Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 20
Náttúrufræðingurinn 72 (1. tafla). Meðalhiti í báðum lands- hlutum var í kringum -2°C í janúar og um 10°C í júlí.50 Meiri úrkoma var á Vesturlandi, um 1.400 mm á ári, en rúmlega 700 mm á Fljótsdalshéraði. Frjósemi jarðvegs virðist vera meiri á Vesturlandi þar sem sýrustig og C/N-hlutfall í jarðvegi var heldur lægra en á Austurlandi og einnig meira af köfnunarefni (1. tafla). Skömmu eftir aldamótin 1900 var birkiskógurinn á Hallormsstað girtur af og friðaður en um svipað leyti var byrjað að gróðursetja þar barrtré.51 Gróðursetning á Fljótsdals- héraði hófst þó ekki af alvöru fyrr en um miðja tuttugustu öldina, á svipuðum tíma og viðamikil trjá- plöntun hófst í Skorradal.52 Samhliða skógræktinni var landið friðað fyrir beit. Á þessum tíma voru allir rann- sóknateigar á Austurlandi nánast skóglaust mólendi en í Skorradal var birkikjarr meira áberandi. Til rannsókna voru valdir átta mæliteigar á Austurlandi en ellefu á Vesturlandi (1. tafla, 2. og 3. mynd). Í báðum landshlutum var beitt mólendi mælt til samanburðar við gróðursetta barrskóga og sjálfsána birkiskóga. Fimm 12–50 ára gamlir síberíulerkiskógar (L1–5) voru mældir á Austurlandi og hafði sá elsti (L5) verið grisjaður tvisvar. Í næstelsta lerkiskóginum (L4) höfðu örfá tré verið fjarlægð en ekki var um eiginlega grisjun að ræða. Einnig var mældur elsti hluti Hallormsstaðar- skógar (BA2) sem er gamalgróinn skógur, ungur sjálfsáinn birkiskógur (BA1) á Buðlungavöllum og beitt mólendi í landi Mjóaness (MA). Á * Beit aflétt. ** Í ljós kom að mæliteigur G2 stóð á líparít-innskoti sem hafði mikil áhrif á sýrustig jarðvegs og var hann því ekki samanburðarhæfur um jarðvegs- þætti. Allir aðrir mæliteigar standa á basalt-berggrunni. † Tímabært að grisja til að viðhalda hámarksviðarvexti. †† Orðinn mjög þéttur; sjálfgrisjun virk. Mæliteigur Nafn Lýsing Stærð Upphaf Aldur Jarðvegur (0–10 cm) Svarðlag Trjálag ha ár ár pH N C/N g/m2 Þéttleiki ÞV GF LAI Skuggi Austurland Mólendi A MA Beitt 7,4 - - 6,7 0,41 15,6 549 0 0 0 0,0 0 Birki A1 BA1 Sjálfsáinn 5,1 1979* 18 6,0 0,37 20,3 393 8.367 1,1 1,2 1,0 54 Birki A2 BA2 Í endurnýjun 6,1 1905* gamall 5,5 0,42 22,8 282 11.000 2,8 17,0 1,7 75 Lerki 1 L1 Opinn 4,6 1990 12 6,5 0,31 16,6 687 2.580 2,4 1,8 0,8 46 Lerki 2 L2 Hálflokaður 7,2 1984 18 6,7 0,23 17,7 122 3.367 6,6 12,5 2,1 81 Lerki 3 L3 Hálflokaður 9,5 1983 19 6,4 0,31 16,6 202 2.600 6,8 10,9 1,8 75 Lerki 4 L4 Lokaður 3,2 1966 36 5,9 0,37 18,4 105 2.560 12,3 33,4† 3,0 90 Lerki 5 L5 Grisjaður 7,3 1952 50 6,1 0,33 20,8 737 1.120 19,2 33,7† 2,0 79 Vesturland Mólendi V MV Beitt 9,0 - - 6,3 0,37 15,0 523 0 0 0 0,0 0 Birki V1 BV1 Beitt kjarrlendi 9,2 - gamall 6,0 0,73 14,1 431 30.556 1,0 4,8 1,4 63 Birki V2 BV2 Kjarrlendi 4,8 1985* gamall 5,7 0,70 18,2 639 12.600 1,3 3,6 1,3 60 Birki V3 BV3 Gamalgróinn 13,6 2004* gamall 5,9 0,85 15,2 423 5.378 2,7 6,8 1,2 58 Greni 1 G1 Mjög opinn 7,8 1995 9 6,1 0,74 13,6 714 3.289 0,1 0,0 0,1 12 Greni 2 G2 Hálflokaður 1,2 1970 34 5,2** 0,91** 20,0** 283 2.311 9,1 17,1 2,1 80 Greni 3 G3 Lokaður 3,2 1960–61 43 5,6 0,77 17,4 309 4.000 9,7 32,8† 3,4 94 Greni 4 G4 Grisjaður 4,1 1961 43 5,4 0,94 17,3 73 1.533 17,1 42,8† 4,2 97 Fura 1 F1 Hálfopinn 9,9 1990 14 6,0 0,54 15,2 591 3.067 2,2 2,3 1,5 68 Fura 2 F2 Lokaður 3,4 1965–68 39 5,9 0,43 15,4 136 3.888 13,1 36,8† 3,7 95 Fura 3 F3 Lokaður 1,8 1958–59 46 5,5 0,63 18,4 150 3.688 14,2 63,9†† 4,1 97 1. tafla. Helstu lýsibreytur fyrir mæliteiga á Austur- og Vesturlandi. „Stærð“=flatarmál teigs, „Upphaf“=ár gróðursetningar eða ár sem sauðfjárbeit var aflétt* og „Aldur“=aldur mæliteigs. Í efstu 10 cm í jarðvegi táknar „pH“=sýrustig, „N“=heildar-köfnunarefni í mg/g og „C/N“=hlutfall kolefnis og köfnunarefnis. „Svarðlag“=uppskera botngróðurs í g/m2. Í trjálaginu er „Þéttleiki“=fjöldi stofna ríkjandi tegund- ar á ha, „ÞV“=meðal-bolþvermál ríkjandi tegundar í 1,3 m hæð (brjósthæð), „GF“=grunnflötur ríkjandi tegundar í m2/ha, „LAI“=hlutfalls- legur laufflatarmálsstuðull (þ.e. m2 laufs/m2 lands) og „Skuggi“=mæling á hlutfallslegri þekju laufþaks í %. – Description of stands: “Stærð”=area of a stand, “Upphaf”=year of plantation or protection from sheep grazing, and “Aldur”=age of a stand. In “Jarðvegur”=soil is “pH”=acidity measured in water, “N”=total nitrogen as mg/g and “C/N”=Carbon:Nitrogen ratio. In “Svarðlag”=mass of ground vegetation as g/m2. In “Trjálag”=tree layer is, “Þéttleiki”=number of dominant species per ha, “ÞV”=main stem mean diameter of dominant species at 1.3 m height, “GF”=stand basal area as m2/ha. “LAI”=Leaf Area Index as m2 leaves/m2 ground and “Skuggi”=the inverse of gap fraction in %. 81_2#profork070711.indd 72 7/8/11 7:41:30 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.