Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 66
Náttúrufræðingurinn 170 frjálsra félagasamtaka við umhverfis- ráðuneytið til ársins 2011. Tengiliður sér um samskipti milli ráðuneytisins og félaganna í tengslum við tilnefn- ingar í nefndir og ráð. Umhverfisráð- herra setti á stofn starfshóp vorið 2009 til að kanna rekstrarhorfur félaga á sviði umhverfismála. Guð- mundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, fór fyrir hópnum en auk hans voru Kristín Svavarsdóttir og Tryggvi Felixson í starfshópnum. Hópurinn skilaði skýrslu til ráðherra. Aðalfundur Aðalfundur HÍN 2009 var haldinn laugardaginn 27. febrúar 2010 kl. 14 og fór fram í fundarsal Náttúru- fræðistofu Kópavogs, í Safnahúsinu í Kópavogi. Fundarstjóri var kos- inn Guðmundur Guðmundsson og fundarritari Droplaug Ólafsdóttir. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti ársreikninga félags- ins, sem voru samþykktir af fundar- mönnum án athugasemda. Kjörtími formanns var liðinn og gaf Kristín ekki kost á sér til endur- kjörs. Dr. Árni Hjartarson jarðfræð- ingur var kosinn nýr formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags. Úr stjórn áttu að ganga Droplaug Ólafsdóttir, Helgi Guðmundsson og Kristinn J. Albertsson. Kristinn var endurkjör- inn en Droplaug og Helgi gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Tillaga var lögð fram um kjör Jóhanns Þórssonar og Rannveigar A. Guicharnaud og var hún samþykkt samhljóða. Arnór Þ. Sigfússon og Kristinn Einarsson voru endurkjörnir skoðunarmenn reikninga og Hreggviður Norðdahl varamaður þeirra. Hilmar J. Malmquist gerði grein fyrir tveimur ályktunum sem stjórnin lagði fyrir aðalfundinn og voru þær samþykktar. 1) Ályktun um Náttúruminjasafn: „Aðalfundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags, haldinn í Kópavogi þann 27. febrúar 2010, hvetur mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, eindregið til þess að beita sér af fullum þunga fyrir uppbyggingu á sýningaraðstöðu og húsakynnum Náttúruminjasafns Íslands þannig að sæmi íslenskri þjóð, gestum landsins og ægifagurri náttúru. Minnt er á ályktanir fyrri aðalfunda félagsins til margra ára um málefni Náttúruminjasafns Íslands, höfuðsafns íslensku þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem félagið hefur sett á oddinn í meira en heila öld. Hið íslenska náttúrufræðifélag telur farsælast að ráðast í uppbyggingu á veglegu og nýstárlegu náttúru- minjasafni, sem hafi höfuðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, helst í mið- borg Reykjavíkur í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar. Félagið leggur áherslu á mikil- vægi þess að vanda vel til allrar vinnu sem snýr að stefnumótun og skipulagningu á starfsemi hins nýja safns sem og öðru því er varðar vinnu við hönnun og útlit safns- ins. Brýnt er að Náttúruminjasafn Íslands starfi í nánum vísindalegum tengslum við þá fjölmörgu aðila sem rannsaka, unna og sýsla með náttúru landsins. Einkum ber þó að horfa til Náttúrufræðistofn- unar Íslands, sem umfram flestar aðrar opinberar rannsóknarstofn- anir hefur lögboðnum skyldum að gegna á sviði almennrar skráningar íslenskrar náttúru. Hið íslenska náttúrufræðifélag minnir einnig á samofna sögu og tengsl félags- ins við Náttúrugripasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og nú síðast Náttúruminjasafn Íslands og væntir góðs samstarfs við ráðu- neyti mennta- og menningarmála og umhverfismála um framtíðarmálefni Náttúruminjasafns Íslands.“ 2) Ályktun um Náttúrufræðinginn og áskrift opinberra aðila: „Aðalfundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags, haldinn 27. febrúar 2010 í Kópavogi, hvetur íslensk stjórnvöld og stjórnendur opinberra stofnana á sviði fræðslu, rannsókna og miðl- unar til að standa vörð um útgáfu Náttúrufræðingsins, félagsrits Hins íslenska náttúrufræðifélags, og styðja Stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags. Myndin er tekin á afmælisfundi félagsins þ. 28.12.2009. Ljósm. Guðmundur Páll Ólafsson. 81_3-4_loka_271211.indd 170 12/28/11 9:14:30 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.