Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 67
171
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
með því móti við miðlun þekk-
ingar og fróðleiks til landsmanna
um umhverfismál og íslenska nátt-
úru. Náttúrufræðingurinn hefur
verið gefinn út samfellt í rúma sjö
áratugi, frá árinu 1931. Um er að
ræða alþýðlegt fræðslurit þar sem
birtar eru greinar um náttúrufræði,
jafnt fræðilegar greinar og almenur
fróðleikur. Margar greinar í ritinu
fjalla um niðurstöður rannsókna
á íslenskri náttúru sem eru hvergi
birtar annars staðar. Leitast er við að
gera efninu skil á aðgengilegan hátt
þannig að áhugasamir leikmenn sem
og fræðimenn geti haft bæði gagn og
gaman af, þó án þess að slakað sé á
kröfum um gæði og áreiðanleika.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
bendir á að þrátt fyrir menningar-
legt og fræðilegt mikilvægi Náttúru-
fræðingsins gerir smæð íslensks
samfélags félaginu örðugt fyrir um
að byggja upp stóran hóp meðlima.
Stuðningur og þátttaka opinberra
aðila getur því skipt sköpum í
afkomu ritsins. Undanfarin misseri
hefur borið á auknum úrsögnum
opinberra bókasafna og skólastofn-
ana úr félaginu. Í ljósi bágs efna-
hagsástands og kröfu yfirvalda um
sparnað og niðurskurð er skiljanlegt
að stjórnendur telji hags sinna stofn-
ana gætt með slíkum ákvörðunum.
Þó er hætt við að ávinningurinn
verði að teljast léttvægur til lengri
tíma litið ef grafið er undan tilveru
ritsins og útgáfan leggst af.
Þegar litið er til þess óeigingjarna
framlags sem stór hópur vísinda-
manna og fagaðila leggur af mörkum
við útgáfu Náttúrufræðingsins og
þeirrar sérstöðu sem ritið hefur í
útgáfu á íslensku fræðsluefni um
náttúrufræði, verður að telja illskiljan-
legt að þeir opinberu aðilar sem
hafa skyldum að gegna varðandi
fræðslu og miðlun náttúrufræða líti
á uppsögn Náttúrufræðingsins sem
sparnað.“
Útgáfa
Á árinu 2009 kom út einn og hálfur
árgangur Náttúrufræðingsins, hálfur
77. árg. (3.–4. hefti) og allur 78. árg.
(tvö tvöföld hefti), alls þrjú tvöföld
hefti. Í árslok vantaði upp á einn
árgang til að ljúka átaksverkefni því
sem hófst í september 2006 og ætlað
var að vinna upp seinkun í útgáfu
tímaritsins. Í lok ársins var þó séð
fyrir endann á því þar sem unnið
var að lokafrágangi á fjórföldu hefti,
79. árg., með safni greina eftir fyrir-
lesara á afmælisráðstefnu til heiðurs
Arnþóri Garðarssyni prófessor.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
gerði samning við Landsbókasafn
Íslands – Háskólabókasafn um
ljósmyndun á eldri árgöngum
Náttúrufræðingsins og var hann
undirritaður í febrúar 2009. Með
samningnum skuldbatt félagið sig
til að skila Náttúrufræðingnum
rafrænt til safnsins, auk skylduskila
á prentuðu efni, og safnið tók að sér
að ljósmynda gömul hefti tímarits-
ins. Með þessu er tryggt að tímaritið
verður varðveitt bæði á prentuðu og
rafrænu formi. Þá var á haustmán-
uðum 2009 opnað fyrir aðgang að
eldri árgöngum Náttúrufræðingsins
á vefnum www.timarit.is sem Lands-
bókasafn Íslands – Háskólabókasafn
rekur. Samkvæmt samningnum
verða fimm nýjustu árgangarnir
hverju sinni lokaðir. Leit að efni í
Náttúrufræðingnum er með þessu
gerð auðveldari. Félagið fékk 500
þúsund króna styrk til verkefnisins
úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jóns-
sonar.
Félagsbréfið kom út þrisvar
sinnum á árinu. Félagsbréf með aug-
lýsingu um aðalfund félagsins var
sent öllum félagsmönnum heim í
upphafi ársins. Þá komu tvö Félags-
bréf út á haustmánuðum, í septem-
ber með vetrardagskrá fræðslu-
funda félagsins og í desember þar
sem afmælisfundur HÍN í tilefni
120 ára afmælisins var auglýstur.
Fræðslufundir
Fræðsluerindi Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags voru haldin síðasta
mánudag vetrarmánaðanna kl.
17:15 í sal Menntaskólans við Sund.
Erindin voru flutt í MS eftir að hafa
verið í Háskóla Íslands frá fyrri
hluta síðustu aldar, en stjórn félags-
ins tók þessa erfiðu ákvörðun vegna
hárrar leigu hjá HÍ sem félagið réð
ekki við. Sex fræðsluerindi voru
haldin á árinu en ekki voru erindi
í maí og september. Síðasta erindi
ársins, erindi dr. Helga Björnssonar
jöklafræðings, var haldið í Salnum í
Kópavogi í samstarfi við Jöklarann-
sóknafélag Íslands og Bókaútgáfuna
Opnu.
Erindi ársins voru:
Í janúar hélt dr. Árni Einarsson líf-
fræðingur erindið „Lífríkiskreppur í
Mývatni“. Fundargestir voru 51.
Rannveig Magnúsdóttir líffræð-
ingur hélt í febrúar erindið „Pokadýr
í Ástralíu“ og mættu 50 manns.
Dr. Friðgeir Grímsson steingerv-
ingafræðingur hélt í mars erindið
„Jurtir í jarðsögu Íslands“ sem fjallaði
um niðurstöður doktorsverkefnis
Friðgeirs. Fundargestir voru 47.
Í apríl hélt Snævarr Guðmunds-
son, ljósmyndari og stjörnuskoðunar-
maður, erindið „Stjörnuhiminninn
yfir Íslandi“. Fundargestir voru 18.
Jóna Björk Jónsdóttir líffræðingur
hélt í október erindið „Gróðurfram-
vinda í Skaftáreldahrauni og áhrif
hraungambra á landnám háplantna“.
Fundargestir voru 28.
Síðasta erindi ársins hélt dr. Helgi
Björnsson jöklafræðingur í nóvember,
um jökla á Íslandi, og nefndi hann
erindið „Jöklar á Íslandi í upphafi
21. aldar og framtíðarhorfur“. Fyrir-
lesturinn var haldinn í samstarfi
við Jöklarannsóknafélag Íslands og
Bókaútgáfuna Opnu en bók Helga
„Jöklar á Íslandi“ var þá nýkomin út.
Fundargestir voru 189.
Samtals mættu 194 manns á
fyrstu fimm erindin, 39 að meðaltali
á hvern fund. Á fræðsluerindi Helga
í Salnum skrifuðu 189 í gestabók
félagsins en áætlað var að á milli
200 og 250 manns hefðu mætt. Alls
mættu því a.m.k. 383 á fræðslufundi
HÍN á árinu, eða að meðaltali 64 í
hvert sinn. Friðgeir Grímsson og
Ester Ýr Jónsdóttir héldu utan um
skipulag og framkvæmd fundanna.
81_3-4_loka_271211.indd 171 12/28/11 9:14:30 AM