Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 21
125 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fjörumór 3. mynd. Einfaldað snið í jarðlögin í Hofsvík neðan Sjávarhóla. – Simplified cross section in the Sjávarhólar rockslide at the shore of Hofsvík bay. 4. mynd. Fjörumórinn fram undan Sjávarhólum á stórstraumsfjöru 21. febrúar 2011. Akrafjall sést í fjarska, Grundarhverfi nær. – The submerged peat on the Sjávarhólar rockslide at the low tide of February 21st, 2011. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson. falleg gönguleið á Kerhólakamb og gömul smalamannaleið (2. mynd). Í Esjuhlíðum er berghlaupsurðin mjög hulin skriðum og aurkeilum, en þó má auðveldlega rekja mið- hluta hennar allt niður að strönd. Jaðrar hennar til hliðanna eru hins vegar óljósir og víða ósýnilegir. Yngri skriður liggja upp að þeim. Yfirborð urðarinnar er mjög máð. Hún hefur verið stórgrýtt og allt frá sjó og upp í hlíð eru stór björg og bergkastalar áberandi innan um smærri mulning. Urðarjaðarinn niðri á láglendinu er hulinn þykkum mýrarjarðvegi. Þar hafa mýrar verið ræstar fram og gerðar að túnum. Suðurjaðar urð- arinnar (innri jaðar) er við Árós, þar sem Flóðará rennur í sjó. Norður- jaðarinn er við ströndina vestur af Skrauthólum. Áætlað er að fremstu urðartoturnar séu 300–400 m undan landi úti í Hofsvík. Sjávarurðin fer á kaf á flóði en á fjöru myndar hún áberandi skerjaklasa í víkinni. Stærstu skerin eru í raun björg úr hlaupinu, svo sem Skarfasker fram undan Skrauthólum. Flatarmál urðarinnar er um 2,0 km2, þegar sjávarurðin er tekin með í reikninginn. Lengd hennar er um 2900 m og fallhæðin 725 m. Rúmtak urðarinnar er illa þekkt en áætlað hefur verið að hún sé um 15–20 milljónir rúmmetra, þar af 4 millj- ónir í sjó.17 Allmikil byggð er á berg- hlaupsurðinni, Skrauthólar I, II og III, Sjávarhólar, Vindheimar og Horn. Fyrrum voru þar einnig bæirnir Öfugskelda og Sjávarhólakot. Þegar lágsjávað er kemur í ljós allmikill fláki af fjörumó ofan á sjávarurðinni (sjá 2.–4. mynd). Mór- inn þekur einungis lítinn hluta urðarinnar og myndar aflangan fláka samsíða ströndinni, um einn hektara að stærð. Utar hefur hann ekki fundist. Mórinn sést einnig í sjávarbakkanum upp af fjörunni en tengslin við fjörumóinn eru hulin sandi. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er minnst á fjörumóinn við Sjávarhóla: „Við sjávarmál á Kjalarnesi er um fjöru tekinn upp mór, sem kallaður er sjótorf. Hann logar vel, en í honum snarkar, og af honum leggur sterka brennisteinsfýlu. … Eldsneyti þetta eyðileggur katla og potta úr kopar á stuttum tíma, þannig að á þá detta smágöt. … Þar eð trélurkar finnast í fjörumónum, hlýtur hér að hafa verið þurrlendi áður, sem annað hvort hefir brotnað af sjávar- gangi eða sigið í sjó.“ (Ferðabók I, bls. 7–8.)18 Fjörumór ofan á hlaupinu og lag urðartungunnar úti fyrir ströndinni sýna að sjór hefur staðið lægra við landið er urðin hljóp fram en hann gerir nú. Hefði hún fallið við það sjávarborð sem nú ríkir er ljóst að flóðbylgja (tsunami) hefði borist um Faxaflóa.17 81_3-4_loka_271211.indd 125 12/28/11 9:13:56 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.