Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 46
Náttúrufræðingurinn 150 gögnum hefur nýlega verið komið á framfæri á vefnum eins og áður sagði. Ofangreind upptalning er ein- ungis brot af þeim málefnum sem varða afleiðingar af hlýnun jarðar, en þrátt fyrir óvissu í einstaka málum bendir allt til þess að draga megi úr skaðanum þótt breytingum verði ekki afstýrt með öllu. Norræn samfélög hafa þótt til fyrir- myndar á mörgum sviðum; þegnar hafa sýnt yfirvöldum traust og samtakamáttur hefur verið sterkur þegar á hann hefur reynt. Þrátt fyrir hagrænar sveiflur eru norrænu ríkin þekkt fyrir að sinna mikilvægum almannahagsmunum – þau búa við félagsauð, eins og Stefán Ólafsson lýsti á ráðstefnu í Reykjavík 2004. Hérlendis eiga hjálparsveitirnar og Landsbjörg stað í þjóðarsálinni. Sjálf- boðaliðar eru jafnan viðbúnir þegar hjálparkall kemur. Að undanförnu hafa íslenskar hjálparsveitir einnig brugðist hratt við erlendu neyðar- ástandi. Við treystum því yfirleitt að lögreglu- og almannavarnayfirvöld komi til hjálpar, ásamt fyrrgreindum sjálfboðaliðum, jafnt þegar bjarga þarf sjómönnum í strandi, finna villta ferðamenn eða hraktar rjúpna- skyttur. Gildir þar einu hvort það eru veður, hamfaraflóð, jarðskjálfti eða eldgos sem ógna. Með hjálpar- sveitunum er komin góð viðbót í félagsauð okkar Íslendinga. En ólíkt ógninni sem stafar af eld- gosum er hlýnun jarðar langvinn og breytingarnar hægfara; við skynjum ekki veðurfarsbreytingar frá degi til dags . Hér þarf þarf almennings- fræðslu frá öllum hliðum um það hve alvarleg staðan er á heimsvísu og það að æskilegt sé að grípa strax í taumana. Lokaorð Ef kenningin, sem sett var fram hér að framan, um svipaðar breyt- ingar, viðnámsþrótt, hagkvæmni samvinnu eða sértæka aðlögun hvers norræns ríkis er íhuguð í lok þessarar samantektar skýrast sumir drættir en aðrir ekki. Ýmis góð tækifæri til samvinnu eru sjáanleg, ekki síst fyrir Íslendinga sem eru skemmra á veg komnir með stefnumótun í aðlögunar- málum. Íslendingar geta þó einnig lagt sitt af mörkum, einkum á sviði almannavarna og skipulegs sjálf- boðastarfs, en við þyrftum öll að verða hjálparkallar, sbr. frýjunarorð Karin O‘Brian. Í fyrsta lagi gætu Norðurlönd aukið notkun endurnýjanlegrar orku. Sameiginlega (og hvert um sig) gætu þau aukið hlutdeild inn- lendrar orku og sum gætu selt orku yfir landamæri. Þau gætu boðið yfirfærslu framúrskarandi tækni við orkusparnað og kerfisuppbygg- ingu í almannaþágu. Þau gætu minnkað kolefnisspor með því að draga úr olíunotkun, til dæmis í samgöngum, einkum vegna þess hve almenningur hefur greiðan aðgang að almenningssamgöngum og dreifikerfum. Í þessum efnum er rétt að íhuga hvort soga þurfi upp síðasta olíudropann til þess eins að koma útblæstrinum í andrúms- loftið áður en endurnýjanleg orka og sparneytnari tækni hafa verið fléttaðar inn alls staðar þar sem færi gefst. Ef einhverjir hafa efni á að vera brautryðjendur í slíkum breyt- ingum eru það Norðurlandaþjóð- irnar. Í það minnsta er mikilvægt að allur umhverfiskostnaður sem fylgir olíuvinnslu á hánorrænum slóðum verði tekinn til frádráttar þeim ábata sem menn sjá í slíkri auðlindanýtingu. Í öðru lagi geta Norðurlandaþjóð- irnar miðlað reynslu sín á milli um haldbærar lausnir á nýjum aðstæðum. Ýmsir aðilar sem hafa unnið að áhættumati og gerð lang- tímaáætlana hafa miðlað af reynslu sinni í gagnkvæmum heimsóknum. Þetta á m.a. við um veitufyrirtæki og vegagerð, sem og um skógræktar- félög og vinabæi. En nú er ekki nóg að horfa í baksýnisspegilinn. Bera þarf saman viðbúnað og fyrirbyggj- andi áætlanir sambærilegra svæða, einnig til að forðast mistök. Hverja áætlun þarf að aðlaga staðháttum og er góð þekking undirstaða góðra viðbragðsáætlana. Líklegt má telja að Ísland gæti notið góðs af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin annars staðar á Norðurlöndum, og ekki síður Færeyjar og Grænland sem virðast einnig skammt á veg komin. Sem dæmi má nefna strandsvæða- stjórnun og vistkerfisstjórnun í ný- rækt, eins og beitt hefur verið um skeið í sænskum skógum. Vistkerfis- stýring, er varðar blandaða rækt, lífrænar varnir gegn meindýrum og rannsóknir á áhrifum vetrarhlýinda á útskolun næringarefna og afdrif barrtrjáa, gæti hentað á Vestnorræna svæðinu smám saman. Hér hefur víða verið almenn þátttaka í skóg- rækt og því er sjálfsagt að gefa almenningi kost á að fylgjast með þróuninni. Viðbragðsáætlunum og ábyrgð á þeim mætti dreifa, eins og gert hefur verið í tengslum við almannavarnir í námunda við eldstöðvar. Auk almannavarna og aðstoðar á neyðarsvæðum gætu Íslendingar miðlað af reynslu sinni varðandi viðbrögð við hamfara- flóðum, viðhald á rafdreifikerfum, hafnarmannvirki sem standast áhlaup flóða og fleira. Í þriðja lagi er afar mikilvægt að veiðistjórnun á far-nytjastofnum sem breyta hegðun sinni sé byggð á jafnvægi og sjálfbærri nýtingu. Hagsmunir komandi kynslóða eru í húfi. Í fjórða lagi ber að hafa í huga að allt sem minnkar útblástur gróður- húsalofttegunda dregur úr dýr- keyptum skaða og lækkar jafnframt heildarkostnað. Nú má deila um hvort fyrirbyggjandi aðlögun dragi athygli frá aðgerðum til að minnka útblástur. Á fyrrnefndri ráðstefnu í Stokkhólmi kom fram hjá fulltrúum sveitarstjórna að reynslan sýni annað. Þar sem sveitarfélög hafa horfst í augu við að þurfa nauðsynlega að kosta meiru til viðhalds vegna skemmda á mannvirkjum, hefur það virkað eins og fyrsta staðfesting á óáþreifanlegum spám. Við það hefur athyglin fljótlega beinst að aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Stokk- hólmur er dæmi um sveitarfélag þar sem verulega hefur dregið úr útblæstri. Í Reykjavík hefur verið 81_3-4_loka_271211.indd 150 12/28/11 9:14:16 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.