingum á vistkerfum og haft áhrif á tegundaauðgi. Hér á landi hefur skort rannsóknir á breytingum sem verða er skógur vex upp við sjálf- sáningu birkis eða gróðursetningu annarra trjátegunda. Tegundaauðgi er algengur mælikvarði á líffræðilega fjölbreytni en eitt af meginmarkmiðum náttúruverndar er að viðhalda henni. Oftar en ekki er litið til líffræðilegrar fjölbreytni þegar meta á gæði vistkerfa. Í verkefninu SKÓGVIST voru áhrif skógræktar á tegundaauðgi fimm lífveruhópa rannsökuð á mismunandi aldri ólíkra skógargerða (sjálfsáinna birkiskóga og gróðursettra síberíu- lerki-, stafafuru- og sitkagreniskóga). Niðurstöðurnar voru bornar saman við tegundaaugði í beittu mólendi. Þannig gafst gott tækifæri til að kanna áhrif skógræktar á einn meginþátt líffræðilegrar fjölbreytni. Helstu niður- stöður voru að enginn marktækur munur væri á heildartegundaauðgi mólendis og mismunandi skógargerða. Hins vegar skipti aldur eða fram- vindustig skóga miklu máli þegar tegundaauðgi þeirra var metin óháð skógargerð. Þannig var marktæk aukning (ungir skógar), fækkun (skógar á myrkvaskeiði) og því sem næst óbreytt ástand (eldri skógar) í tegunda- auðgi samanborið við mólendi. Einnig kom fram að þó að tegundaauðgi væri að jafnaði óbreytt þá brugðust einstakir lífveruhópar mismunandi við þegar skógur óx upp á mólendi. Tegundum jarðvegsdýra og sveppa fjölg- aði, tegundum plantna fækkaði en fjöldi tegunda fugla og hryggleysingja á yfirborði stóð í stað. Niðurstöðurnar sýna að nauðsynlegt er að rannsaka nokkra lífveruhópa sem gegna mismunandi hlutverki í vistkerfi og einnig mismunandi framvindustig þegar meta á áhrif skógræktar eða annarrar landnotkunar á líffræðilega fjölbreytni. Inngangur Nokkuð hefur verið fjallað um áhrif skógræktar á líffræðilega fjölbreytni hér á landi undanfarin ár.1,2 Til þessa hefur þó skort heildstæð gögn til að bera ólíka hópa lífvera sem byggja skóglaust land saman við hópa sem byggja mismun- andi skógargerðir. Árið 2002 hófst umfangsmikið rannsóknaverkefni, SKÓGVIST, þar sem rannsökuð voru áhrif skógræktar á lífríkið. SKÓGVIST var samvinnuverkefni Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður verkefnisins um áhrif skógræktar á líffræðilega fjöl- breytni en tvö mikilvæg markmið náttúruverndar eru að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni og vernda búsvæði tegunda (sjá ramma um líffræðilega fjölbreytni). Við skipulagða skógrækt eða sjálfsáningu skóga verða breytingar á vistkerfi. Breytingarnar felast einkum í því að trén draga úr því ljósi sem nær til jarðar, auk þess sem hitafar, jarðraki, magn lífræns efnis og frjósemi svæða getur breyst.3 Líf- veruhópar bregðast á mismunandi hátt við þessum breytingum. Hvort tegundum fjölgar eða fækkar getur í senn verið háð hlutverki þeirra í vistkerfinu, hverskonar land er tekið til skógræktar og hvaða trjátegundir verða ríkjandi.4,5,6,7 Skömmu fyrir aldamótin 1900 hófst skipulögð skógrækt hér á landi þegar trjám var plantað á Þing- völlum og trjáræktarstöð stofnuð á Akureyri.8 Eitt af fyrstu markmið- unum var að vernda birkiskóga sem fyrir voru í landinu en jafnframt var hafin gróðursetning innfluttra trjátegunda í litlum mæli.9 Þegar líða tók á tuttugustu öldina jókst áhugi manna á ræktun innfluttra tegunda og hafa ýmsar trjátegundir verið reyndar. Síðustu tvo áratugi hefur skógrækt aukist mikið hérlendis, ekki síst með tilkomu landshluta- bundnu skógræktarverkefnanna10 og landgræðsluskógaverkefnisins,11 auk þess sem áhugi almennings á skógrækt hefur aukist. Samkvæmt nýlegum mælingum þekja skógar (óháð trjáhæð) um 1,5% af heildar- flatarmáli Íslands og eru ræktaðir skógar um fimmtungur þess flatar- máls, eða 0,3% landsins.12 Árlega eru gróðursettar um 5,5 milljónir skógarplantna og þar af er birki (Betula pubescens) um þriðjungur.13 Aðrar algengar tegundir eru síberíu- lerki (Larix sibirica), sitkagreni 81_2#profork070711.indd 69 7/8/11 7:41:29 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.