Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 31
135
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
á svæðinu tengjast henni. Sam-
kvæmt jarðfræðikorti Jóhanns
Helgasonar8 er fjallið, þaðan sem
bergflóðið féll, úr dílóttum basalt-
hraunlögum, en ofan á þeim hvílir
þóleiít-bólstrabrotaberg. Ofan við
bólstrabrotabergið tekur við þykkt
móbergsset og rétt segulmagnað
móberg, sem talið er myndað á
Bruhnes-segulskeiðinu. Samsetning
bergflóðsurðarinnar endurspeglar
þessa fjölbreyttu gerð berggrunnsins.
Ríkjandi gangastefna á svæðinu er
frá austri til vesturs.
Berghlaup – stór skriðu-
föll úr berggrunni á
Íslandi
Stærstu skriðuföll sem verða úr
berggrunni á Íslandi eru hin svo-
nefndu berghlaup.9,10 Berghlaupin
eða landformin sem myndast hafa
við þessi skriðuföll finnast víða um
land en flest, stærst og fjölbreyttust
eru þau þó á blágrýtissvæðunum á
Vesturlandi, Norðurlandi og Aust-
fjörðum. Sennilega eru þau algeng-
ust á Miðnorðurlandi en þau eru vel
þekkt úr öðrum landshlutum þar
sem berggrunnur er yngri, þ.e. á
grágrýtis- og móbergssvæðunum.11
Sjaldgæfust hafa berghlaup verið
talin í móbergsmyndunum en við
nánari skoðun kemur í ljós að þar
eru þau ekki nærri því eins sjaldgæf
og af hefur verið látið. Þau eru að
vísu ekki eins mörg og í eldri berg-
grunni, þ.e. blágrýtismynduninni, en
aðallega smærri að rúmmáli og því
ekki eins áberandi.12
Þegar skoðuð eru nánar þau
landform sem hérlendis hafa verið
flokkuð sem berghlaup kemur í ljós
að um er að ræða nokkra flokka
skriðufalla.13,14 Undir hugtakinu
berghlaup hefur verið slegið saman
nokkrum hópum skriðufalla, svo
sem berghruni (e. rock fall/rock mass
fall), bergskriðum (e. rock slides) og
bergflóðum (e. rock avalanches/rock
fall avalanches), auk fleiri tegunda
skriðufalla, og jafnvel landformum
sem myndast hafa við annarskonar
landmótunarferli.15,16 Ástæður
berghlaupa á Íslandi eru ekki vel
þekktar og enn sem komið er lítt
kannaðar, en þær eru greinilega
nokkuð mismunandi. Hér má tína
til nokkur dæmi: Undangröftur
jökla á ísöld. Myndun hjalla úr
þykkum lausum jarðlögum við
efri brún þykkra ísaldarjökla, hátt
utan í fjallshlíðum, og hrun þessara
jarðlaga þegar jöklar hurfu, auk
uppmolnunar berggrunns vegna
áhrifa sífrera ofan við yfirborð
ísaldarjökla. Halli jarðlaga í hlíðum
og myndun skriðflata um millilög
í berggrunni. Breytt stæðni hlíða
þegar jöklar hopa og myndun og
losun spennu í berggrunni vegna
fargs frá ísaldarjöklum. Mismun-
andi berggerðir í berggrunni og
mismunandi stæðni og styrkleiki
berglaga. Lega fornra og nýrra
brotalína og ganga um fjallshlíðar.
Þá er vel þekkt að breytingar og
sveiflur í grunnvatnsrennsli í berg-
grunni og stórir jarðskjálftar geta
komið af stað berghlaupum.13,14
Aldur berghlaupa er einnig mjög
mismunandi. Mörg eru frá þeim
tíma þegar jöklar hurfu í lok ísaldar
eða stuttu síðar, en talsverður fjöldi
er frá miðhluta nútíma (3000–6000
ára) og sum enn yngri.9,10,11 Nýjasta
dæmið er bergflóðið frá því í mars
2007 við Morsárjökul í Öræfum1
sem fjallað er um í þessari grein.
