Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 42
Náttúrufræðingurinn 94 Hiroshima og Nagasaki annars vegar og Tsjernobyl hins vegar, enda geislunin mismunandi teg- undar. Greinst hafa línuleg tengsl milli geislaálags og hjarta- og æða- sjúkdóma eftir kjarnorkusprenging- arnar í Japan. Áhugavert er að geisla- skammtsþröskuldur fyrir myndun þeirra sjúkdóma mældist einungis 0,75 Sv þar, en sá geislaskammtur er mun lægri en almennt er búist við að valdi slíkum áhrifum.i.53 Fyrsta krabbameinið sem var greint sem afleiðing geislunarinnar frá kjarn- orkusprengingunum í Hiroshima og Nagasaki var hvítblæði, en það hefur hins vegar ekki verið tengt við Tsjernobyl-slysið.40,54 Í Tsjernobyl var brjóstakrabbamein hjá konum, sem urðu fyrir geislun sem börn og unglingar, mjög algengt, en engin tengsl brjóstakrabbameins og magns geislunar hafa enn fund- ist eftir kjarnorkusprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki.31,32 Línulegt samband geislaskammts og tíðni skjaldkirtilskrabbameins hefur greinst sem afleiðing kjarn- orkusprenginganna í Nagasaki og Hiroshima og einnig slyssins í Tsjernobyl.34 Meginmunur geisl- unar í þessum tveimur tilfellum er sá að í Tsjernobyl urðu einstaklingar fyrir mestum áhrifum innri geisl- unar vegna mengunar matvæla, en í Hiroshima og Nagasaki var meginhluti geislunarinnar útvortis γ-geislun og háorkunifteindageislun. Þetta getur skýrt mismuninn á áhrifum sem fórnarlömb þessara tveggja atburða urðu fyrir.40 Erfitt er að draga ályktanir um áhrif lágra geislaskammta á heilsufar út frá upplýsingum um áhrif geisl- unar af þeirri stærðargráðu sem lýst er að ofan. Um er að ræða langtíma- áhrif sem koma seint fram og auk þess geta aðrir umhverfisþættir og lífsstíll haft úrslitaáhrif á heilsufar fólks þegar geislaskammtur er lágur. Línuleg vensl eru á milli hárra geislaskammta og áhrifa geislunar- innar á frumur og lífverur. Til þess að áætla áhrif lágra geislaskammta hefur þetta línulega samhengi verið framreiknað fyrir lægri skammta án nokkurs þröskulds. Sú aðferð er umdeild55 og mikilvægt er að vita við hvaða geislaskammt þröskuldur eyðileggjandi áhrifa háorkugeisl- unar er, eða hvort slíkur þröskuldur er fyrir hendi. Hjá starfsmönnum kjarnorkuvera hefur verið sýnt fram á jákvæða fylgni litningabreytinga hvítra blóðfrumna og lágra skammta geislunar, aukna tíðni krabbameins og æxlismyndunar í merg56,57,58 auk línulegrar fylgni hvítblæðis, lungnakrabba og mergæxla við lága skammta geislunar til langs tíma.59 Færa má rök fyrir því að varnar- og viðgerðarkerfi frumna, svonefnt DDR (e. DNA damage response), setji einskonar þröskuld eða skilgreini hámarksgeislaskammt áður en lík- ami og frumur hljóti skaða af.1,60 Þetta kerfi bregst við öllum breyt- ingum á erfðaefni frumunnar og sér um viðgerðir og/eða eyðingu frumna eftir atvikum. Þannig getur fruman oft lagfært geislaskaða og komið í veg fyrir krabbameins- myndun. Erfðagallar tengdir DDR eru þekktir og einstaklingar með slíkan erfðagalla eru í sérstökum áhættuhópi, því lagfæringar á erfða- efni eru ýmist engar eða rangar og hætta á krabbameini því meiri.1,2,60 Nauðsynlegt er að rannsaka áhrif geislunar á lífsameindir, sam- hliða læknisfræðilegum og sam- félagslegum rannsóknum, til að geta ákvarðað hámarksskammt geislunar á tímaeiningu sem ekki er skaðlegur frumum og lífverum. Ísland og flest önnur lönd fara eftir ráðleggingum Alþjóðageislavarna- ráðsins (e. International Commission on Radiological Protection, ICRP) þar sem nýjustu niðurstöður rann- sókna eru teknar saman og notaðar til að móta kerfi geislavarna, m.a. um árlegan hámarksgeislaskammt fyrir starfsfólk við mismunandi vinnuaðstæður, en nefndin gefur reglulega út ný hefti með ráðlegg- ingum. 4. mynd. Kort af dreifingu geislavirku samsætunnar 137Cs um Evrópu eftir Tsjernobyl- slysið sem varð 26. apríl árið 1986.47 – The 137Cs deposition in Europe after the Chernobyl accident (26 April 1986). Kort/Map: Viktor Novikov, UNEP/GRID-Arendal.47 meira en 1.480 kBq/m2 frá 185 til 1.480 kBq/m2 frá 40 til 185 kBq/m2 frá 10 til 40 kBq/m2 minna en 10 kBq/m2 Engin gögn tiltæk Setmyndun 137Cs í jarðvegi í maí 1986. 81_2#profork070711.indd 94 7/8/11 7:41:59 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.