Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 36
Náttúrufræðingurinn
88
nærri jökulrótum fyrir ofan Harða-
bala, hlýtur gjóskan að hafa fallið
á auða jörð, en þess er áður getið
að þar hafi fundist gróðurhula sem
virðist hafa sviðnað. Þar sem áður
tilvitnaður „dómpóstur“ er ritaður
að vori 1686 hlýtur gjóskan að hafa
fallið á vatnasvæðið ofan Rifsóss
að hausti 1685 eða fyrr. Telja má
líklegt að í meðalárferði ,litlu ísaldar‘
hefði þarna rétt neðan jökuljað-
arsins aðeins verið auð jörð í stuttan
tíma síðsumars. Gjóska úr þessu
,miðaldagosi‘ gæti þó fundist utan
gjóskugeirans en tæplega í verulegu
magni, því að telja má að fyrsta
og líklega langöflugasta goshrinan
hafi staðið yfir í tiltölulega stuttan
tíma í rokhvassri suð- suðvestlægri
vindátt, skýjafari og mikilli úrkomu.
Þess konar haustveðri fylgja gjarnan
þrumur og eldingar og sennilegt
verður að teljast að gosið hafi í ágúst
eða september, áður en snjó festi
þarna rétt neðan jökulrandarinnar.
Sé mikið hvassviðri verður gjósku-
geirinn mjórri og hliðarmörkin
skarpari en ella.
Veður og skýjafar hlýtur að hafa
valdið því að gosinu hafi ekki verið
veitt eftirtekt. Flóð og öskufall virð-
ast því ekki hafa verið talið afleið-
ingar jarðelds. Þetta gætu því hafa
verið eðlilegar ástæður þess að ekki
hafi verið talin tengsl milli ,flóð-
anna miklu‘ og óvæntra og óséðra
eldsumbrota. Einnig ber að hafa
í huga að ekki mun þá hafa verið
vitað til að þarna væri virk eldstöð
og því ekki líklegt að sá möguleiki
hafi verið ofarlega í hugum manna.
Ekki er að sjá á frásögn Eggerts
Ólafssonar, sem fór upp á jökulinn
um miðja átjándu öld, að hann
hafi sett sagnir og ummerki eftir
stórfljót (móður) í samband við
eldsumbrot.2 Í þeirri frásögn virðist
mega greina nokkra tregðu fólks til
að fara á ókunnar slóðir á fjöllum.2
Jónas Hallgrímsson virðist ekki
heldur, þrátt fyrir jarðfræðiathug-
anir sínar, taka þann möguleika til
athugunar að flóðin hafi stafað af
eldsumbrotum undir jökli.
Við lokavinnslu þessarar greinar
benti Sigurður Steinþórsson mér á
dæmi um eldgos sem ekki rataði
í heimildir og aðeins er þekkt af
gjóskulagi. Það er stórgos sem varð
í Vatnaöldum kringum 1477. Þetta
gjóskulag er hið þykkasta í jarðvegi
á Jökuldal og Hrafnkelsdal, „a“-lagið
svonefnda sem Sigurður Þórarinsson
kortlagði og er það stærsta á Norð-
austur- og Austurlandi frá því að
sögur hófust. Hann taldi líklegt að
lagið væri frá árinu 1477, en snemma
á því ári féll gjóska í Eyjafirði.7
Þjóðsögur
Jarðfræðingar hafa ekki hikað við
að nota þúsund ára gamla þjóðsögu
sem uppistöðu í ritgerðum um rann-
sóknir sínar. Í Landnámu segir:
Þá var Þórir gamall ok blindr, er
hann kom út síð um kveld ok sá at
maðr reri útan í Kaldárós á járnnökkva,
mikill ok illiligr, ok gekk þar upp til
bæjar þess, er í Hripi hét, ok gróf þar
í stöðulshliði. En um nóttina kom þar
upp jarðeldr, ok brann þá Borgarhraun.
