Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 14
14 H J Á L P A R S T A R F Íslenskir framleiðendur á þurrkuðum fiskafurðum eru stærstu styrktaraðilar verk- efnisins „Mission for vision“ í Calabar í Nígeríu. Nú í haust var því fagnað að 22 þúsund augnaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar í verkefninu en það hófst árið 2003. Augnað- gerðaverkefnið hefur frá upp- hafi miðað að því að gefa blindu og sjónskertu fátæku fólki í Nígeríu sýn á ný en þetta er fólk sem fátæktar sinnar vegna hefur ekki efni á að greiða fyrir slíkar aðgerðir á sjúkrahúsi. Framlag ís- lensku framleiðendanna dugir fyrir 2000 augnaðgerðum ár- lega. Sendinefnd frá Íslandi var viðstödd þessi tímamót og varð vitni að því þegar fólk sem misst hafði sjónina upp- liði að lokinni aðgerð að sjá veröldina á ný. Þiggjendurnir byrja á að koma í skoðun en flestir eru með vagl eða gláku. Með ein- faldri leysiaðgerð er þeim tryggð sjón í langflestum til- vikum. Aðgerðin sjálf tekur ekki nema rétt um 5 mínútur en sjúklingarnir þurfa að vera á spítalanum 3-5 daga og koma svo í eftirlit tvisvar eftir aðgerð. Allt ferlið er sjúk- lingnum að kostnaðarlausu. Starfsfólk spítalans er flest heimafólk en yfirstjórnin og læknirinn sem framkvæmir aðgerðirnar eru frá Indlandi. Áhrifarík stund „Það var mjög áhrifaríkt að upplifa þessa stund, sjá gleðina í augum þessa fátæka fólks og finna einlægt þakk- læti í okkar garð sem höfum staðið að þessu verkefni,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fisk- miðlunar hf. á Dalvík en fyr- Alls hafa um 22 þúsund manns í Calabar farið í augnaðgerðirnar sem að stærstum hluta eru mögulegar vegna stuðnings íslenskra afurðaframleiðenda. Um er að ræða fátækt fólk sem annars hefði ekki haft ráð á þessum aðgerðum. Íslenskir framleiðendur þurrkaðra fiskafurða: Gera þúsundum Nígerubúa kleift að öðlast sjón á ný Aðalsteinn Þorsteinsson hjá Þurrkuðum fiskafurðum hf. í Grindavík að hlaða afurðagáminn sem fer til Nígeríu sem framlag íslensku fyrirtækjanna í augnverk- efnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.