Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 40
Náttúrufræðingurinn
144
stefna í orkumálum samofin lofts-
lagsmálum. Í undirbúningsvinnunni
var vakin athygli á nauðsyn þess
að auka rannsóknir og fræðslu um
það hvernig vistkerfin bregðast
við hækkandi hitastigi og breyttu
úrkomumynstri, enda benda spár
til þess að rigning muni aukast
í vesturhluta landsins og vetur
hlýna verulega. Þjónusta vistkerf-
anna, eins og hreinsun lofts og
neysluvatns, vöxtur skóga, afkoma
nytjastofna og samsetning tegunda,
er dregin fram sem liður í að halda
við afrakstri mikilvægra náttúru-
auðlinda í sænskum landbúnaði og
timburiðnaði, en hvort tveggja er
mikilvægur þáttur í sænska hagkerf-
inu. Einnig hefur upplýsingum verið
komið á framfæri á vefsíðum til að
styðja við bakið á sveitarfélögum
og ráðleggja þeim um leiðir til að
takast skipulega á við þessi flóknu
umhverfisverkefni.
Hinni opinberu dönsku vefgátt
um aðlögun að loftslagsbreytingum
er helst beint til almennings.12 Þar er
hægt að skoða á landakorti hverra
breytinga megi vænta ef miðað
er við mismunandi spár milliríkja-
nefndar SÞ um aukningu gróður-
húsalofttegunda. Einnig má sjá
hvernig breyttar meginvindáttir og
-styrkur, hitastig og úrkoma geta
leikið hvert sveitarfélag, en mestar
áhyggjur vekur lág grunnvatnsstaða
í tengslum við hækkandi sjávarstöðu.
Af því tilefni hafa yfirvöld stungið
upp á aðferðum sem almenningur
geti notfært sér til að verja og spara
grunnvatn og varna því að frárennsli
blandist neysluvatni. Til dæmis er
mælt með því að til vökvunar og
útiþvotta sé notað regnvatn sem
safnað er af þökum.13
Danskar stjórnvaldsaðgerðir
komu fyrst fram árið 2004 þar sem
aðilum í byggingariðnaði og öðrum
atvinnugreinum, ekki síst skipulags-
deildum, er bent á að taka þurfi
mið af veðurfari í framtíðnni en
ekki miða við uppsafnaða reynslu.
Vegna hærri vatnsstöðu er til dæmis
hætta á að sögulegar byggingar (t.d.
trébindingshús) geti skemmst. Ekki
sé lengur hægt að velja annað hvort:
að draga úr kolefnisútblæstri eða
laga sig að veðurfarsbreytingunum;
samfélagið verði að gera hvort
tveggja. Þótt ekki sé unnt að segja til
um það með vissu hversu mikið yfir-
borð sjávar muni stíga er auðsætt að
tilhneigingin er öll á einn veg og því
þarf að verja strönd og mannvirki
gegn ágangi sjávar. Sjávarflóð verða
algengari og alvarlegri vegna meiri
sveiflna í loftþrýstingi og harðari
vinda til viðbótar við hækkað sjávar-
borð. Flóð í ám verða líklega tíðari
og stærri samfara tíðari úrkomu.13,14
Í fyrrnefndum fræðslubæklingi er
gefið dæmi um hvernig Árósaborg
hefur brugðist við, þ.e. með því að
grafa einskonar yfirfallsgryfjur á
strandsvæði borgarinnar og leggja
rýmri fráveitustokka sem geta tekið
við flóðvatni. Þetta er gert til að
draga úr flóðahættu í kjöllurum
borgarinnar.
Síðari ríkisstjórnir hafa haldið
málinu vakandi með aðgerðaráætl-
unum í orkumálum, sveitarfélög eru
hvött til að sameina vinnslustöðvar
með húsdýraúrgang og draga úr
kolefnislosun frá samgöngum.
Í Noregi draga sérfræðinga-
skýrslur fram ýmsar jákvæðar hliðar
hlýnunar fyrir norskt hagkerfi.15
Sala rafmagns frá endurnýjanlegri
orku yfir landamæri Noregs gæti
aukist – í samræmi við stefnu
Evrópu-sambandsins – með vax-
andi úrkomu, bráðnun jökla og
þar með betri afkomu vatnsafls-
stöðva. Á döfinni er að styrkja
rafmagnslínur enn frekar til að
standast áhlaup hvassari vinda.
Vonast er til að gróður spretti betur
á sumrin, enda kæmi það sér vel
fyrir skógarnytjar, og menn gera sér
vonir um betri uppskeru og nýjar
tegundir í ávaxtarækt um miðbik
landsins, þar sem skilyrðin eru
best (2. mynd). Einnig er gert ráð
fyrir mildari vetrum og minnkandi
snjókomu þannig að spara megi
snjómokstur.15,16 Bæklingur var
gefinn út 2007 til að kynna hvernig
13 borgir í Noregi stefndu að því
að sinna viðbúnaði við veðurfars-
breytingum, en þar var hvorki gerð
grein fyrir því hvernig jafnframt
skyldi staðið að því að draga kerfis-
bundið úr útblæstri né hvernig
almenningi yrði gefinn kostur á að
leggja sitt af mörkum. Árið 2011
er hins vegar búið að uppfæra
skýrslur og gera þær aðgengilegar
almenningi í ítarlegu safni sérfræð-
ingaskýrslna um áhrif veðurfars-
breytinga í Noregi.15,16,17
Síðustu vetur hefur skíðasnjór verið
helst til lítill sums staðar í Noregi
og hafa menn áhyggjur af því að
skíðafimi og vetrarhefðir gætu lagst
af. Brátt kunni að vaxa upp kynslóð
sem ekki njóti hefðbundinna vetrar-
íþrótta og fari á mis við norska
útivistarmenningu. En markaðurinn
2. mynd. Grænmetisræktun hefur eflst á Íslandi á undanförnum árum. Norðmenn gera sér vonir
um meiri ávaxtauppskeru. – Growing vegetables has become more popular recently in Iceland.
Norwegians hope for better fruit crops following global warming. Ljósm./Photo: Finnur Árnason.
81_3-4_loka_271211.indd 144 12/28/11 9:14:13 AM