Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 8
8
Veiðigjald, sem lagt er á út-
gerðir landsins, hefur fimm-
faldast á undanförnum árum,
úr 649 milljónum króna fisk-
veiðiárið 2005-2006 í rúm-
lega 3 milljarða króna fisk-
veiðiárið 2010-2011. Áætlað
er að tekjur ríkissjóðs af
veiðigjaldi á yfirstandandi
fiskveiðiári hækki um 50% frá
því síðasta og verði um 4,5
milljarðar króna. Þetta kemur
fram í svari sjávarútvegsráð-
herra við fyrirspurn Einars
Kristins Guðfinnsonar á Al-
þingi.
Veiðigjald á þessu fisk-
veiðiári hefur verið ákveðið
13,3% af framlegð útgerða.
Miðað við óbreyttar forsendur
um afla, framlegð og þorsk-
ígildisstuðla sem notaðar eru
við útreikning á áætluðu
veiðigjaldi á þessu fiskveiði-
ári og boðaða hækkun veiði-
gjaldsins upp í 27% af fram-
legð fyrirtækjanna má áætla
að veiðigjaldið fiskveiðiárið
2012-2013 verði ríflega 9
milljarðar króna.
Veikir landsbyggðina
„Þessi stórfellda gjaldtaka af
útgerðunum, sem allt bendir
til að muni hækka fjórtánfalt
á aðeins sjö árum, kemur
fyrst og fremst til með að
veikja landsbyggðina, þar
sem langflestar útgerðirnar
eru,“ segir Einar Valur Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri
Hraðfrystihússins-Gunnvarar
hf. í Hnífsdal.
„Um 90% allra aflaheimilda
eru á landsbyggðinni, þar
sem sjávarútvegurinn er víða
kjölfestan í atvinnulífinu. Ég
veit ekki alveg hvernig þetta
rímar við áform stjórnvalda
V E I Ð A R
Tobis ehf.
Heiðargil 2 - 230 Reykjanesbær -
Sími 562 5789 - GSM 698 5789 -
Fax 421 5989 - thor@tobis.is
Afgreiðsla Ísafirði.
Afgreiðsla Dalvík.
Afgreiðsla Eskifjörður.
Afgreiðsla Höfn í Hornafirði.
Tóbis ehf
Veiðigjald útgerða hækkað úr 650 milljónum í 9 milljarða á sjö árum:
„Þegar sjávarútvegur er
annars vegar eru allir Íslend-
ingar hagsmunaaðilar“
Ein af stærri löndunarhöfnum landsins er Höfn í Hornafirði. Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess hf. og for-
maður Útvegsmannafélags Hornafjarðar segir aukna skattlagningu hamla mjög nauðsynlegri endurnýjun búnaðar í sjávarút-
vegi.
Miðað við áform um hækkun veiðigjalds upp í 27% af framlegð fyrirtækja er áætl-
að að verður skatturinn verði níu milljarðar fiskveiðiárið 2012-2013.