Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 35
87
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
4. mynd. Rásir eftir vatn í opna gígnum. Hallamælir auðveldar að sjá halla
landsins. Ljósm.: Guðmundur Þorsteinsson.
5. mynd. Nærmynd af grafstáli í námunni. Ljósm.: Guð-
mundur Þorsteinsson.
sem mér virtist víða vera eins og
sviðinn. Sums staðar sýndist hann
mikið sviðinn nokkuð niður í gróð-
urhuluna og virtist sem þar hefði
myndast hörð skel. Nú á vordögum
2011 athuguðu gróðurfræðingar
sýni sem ég tók á þessum slóðum.
Þar kom fram að þarna vex aðallega
hélumosi og eitthvað af fléttum og
þörungum.
Þegar ég stóð þarna og horfði
niður yfir Harðabala, sem var vikur-
sorfinn með vatni og vindi, virtist
mér að ég gæti verið staddur á
austurjaðri gjóskugeirans sem lík-
lega hafði fallið í ,miðaldagosinu‘
yfir Harðabala á tiltölulega mjóu
belti og með skörpum skilum. Þá
fékk ég líka skilning á orsökum
sand- og gjóskuframburðar í Gufu-
skálamóðu og hvers vegna henni
var gefið það nafn. Framangreint
gat einnig skýrt hinn mikla sand-
framburð í Rifsós á síðmiðöldum.6
Mikil upplifun var að vera staddur
á ,blindgötu‘ þegar snögglega opn-
ast ný sýn og skilningur á mörgum
þáttum í torleystu máli.
Mitt fyrsta verk eftir förina yfir
Jökulháls var að afla upplýsinga
um Rif og Rifsós hjá Skúla Alexand-
erssyni, formanni Skógræktar- og
landgræðslufélagsins undir Jökli, en
hann er mjög fróður um allt þetta
svæði. Hann brá skjótt við og auk
munnlegra upplýsinga fékk ég hjá
honum bók Ólafs Elímundarsonar
sagnfræðings, Undir bláum sólarsali.
Þar er sérstakur kafli um Rifshöfn og
Rifsós en þar stendur:
Áin Hólmkela
Þegar líða tók á 17. öldina fóru menn að
hafa áhyggjur af breyttu rennsli ánna
sem runnið höfðu í ósinn, en höfðu nú
rutt sér annan farveg, svo að ósinn tók
að fylla af sandi. Grynnkun Rifshafnar
var mönnum mikið áhyggjuefni og
var málið tekið fyrir á héraðsþingi á
Ingjaldshóli 31. maí 1686 og „dóm-
póstur“ sendur Alþingi um að það
beitti sér fyrir því að ánum yrði veitt í
sinn forna farveg, … 6
Málinu var vísað til landfógetans
en ekkert var gert í því. Í konungs-
bréfi, dags. 26. mars 1687, segir
„… að höfnin í Rifi grynnki svo
mikið daglega … að skip geti ekki
látið ferma og afferma án mikillar
áhættu.“6 Þarna er ekki annað að
sjá en að snögglega hafi farið að
berast sandur (fínkornótt gjóska) í
Rifsós með ánni Hólmkelu og líklega
einnig Laxá, en vatnasvæðið er m.a.
Harðibali og nágrenni. Að saman-
dregnum fyrrgreindum heimildum,
upplýsingum og metnum aðstæðum
má telja að þeytigos (sprengigos)
hafi orðið undir jökli á háfjallinu
upp af Hólum. Gjóskugeirann hefur
að líkindum lagt í norð-norðaustur
yfir jökulinn ofan Eysteinsdals og
yfir Harðabala. Líklegt má telja
að gosið hafi orðið í síðasta lagi
síðsumars árið 1685.
Tilgátur
Tími mun nú kominn til að ræða
nánar tilgátur sem hér hafa verið
settar fram og nokkrar að auki og
tína fram rök þeim til stuðnings. Til-
gátur, sem eru til skoðunar, reyni ég
að taka í eins konar ,möguleikapróf‘.
Ef þær standast ekki rökfræðilega
gagnrýni miðað við aðra vitneskju
eru þær látnar fyrir róða. Mikil
ummerki eftir framburð gjósku með
vatni eru mjög sýnileg beggja vegna
Hólahóla og greinilega má sjá að
vatnsflaumur hefur borið gjósku
inn í Berudal, opna gíginn sem
næst er þjóðvegi (4. mynd). Rekja
má rás vatnsins í fjallshlíðinni frá
jöklinum en ef að líkum lætur ætti
eldstöðin að vera þar. Það virð-
ist vera eini staðurinn sem gæti
verið uppspretta alls þess vatns sem
þarna hefur runnið og hef ég gefið
þeirri ætluðu eldstöð, sem enn mun
leynast augum manna á þessum
slóðum, nafnið Leynir.
Gjóskugeirinn virðist hafa verið
með skörpum skilum á hliðum og
tiltölulega mjór. Austurjaðar hans
virðist mér vera nærri vegslóðanum
ofan Harðabala. Ég hef ekki haft
tækifæri til að kanna hvar vestur-
jaðarinn liggur eða hversu langt
þessi gjóskugeiri nær í norðurátt, yfir
vatnasvæði Hólmkelsár (Hólmkelu,
Jarðfallalækjar)6 og Laxár, en líklega
nær hann til hafs á milli Ólafsvíkur
og Rifs. Á austurjaðrinum, sem er
81_2#profork070711.indd 87 7/8/11 7:41:51 AM