Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 9
113
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hvernig hefta má
útbreiðslu lúpínu
Menn hafa lengi glímt við lúpínuna
á friðuðu landi, t.d. í þjóðgarðinum
Skaftafelli. Í fjölda ára hefur hópur
sjálfboðaliða slegið lúpínu með
vélorfum til að stöðva framrás stórra
breiða hennar frá Bæjarstaðarskógi
út á áraurana í Morsárdal. Þannig
tókst að hægja á framrás hennar
en ekki stöðva hana. Auðvelt er
að uppræta stakar plöntur og litlar
breiður, en vandinn margfaldast
hvert ár sem ekkert er að gert.
Höfundur þessarar greinar telur
árangursríkt að fara snemma að vori
(apríl–maí) og slíta og stinga plönt-
urnar upp með rót meðan jörðin
er ennþá blaut. Hægt er að slíta
ungplöntur upp allt sumarið, en
það þarf stunguskóflu til að ná þeim
eldri þegar jörðin þornar. Annað
ráð er að slá lúpínuna snemm-
sumars, áður en hún hefur náð að
safna miklum forða í ræturnar og
að sjálfsögðu áður en hún nær að
mynda fræ. Jafnframt ætti ávallt
að slíta sem mest af ungviðinu upp
með rótum. Erfiðast er að fást við
lúpínuna eftir að hún hefur hafið
fræmyndun. Þá þarf að fjarlægja
blómin og fræskálpana. Síðan þarf
í öllum tilvikum að vakta svæðið
næstu ár og jafnvel áratugi og fjar-
lægja plöntur sem upp vaxa áður en
þær ná að mynda fræ.
Rannsóknir á aðferðum til að
hemja eða útrýma lúpínu hófust
fyrir fáum árum. Í Þórsmörk voru
árin 2007–2009 gerðar tilraunir til
að eyða lúpínu með illgresiseitrinu
Roundup. Í ljós kom að eitrunin
eyddi mestöllum gróðri og lúpínu
þar með, en hún var fljót að spretta
aftur upp af fræi og gæti orðið enn
meira einráð eftir. Virðist úðun með
plöntueitri því ekki vera ákjósan-
leg leið til flýta fyrir því að lúpína
hverfi af svæðinu og hopi fyrir
öðrum gróðri.7
Í eitrunartilraun á Helluvaðssandi
á Rangárvöllum var kannað hvort
plöntueitrið Roundup gæti hamlað
útbreiðslu lúpínunnar og jafnframt
haft sem minnst áhrif á annan gróður.
Könnuð voru áhrif plöntueitursins á
fræbanka lúpínu sem eitruð var
á mismunandi þroskaskeiðum og
jafnframt hvort eitrun hafi áhrif á
fræbanka annarra tegunda. Notaðir
voru þrír lítrar af eitrinu á hektara
og sýndu niðurstöður að árið eftir
eitrun var fræforði lúpínu í jarðvegi
u.þ.b. fimmtungur þess sem hann
var á samanburðarreitum þar sem
ekki var eitrað. Fræforði annarra
plantna minnkaði líka marktækt.
Samkvæmt rannsókninni ber eyð-
ing lúpínu með Roundup líklega
mestan árangur þegar plantan er
eitruð í blóma, því þá er fræforði
hennar minnstur og áhrif á annan
gróður innan viðunandi marka.
Þrátt fyrir mikla rýrnun lúpínu í
fræbankanum ári eftir eitrun, er enn
nægilegt fræ til að viðhalda lúpínu á
staðnum og því mikilvægt að velja
aðrar umhverfisvænni aðferðir til
að fylgja aðgerðunum eftir og eyða
kímplöntum sem upp koma þar til
fræforði hennar er uppurinn.8
Í nóvember 2009 fól umhverfisráð-
herra forstjóra Náttúrufræðistofn-
unar Íslands og landgræðslustjóra
að undirbúa aðgerðir til að stemma
stigu við útbreiðslu alaskalúpínu.
Meginverkefnið var að afla gagna
um útbreiðslu tegundarinnar, skil-
greina svæði þar sem takmarka
ætti útbreiðslu, benda á aðferðir
við upprætingu, móta reglur um
notkun í landgræðslu, gera til-
lögur um samráð við vörslumenn
lands, vinna tillögur um fræðslu og
kynningu og benda á nauðsynlegar
breytingar á lögum og reglugerðum
vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Ákveðið var að gera einnig sam-
svarandi tillögur um aðgerðir gegn
skógarkerfli.
Söfnun gagna um útbreiðslu á
hálendi og á friðlýstum svæðum
leiddi í ljós að skógarkerfill, en
þó sérstaklega alaskalúpína, er
útbreiddari en ætlað var.
Nefndin skilaði árið 2010 til-
lögum að aðgerðum sem miða
að því að setja útbreiðslu tegund-
anna strangar skorður til þess að
takmarka neikvæð áhrif þeirra á
íslenska náttúru, en jafnframt að
nýta kosti alaskalúpínu á völdum
svæðum til landgræðslu og rækt-
unar. Eingöngu skuli nota lúpínu
á stórum, samfelldum sanda-,
vikur- og melasvæðum þar sem
sjálfgræðsla er lítil og uppgræðsla
eða skógrækt með öðrum aðferðum
mjög kostnaðarsöm eða erfiðleikum
bundin. Komið verði í veg fyrir að
tegundirnar breiðist út á hálendi
Íslands ofan 400 m hæðar, á frið-
uðum svæðum á láglendi og annars
staðar þar sem þær hafa ekki enn
komið sér fyrir.4
Hvaða aðferð telur nefndin duga
best til að uppræta lúpínu? Það
fer eftir aðstæðum, m.a. hversu
greiðfært er um landið, en úðun
með eitri telur nefndin ódýrustu
aðferðina sem henti víðast hvar.4
Höfundur þessarar greinar telur of
snemmt að hampa þeirri aðferð í
ljósi niðurstaðna þeirra fáu rann-
sókna sem gerðar hafa verið og
minnst er á hér framar.7,8
Uppræting kerfilsins er líkast
til enn erfiðari, en þar er huggun
harmi gegn að útbreiðsla hans er
mun minni enn sem komið er og
hann safnar ekki langlífum fræforða.
Þar virðist úðun með eitri allajafna
vera hagkvæmasta leiðin.3,4
Komið hefur í ljós að ertuygla
(Melanchra pisi)9 getur höggvið
skörð í lúpínubreiður og skapað
þar rými fyrir aðrar tegundir svo
sem gras.10 Hún leggst aðallega á
jurtir af ertublómaætt, m.a. lúpínu,
en hefur einnig unnið skaða á
skógræktarsvæðum sunnanlands.
Vorið 2009 fór af stað verkefni þar
sem lífsferill ertuyglu er rannsak-
aður sem og útbreiðsla hennar og
skaðsemi.11 Hugsanlega getur þessi
fiðrildalirfa komið að gagni við
að hemja útbreiðslu lúpínu ef hún
vinnur þá ekki því meiri skaða á
öðrum gróðri, en það kostar miklar
og tímafrekar rannsóknir að fá áreið-
anlegt svar við þeirri spurningu.
Lokaorð
Alaskalúpína er mjög afkastamikil
uppgræðslujurt og hentar sums
staðar ágætlega. Hún er óneitanlega
falleg og áberandi jurt og gefur þar
viðurkenndum skrautplöntum ekk-
ert eftir. En hún uppfyllir líka þá
81_3-4_loka_271211.indd 113 12/28/11 9:13:35 AM