Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 33
85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðingurinn 81 (2), bls. 85–90, 2011
Guðmundur Þorsteinsson
ELDUR UPPI Í
SNÆFELLSJÖKLI á 17. öld?
Frá því að ég fór að ferðast um Snæfellsnesið og horfa á landið með augum
leiðsögumanns, fyrir og um aldamótin 2000, hef ég velt fyrir mér upp-
runa ýmissa örnefna og hvað þau ,sögðu‘, en það gat verið býsna margt.
Vestanvert á Snæfellsnesi rakst ég á nöfnin Gufuskálamóða, Móðulækur og
Hólamóður en þau nöfn virtust mér engan veginn geta tengst umhverfinu
eins og það er í dag. Vangaveltur, athuganir, mat á aðstæðum og ályktanir
dregnar af þessu öllu hafa orðið til þess að ég set tilgátur mínar um þetta
efni hér á blað, því að áhugavert gæti verið að skoða málið frekar (1. mynd).
1. mynd. Snæfellsjökull og nágrenni. Kort: Landmælingar Íslands.
Þegar grannt er skoðað má auð-
veldlega sjá ummerki eftir mikið
vatnsflóð við Gufuskála allt frá
fjalli og niður undir sjó, einnig við
Hólahóla alveg frá jökulrótum að
sjó (2. og 3. mynd). Telja má að vatns-
flóð hefði á báðum stöðunum borið
fram mikla gjósku. Þar sem ,móð-
urnar‘ eru lítt grónar má víða greina
hvernig straumrastir hafa legið og
má jafnvel rekja slóðir straumvatns
langt inn í opna gíginn (4. mynd).
Landslag þarna bendir ekki til
möguleika á miklum vatnsföllum
við venjulegar aðstæður. Móðulækur
er lítið vatnsfall, en ummerki sýna að
þar hefur á sínum tíma runnið mikið
vatn með miklum framburði aurs,
enda bendir orðið ,móða‘ einnig til
þess. Ummerki þessara hamfara
má rekja langleiðina til sjávar. Jónas
Hallgrímsson var í náttúruskoðun á
þessum slóðum árið 1841 og ritar í
dagbók sína:
Önnur gömul sögn, sem enn lifir á
vörum manna, er ekki síður rakalaus.
Hún er þess efnis, að tvær stórár,
Hólamóða og Gufuskálamóða, á farvegi
þeirra er enn bent, hafi fyrrum fossað
undan jöklinum suðvestanverðum og
runnið þar yst í Faxaflóa, en síðan
horfið í jörðu og ekki komið upp úr hafs-
botni fyrr en alllangt undan landi. Við
jarðfræðirannsóknir mínar fullvissaði
ég mig til hlítar um að sögn þessi á
rætur í algjörri missýn er stafar af því
hvernig landslaginu háttar. En frekari
orðræða um þetta efni á ekki heima
hér, á hana er drepið sakir þess eins
að hún tengist mjög athyglisverðum
fornmenjum hér um slóðir. Það sem ég
hef í huga eru nokkur gömul tóttarbrot,
Munnmæli
Íslenzk orðabók segir um orðið móða:
„1 fljót, mikið, en straumlítið vatns-
fall. 2 leðja, aur.“1 Í Ferðabók Eggerts
og Bjarna er í kaflanum um ferð
til Snæfellsjökuls sagt á þjóðsagna-
kenndan hátt frá vatnsmiklum ám
á Snæfellsnesi:
Það er þannig, ef til vill ekki
skröksaga, sem sögð er um slétturnar
vestur á Öndverðarnesi, að þar hafi
til forna fallið svo vatnsmiklar ár, að
skip gengu upp eftir þeim, allt upp
undir fjallsrætur. … Svæði þetta
heitir Móður, en það merkir nokkrar
eða margar straumlygnar ár. Einnig
sjást merki eftir mikla farvegu niður
í hraunið, allt til strandar. Í þeim er
vatnsnúið grjót. Almenn sögn segir,
að vatnið hafi með töfrabrögðum verið
látið hverfa í jörð niður og renna
þannig til sjávar.2
81_2#profork070711.indd 85 7/8/11 7:41:47 AM