Þar var bærinn, sem nú er borgin.8
Jóhannes Áskelsson ritaði grein
um rannsóknir sínar á Eldborg og
nefndi greinina „Þar var bærinn,
sem nú er borgin“.9 Hún varð síðar
tilefni Hauks Jóhannessonar til að
rita grein í 47. árg. sama rits um
rannsóknir sínar á Eldborg og Rauð-
hálsum, „Þar var ei bærinn, sem nú
er borgin“. Upphaf þjóðsögunnar
virðist mér vera sett fram af nokkurri
gamansemi og jafnvel sem próf á
rökskilningi áheyrandans: „Þá var
Þórir gamall ok blindr, er hann kom
út síð um kveld ok sá, …“ (leturbr.
höf.). Ekki er að sjá að þessi setning
sé neitt sérstaklega valin til að auka
á trúverðugleika sögunnar. Hún
hefði getað verið sett fram til að
gera ævintýrið sögulegra í eyrum
barna. Sögufléttan um manninn
mikla og illilega, járnnökkvann,
bæinn í Hripi og stöðulshliðið hefði
einnig getað fallið vel að hugar-
heimi þeirrar tíðar barna, en hrip
og stöðull munu hafa verið notuð
í daglegu máli þessa tíma og hefðu
hugsanlega getað verið valin með
tilliti til málskilnings þeirra. Hrip
er gert úr trérimlum og ætlað til
geymslu og flutnings á ákveðnu
magni heys. Nafnið er því hlutlaust
og getur hentað vel sem bæjarnafn
í litlu ævintýri fyrir börn sem horfa
og hlusta meðan heyinu er komið
fyrir í hripinu. Þessi sömu börn, eða
önnur sem upplifðu ævintýrið, gátu
síðar orðið heimildarmenn höfundar
Landnámu og þá getið þessarar
skemmtilegu sögu. Vísindamenn
tuttugustu aldar hafa verið upp-
teknir af henni og dómarar hér á
landi virðast einnig á undanförnum
áratugum hafa talið allar frásagnir
Landnámu traustar heimildir sem
forsendur dóma. Verið gæti að
dómarar þurfi að endurskoða
óskeikulleika Landnámu, því að
,ekki er allt sem sýnist‘. Svo virð-
ist sem Borgarhraun og ,borgin´ á
dögum Landnámu sé þar sem
nú heitir Rauðhálsahraun. Í fyrr-
nefndri grein Hauks Jóhannessonar
telur hann líkur á að jarðeldurinn í
Rauðhálsum hafi brunnið „um eða
eftir miðja tíundu öldina“ og þar
með einnig að áherslu- og aðalefni
þjóðsögunnar sé rétt hvað varðar
uppkomu jarðelds á umræddum
tíma, „ok brann þá Borgarhraun“.
Rifsós
Glóandi heit gjóskan, sem mun
hafa fallið á jökulinn ofan Eysteins-
dals, hlýtur að hafa brætt hann og
vatnsflaumurinn síðan borið gjósku
eftir lækjarfarvegum niður á undir-
lendið allt til sjávar að Gufuskálum.
Sú gjóska sem féll á vatnasvæði
Hólmkelsár og Laxár, mun að lík-
indum hafa farið að berast undan
halla, veðri og vindum, eftir vatns-
farvegum og að lokum alla leið
niður í Rifsós. Þetta mun hafa gerst
hratt í fyrstu en síðan hlýtur gjóskan
sífellt að hafa borist í farvegina og
áfram með vatninu í átt til sjávar.
Samkvæmt eðli málsins mun sú
þróun hafa staðið yfir frá gosi, mis-
hratt en örugglega, eftir þeim lög-
málum náttúrunnar sem þar gilda.
Líkur benda til að meginhluti gjósk-
unnar hafi borist fram í Rifsós með
Hólmkelsá, en hún er nær eldstöð-
inni og um 200 árum eftir gos er hún
almennt kölluð Jarðfallalækur.6
81_2#profork070711.indd 88 7/8/11 7:41:51 AM