Á síðustu 50 árum hafa orðið
nokkur skriðuföll, af þeirri tegund
sem flokka má sem berghlaup, í
nágrenni megineldstöðvanna Eyja-
fjallajökuls og Mýrdalsjökuls.12
Þarna hafa stór bergstykki fallið eða
hlaupið fram úr bröttum dalahlíðum
sem skriðjöklar hafa tiltölulega
nýlega grafið niður í ungan berg-
grunn, þar sem skiptast á móbergs-
myndanir og hraunlög. Á þessum
stöðum eru allar aðstæður mjög svo
sambærilegar við nágrenni Morsár-
jökuls þar sem hrunið varð í mars
2007. Þekktast þessara skriðufalla er
svonefnt Steinsholtshlaup í janúar
1967, en þá varð berghlaup úr fjall-
inu Innstahaus við Steinsholtsjökul,
sem er einn af skriðjöklunum sem
ganga norður úr Eyjafjallajökli.17,18
Minna þekkt eru nýleg, en ekki eins
stór, berghlaup sem orðið hafa við
ýmsa af skriðjöklunum úr Mýrdals-
jökli, eins og á Jökulsárgilsjökli við
Sólheimajökul,19 við Mosakamb20 og
Krossárjökul.21 Öll hafa þau komið í
ljós við fjarkönnun, þ.e. komið fram
á flug- eða gervihnattamyndum,
og því lítið vitað um hvenær eða
hvers vegna þau féllu. Auk þess
er erfitt eða illmögulegt að komast
að flestum þeirra, og þau því enn
sem komið er aðeins könnuð úr
fjarlægð. Samkvæmt þessu virð-
ist vera talsverð berghlaupavirkni
á þessum svæðum og því ekki
ólíklegt að þarna hafi fallið, t.d. á
síðustu 100 árum og jafnvel síðustu
áratugum, þó nokkur berghlaup
án þess að nokkur hafi tekið eftir
þeim. Á sumum skriðjöklunum frá
Mýrdalsjökli, t.d. Tungnakvíslarjökli,
hafa sést á flugljósmyndum miklir
aurbunkar.21 Þarna gætu verið á
ferðinni ummerki berghlaupa. Víða
við Vatnajökul, t.d. í Öræfasveit, eru
aðstæður hvað snertir berggrunn
og landmótun svipaðar og við Eyja-
fjallajökul og Mýrdalsjökul. Þar eru
þó ekki þekkt önnur nýleg berg-
hlaup en það sem féll á Morsárjökul
í mars 2007, en full ástæða er til að
kanna það frekar.
Bergflóð
Bergflóð (e. rock avalanches/rock fall
avalanches) eru frekar sjaldgæfur
hópur skriðufalla sem ferðast getur
langar vegalengdir þrátt fyrir að
fallhæðin sé stundum lítil.22 Virðist
hreyfanleiki efnisins tengjast vökva-
kenndri hegðun við hreyfingu. Ein
af þeim skýringum sem settar hafa
verið fram um tímabundna vökva-
hegðun efnisins í bergflóðum er
sú að hátíðni- þrýstisveiflur, sem
myndast við fallið í upphafi, og
skrið efnisins í kjölfarið lækki við-
nám á milli bergbrota í efninu. Við
könnun tunglsins og Mars hafa
fundist stórar bergflóðsurðir en það
gefur til kynna að hvorki vatn né
loft þurfi til að valda vökvakenndri
hegðun efnismassans sem hleypur
fram.23
Til eru fjölmargar lýsingar á berg-
flóðum sem fallið hafa á skriðjökla
erlendis og eru margar þeirra frá
Alaska, svo sem bergflóðið sem
féll á Sherman-jökulinn árið 1964
81_3-4_loka_271211.indd 135 12/28/11 9:14:03 AM