Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 5
109
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
annarra tegunda hefur lítið verið
rannsakaður á Íslandi fram undir
þetta.
Lúpínan er öflug uppgræðslu-
planta á rýru og lítt grónu landi.
Gallinn við hana er sá að hún er svo
kröftug og hávaxin að hún kæfir
flestar aðrar plöntur, nema hæstu
jurtir og trjágróður, með því að hafa
af þeim birtuna.1 Sem dæmi um
hraða útbreiðslu má nefna lúpínu-
breiðu á áraurum í þjóðgarðinum í
Skaftafelli; hún var 1,7 ha árið 1988
en orðin 23 ha árið 2000. Sums staðar
eru lúpínubreiður byrjaðar að gisna
eftir 15–25 ár en annars staðar halda
þær fullum þéttleika eftir 30 ár.2
2. mynd. Í túnum og tóftum Faxastaða í Grunnavík, eyðibyggð í Jökulfjörðum, hefur
kerfill breiðst út en annar gróður vikið að mestu (t.v.). Til marks um hæðarvöxtinn stendur
fólkið upprétt í breiðunni (t.h.). Nær sjónum hefur kerfillinn einnig náð að kæfa lúpínuna.
Ljósm.: Þ.Ö.Á., júlí 2007.
Framandi ágengar
tegundir
Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris)
er líkt og lúpína framandi ágeng
tegund í íslensku lífríki. Hann var
fluttur til landsins sem garðplanta
en hefur breiðst út af sjálfsdáðum.
Hann hefur ekkert landgræðslugildi
og sækir í næringarríkan jarðveg.3
Hann þrífst t.d. afar vel í lúpínu-
breiðum og virðist geta útrýmt lúp-
ínu. En það er lítil huggun, því það
er ekki síður erfitt að halda kerfl-
inum í skefjum, enda er hann, líkt
og lúpínan, með djúpstæða forða-
rót, mikla fræframleiðslu og öran
stofnvöxt.4 Til allrar lukku myndar
hann þó ekki langlífan fræforða
líkt og lúpínan gerir.3 Staða þessara
tegunda í íslensku plönturíki er lík
stöðu minksins í dýraríkinu; þær
ganga freklega á aðrar tegundir sem
koma litlum vörnum við. Þær geta
stuðlað að gróskumiklu en einhæfu
gróðursamfélagi og eru samkvæmt
þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóð-
anna næststærsta ógnin við upp-
runalegar tegundir – á eftir eyðilegg-
ingu búsvæða. Ljóst er að erfitt getur
verið að uppræta ágengar tegundir
en árangursríkast er að grípa inn í
áður en þær verða útbreiddar, og
geta snemmbúnar eða fyrirbyggj-
andi aðgerðir sparað umtalsverðar
fjárhæðir sem ella færu í stórtækari
aðgerðir á síðari stigum.5
Í Náttúrufræðingnum 2010
eru tvær greinar eftir Menju von
Smalensee um framandi ágengar
tegundir í heiminum og á Íslandi.
Þar segir m.a.: „Í samfélagi okkar er
viðhorfið ,saklaus uns sekt er sönnuð‘
nokkuð ráðandi. Framandi tegundir
verður hins vegar að nálgast með var-
úðarreglunni, þ.e. ,sekar uns sakleysi
er sannað‘.“5
Hér á eftir verður lýst í máli og
myndum ólíkum dæmum um að
lúpína hafi lagt undir sig land að
óþörfu og sagt frá tilraunum til að
hefta útbreiðslu hennar.
Dæmi úr Sveitarfélaginu Vogum
um útbreiðslu og tilraunir til
heftingar
Höfundur hefur í nokkur ár
fylgst með út um eldhúsgluggann
hvernig lúpínan nemur land í
grasmóa í austurhorni Kirkjuholts
í þéttbýlinu Vogum. Hér nemur
hún land sem er að mestu gróið
grasi og hvítsmára (3. mynd).
Í júlí 2010 reyttu vinnuskóla-
krakkar lúpínuna og rifu að hluta
upp með rótum, slógu síðan allt með
vélorfum og fjarlægðu uppskeruna.
Tveimur mánuðum síðar sást að
unglingarnir höfðu unnið verk sitt
vel (3. mynd). Sumarið eftir komu
aðeins upp tvær fullþroska lúpínur
sem náðu að blómstra, en í sverð-
inum var mikill fjöldi ungplantna (á
fyrsta og öðru ári), nógu lágvaxnar
til að sleppa þegar slegið var með
vélorfi síðar það sumar (4. mynd).
Fróðlegt verður að fylgjast með
3. mynd. Lúpína hefur breiðst út í austurhorni Kirkjuholts í Vogum undanfarin ár (t.v.).
Sama svæði eftir að búið var að fjarlægja lúpínuna (t.h.). Ljósm.: Þ.Ö.Á., júní og sept. 2010.
81_3-4_loka_271211.indd 109 12/28/11 9:13:30 AM