Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 26
Náttúrufræðingurinn 78 breytinga (framvinda) sem hafði áhrif á lífríki og tegundasamsetn- ingu. Eins og sjá má á 8. mynd voru breytingarnar í tegundaauðgi ólíkar milli mismunandi lífveruhópa. Það er því ljóst að ekki er nægilegt að rannsaka einn hóp lífvera til að meta heildstætt tegundaauðgi og áhrif landnotkunar á hana. Ef vel á að vera þarf að rannsaka sem flesta lífveruhópa og mikilvægt er að þeir gegni mismunandi hlutverki í vistkerfinu. Ályktanir Útbreiðsla skóga mun að öllum lík- indum aukast hér á landi á næstu árum og áhrif þeirra verða sjáanlegri þegar skógar sem gróðursettir hafa verið á undanförnum árum munu vaxa upp. Einnig sjást þess merki að útbreiðsla birkis sé að aukast í kjöl- far hlýnandi veðurfars og breyttrar landnýtingar.97,98 Niðurstöður verk- efnisins leiddu í ljós að gerð skógar (trjátegund) virtist ekki hafa afger- andi áhrif á heildartegundaauðgi heldur var hún fremur tengd aldri eða framvindustigi skógarins. Þannig reyndist vera svipuð teg- undaauðgi á efri framvindustigum ólíkra skógargerða og mólendis (6. mynd). Einnig kom skýrt fram að skógrækt hefur áhrif á samsetningu lífveruhópa (7. mynd). Mólendi sem haft var til viðmið- unar í verkefninu var tegundaríkt beitt land. Þar sem upphafsástandið er annað er líklegt að áhrif skógræktar á tegundaauðgi yrðu önnur. Til dæmis fjölgaði tegundum háplantna og hryggleysingja marktækt þegar alaskaösp (Populus trichocarpa) óx upp á túni á Rangárvöllum en tegundafjöldi varpfugla stóð í stað, þótt sá skógur væri kominn á myrkvaskeiðið.99 Í verkefninu voru skýr dæmi um að þéttir skógar á myrkvaskeiðinu höfðu færri tegundir en álíka gamlir, grisjaðir skógar sem voru opnari (6. mynd). Þetta bendir til að fjölgun tegunda með aldri skóga geti tekið mislangan tíma og fari eftir því hversu lengi myrkvaskeiðið stendur. Þetta þýðir jafnframt að nota má markvissa umhirðu (grisjanir) til að draga úr neikvæðum áhrifum á tegundaauðgi í fjölnytjaskógrækt. Í erlendum rannsóknum hafa sömu niðurstöður fengist, í leiðbeiningum um sjálfbæra skógrækt er mælt með því að grisjun sé skipulögð þannig að hún auki viðarvöxt og varðveiti jafnframt tegundaauðgi ræktaðra skóga.100 Þess má geta að í skógræktarstefnu eða lögum ýmissa landa, t.d. Svíþjóðar, hefur viðhald tegundaauðgi skóga verið lögð að jöfnu við getu skóganna til viðarframleiðslu.101 Barrskógar í rannsókn okkar voru 9 til 50 ára og flestir birkiskógarnir mun eldri. Barrskógarnir voru því ungir að árum. Vaxtarlota ræktaðra nytjaskóga á Íslandi er almennt talin vera um 80–150 ár en ef þeir eru ekki höggnir ná barrtegundir- nar yfir 300 ára aldri.102 Yfirleitt eykst tegundaauðgi í skógum með aldri lundanna.103,104 Hvernig teg- undaauðgi þessara skóga á eftir að breytast í framtíðinni hérlendis er þó enn óskrifað blað. Niðurstöður verkefnisins sýna að gamalgrónir birkiskógar hafa svipaða tegunda- auðgi og 50 ára ræktaðir barrskógar sem hafa verið grisjaðir (6. mynd). Út frá þessu mætti ætla að teg- undaauðgi muni lítið breytast í seinni hluta vaxtarlotu í ræktuðum skógum, nema nýjar tegundir aðlag- aðar lífi í skógum nemi hér land. Um þetta verður þó ekki fullyrt með neinni vissu. Það er því mikilvægt að halda áfram að vakta breytingar sem verða í skógunum sem rann- sakaðir voru og gert er ráð fyrir að það verði gert á u.þ.b. 10 ára fresti. Umfjöllunin hér að framan ein- skorðast við mat á tegundaauðgi en ekki var litið til breytinga í tegundasamsetningu og þéttleika innan lífveruhópa. Þeir þættir eru einnig mikilvægir þegar horft er til virkni vistkerfa í heild og mikilvægi tegunda í hringrás þeirra. Bæði þéttleiki og hlutfallsleg samsetning tegunda var metin í SKÓGVIST og er stefnt að frekari birtingu þeirra niðurstaðna síðar. Summary Effects of afforestation on species richness Afforestation by exotic species or natu- ral expansion of birch woodlands may cause changes in ecosystem structure af- fecting species richness. Limited data is available in Iceland on how species rich- ness is affected when heathlands are converted to forests. Species richness is commonly used to evaluate biodiversity, which is emphasized to maintain in na- ture conservation. The present research project (ICEWOODS) focused on how total species richness of five functional groups (soil fauna, fungi, surface inver- tebrates, plants and birds) was affected when open heathlands changed into dif- ferent successional stages of four forest types (native birch, Siberian larch, Sitka spruce and lodgepole pine). Heathlands are the commonest land type used for afforestation and the four selected tree species comprise ca. 80% of annual tree planting in Iceland. The main findings were that total species richness was not significantly affected in the long run 8. mynd. Mismunandi lífveruhópar og heildarfjöldi tegunda brugðust við á ólíkan hátt þegar skógar uxu upp á mólendi og náðu myrkvaskeiði. – Effects of afforestation on species richness of individual groups were different as treeless heathlands changed into forests in exclusion phase. 81_2#profork070711.indd 78 7/8/11 7:41:43 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.