Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 38
Náttúrufræðingurinn 142 María Hildur Maack Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 142–152, 2011 Samfélagslegur viðbúnaður við hnattrænni hlýnun Aðlögun að veðurfarsbreytingum merkir að reynt er að bregðast við afleiðingum hnattrænnar hlýnunar svo þær valdi sem minnstum skaða. Fyrirbyggjandi aðgerð er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða langvarandi bindingu þeirra. Í eftirfarandi grein, sem byggð er á skýrslum, vísindagreinum og erindum á ráðstefnu í Stokkhólmi í nóvember 2010 um aðlögun norrænna samfélaga að veðri á 21. öld, er gefin innsýn í afleiðingar breytinganna út frá langtímaspám um þróun veðurfars í Norður-Evrópu. Hér er þess freistað að byggja ofan á skýrslur náttúrufræðinga um afleiðingar hlýnunar og fjallað um nokkrar samfélagslegar hliðar málsins. Þunginn af viðbrögðum á hverjum stað mun lenda á hverju sveitarfélagi og því getur vel upplýstur almenningur greitt fyrir farsælum lausnum. Tæpt verður á viðbúnaði nágrannaþjóða á þessu sviði, minnst á aðgerðir hér á landi og dregin fram nokkur dæmi sem sýna hve víðtækt efnið er. Tilgangurinn er að vekja athygli á málefninu og stöðu samfélagslegrar aðlögunar á Íslandi, einkum í ljósi þess ávinnings sem freistandi er að reyna að ná með sam- vinnu norrænna þjóða gegn þessari náttúruvá. Greinin tengir þannig saman almenna náttúrufræði og umhverfisstjórnun, og verður hér oftar minnst á áætlanir og kostnað en algengt er í greinum um náttúrurannsóknir. 1. mynd. Íshellan á Norðurpólnum. – Ponds on the ocean. Ljósm./Photo: NASA/Goddard Space Flight Center/Kathryn Hansen, 12. júlí 2011. kostnaðurinn sem fylgir nauðsyn- legum aðgerðum til að fyrirbyggja loftslagsbreytingar. Voru því stjórn- völd um allan heim hvött til að afstýra hlýnun þar sem afleiðingar hennar yrðu komandi kynslóð enn dýrkeyptari. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar (hér eftir nefnd milliríkjanefnd SÞ eða IPCC)2 hefur metið gögn og rann- sóknir á gagnrýninn hátt og gefið út vandað efni um merkjanlegar og fyrirsjáanlegar breytingar vegna hnattrænnar hlýnunar. Samkvæmt niðurstöðum mismunandi hermi- líkana og mismunandi spám um aukningu á styrk gróðurhúsaloftteg- unda í andrúmsloftinu á þessari öld gæti meðlahitastig hækkað á bilinu 1,1–6,4°C. Á sömu forsendum er gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um 18 til 59 cm á sama tíma.2 Um sama leyti og Alþingi sam- þykkti aðgerðaáætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi um Inngangur Árið 2006 kom út í Bretlandi skýrsla, kennd við Nicholas Stern,1 sem fjallaði um kostnað af því að stemma stigu við loftslagsbreytingum vegna hlýnunar lofthjúpsins samanborið við núvirði kostnaðar sem hlýst af afleiðingum þeirra. Niðurstaðan var skýr: Það er miklu dýrara að bíða aðgerðalaus; fyrirsjáanlegur kostnaður vegna skemmda á mann- virkjum og breytingar í lífkerfinu sem mikilvægar atvinnugreinar hvíla á, svo sem landbúnaður, ferða- þjónusta og iðnaður, er meiri en 81_3-4_loka_271211.indd 142 12/28/11 9:14:11 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.