Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 55
159 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Íslensk grasafræði spratt upp í Möðruvallaskóla í Eyjafirði um aldamótin 1900, að frumkvæði Ólafs Davíðssonar og Stefáns Stefáns- sonar, en síðan tóku Eyfirðingarnir, Ingimar, Ingólfur og Steindór við boltanum og héldu á lofti langt fram á síðustu öld. Þá vildi svo heppilega til að upp óx nýr kvistur af þessum gamla meiði, Hörður Kristinsson frá Arnarhóli í Kaup- angssveit, sem gerðist fléttufræð- ingur en sneri sér brátt að skipulegri könnun á útbreiðslu íslenskra blóm- jurta og byrkninga og ferðaðist í því skyni um þvert og endilangt landið. Á 2–3 áratugum tókst honum að kortleggja útbreiðsluna, miðað við 10 x 10 km reitakerfi, og hefur síðan stöðugt verið að endurbæta kortin. Á árunum 1977–1987 gegndi Hörður stöðu prófessors í grasa- fræði við Háskóla Íslands, en settist svo að á heimaslóð og gerðist for- stöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands á Akureyri, sem síðar sameinaðist Náttúrufræðistofnun Íslands og kallast nú Akureyrarsetur hennar. Hann lét af því starfi 1999, en er þó engan veginn hættur að sinna íslenskri grasafræði. Síðan um aldamót hefur hann haldið úti vefsíðu (floraislands. is), með lýsingum og myndum af fjölda íslenskra plantna og skrá yfir íslenskar háplöntur, sem gefin var út í fjölritaröð Náttúrufræðistofn- unar 2008 undir heitinu Íslenskt plöntutal. Blómplöntur og byrkningar. Skráin er stöðugt uppfærð á Netinu, miðað við nýjustu þekkingu. Frá sama tíma hefur hann staðið fyrir óformlegu félagi „Flóruvina“ og ritað og gefið út árlegt fréttabréf þeirra, Ferlaufung. Enginn mun nú hafa jafn yfigripsmikla þekkingu á íslenskum háplöntum og Hörður. Það var því mikið fagnaðarefni þegar út kom á vordögum 2010 ný og stóraukin útgáfa Plöntuhandbókar hans, sem nefnist nú Íslenska plöntu- handbókin. Plöntuhandbókin kom fyrst út hjá Erni og Örlygi 1986 og síðan hjá Máli og menningu 1998, þá í óbreyttu formi. Þessi fyrri útgáfa var 304 bls. og innihélt lýsingar og ljósmyndir af 365 tegundum, en getið var um 73 tegundir að auki, sem ýmist eru erlendir slæðingar, mjög sjaldgæfar tegundir eða svo líkar þeim sem lýst var að þær urðu naumast aðgreindar á myndum. Langflestar myndir (um 300) hafði höfundur tekið, en auk hans áttu 15 ljósmyndarar myndir í bókinni. Sigurður Valur Sigurðsson teiknaði myndir af plöntuhlutum, sem birtust á spássíum. Í þessari nýju útgáfu eru lýsingar og myndir af 465 tegundum, og hafa því 100 tegundir bæst við frá fyrri útgáfum bókarinnar. Af þessum 100 tegundum var 63 stuttlega getið með líkum tegundum í eldri útgáfum, án mynda eða útbreiðslukorta. Hinar 37 eru erlendar tegundir sem ílenst hafa á síðustu áratugum (25 teg- undir), auk nokkurra smátegunda af maríustakki og undafíflum sem torvelt er að greina sundur. Fremst í bókinni er einfaldur myndalykill sem vísar á blaðsíðubil. Teikningar Sigurðar Vals eru vel gerðar og auðvelda mjög greiningar. Í allmörgum tilvikum hafa litlar myndir af öðrum þroskastigum, t.d. af berjum, verið felldar inn í aðalmyndirnar og koma stundum í stað tveggja mynda sem voru af sumum tegundum í fyrri útgáfum bókarinnar. Einnig eru nokkrar inn- felldar nærmyndir af blómum. Þetta er til bóta og auðveldar greiningar. Skipt hefur verið um litmyndir af fjölmörgum tegundum í þessari nýju bók; hún inniheldur nú nær eingöngu myndir höfundar, sem einnig hefur skipt út mörgum sinna eigin mynda. Í flestum tilvikum eru þau skipti til bóta, en það er þó ekki einhlítt. Varla mun nokkur Íslendingur taka Herði fram við ljósmyndun plantna, og því er það nokkurt undrunarefni að sumar þessara nýju mynda eru að mínum Íslenska plöntuhandbókin Blómplöntur og byrkningar Ritfregnir Höfundur: Hörður Kristinssson 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og menning, Forlagið ehf., 2010. (364 bls.). Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 159–161, 2011 81_3-4_loka_271211.indd 159 12/28/11 9:14:21 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.