Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 56
56
„Ármann Sigurðsson var
dæmigerður sjómaður hvað
líkamlegt ástand varðaði en
áhugasamari en flestir aðrir
og afar fróðleiksfús. Hann
skar sig líka úr með því að
fylgja öllum leiðbeiningum,
ekki bara svona nokkurn veg-
inn heldur alveg bókstaflega!
Fólk með svo einbeittan vilja
til að breyta lífstíl sínum nær
verðskulduðum árangri,“ segir
Sonja Sif Jóhannsdóttir, for-
varnarfulltrúi TM, um „tilfell-
ið“ Ármann á Vilhelm Þor-
steinssyni, sem hún nefndi al-
veg sérstaklega í ávarpi á
málþingi Sjávarklasans í Mar-
el í nóvember síðastliðnum.
Hún skrifaði upphaflega
meistaraprófsritgerð um
heilsufar sjómanna og var af
því tilefni um borð í togara
Brims hf., Guðmundi í Nesi, í
veiðiferð, fylgdist með um
mannlífinu og mataræðinu
um borð og ræddi við skip-
verjana í hópum eða eins-
lega. Ritgerðin varð síðar til
þess að TM bauð henni starf
sem forvarnarfulltrúi og hún
hefur ekki síst beint athygli
að sjómönnum og heilsu
þeirra. Rannsóknir benda til
þess að þrír af hverjum fjór-
um íslenskum sjómönnum
séu of þungir, sem er umtals-
vert hærra hlutfall en hjá
þjóðinni í heild.
Stutt á milli líkamslegs og
andlegs ástands
„Séu menn ekki þokkalega á
sig komnir líkamlega hefur
það jafnan neikvæð áhrif á
andlega ástandið líka eða öf-
ugt. Stundum er talað um að
karlmenn eigi erfitt með að
tjá sig um líðan sína en ég
upplifði allt annað í einka-
samtölum við sjómenn. Þeir
lýstu því til dæmis opinskátt
ef þeim leið ekki vel og þeir
voru kvíðnir eða daprir.
Svefnleysi kom líka við sögu
og þar með skortur á hvíld.
Eftir að ég dvaldi um borð í
Guðmundi í Nesi var ákveðið
að lengja vaktir skipverja úr
sex tímum í átta og þá hvíld-
ust menn betur á frívaktinni.
Þannig má breyta hugsunar-
hætti og ýmsu í daglegu lífi,
sem hefur jafnvel mikil já-
kvæð áhrif á mannskapinn
og líðan hans. Mataræði og
hreyfing skipta þar höfuðmáli
en fleira getur komið til. Að-
alatriðið er að greina vand-
ann, fara vel yfir málið í
hópnum og að fullvissa menn
um að vera sjálfir reiðbúnir
að breyta lífstílnum eða við-
teknum venjum. Þá lætur ár-
angurinn ekki á sér standa.“
AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja
verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks
sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks
sjávarútvegs og fiskeldis.
Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni
með þetta að markmiði.
Skilafrestur umsókna er til kl. 17, 1. febrúar 2012.
Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið
avs@avs.is og bréflega á póstfangið AVS
rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Háeyri 1, 550
Sauðárkrókur
Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir þrjá flokka:
a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna
Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða
þróunarverkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins.
Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn
gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver
styrkur getur numið allt að átta milljónum króna.
Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri
verkefna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri
tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um
styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt,
þarf að gera grein fyrir fullnægjandi framvindu
verkefnisins áður en styrkumsókn er afgreidd.
b. Smá- eða forverkefni
Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða
verkefna til undirbúnings stærri verkefna á sviði
rannsókna og/eða þróunar. Styrkupphæð er allt að
einni milljón króna og skal verkefninu lokið innan tólf
mánaða frá úthlutun.
c. Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum
Veittir eru styrkir til verkefna, sem stuðla að nýjum
störfum og aukinni verðmætasköpun í
sjávarbyggðum. Horft er til ýmissa verkefna, sem
geta tengst t.d. framboði á sjávarfangi,
ferðaþjónustu, nýjum vörum eða þjónustu.
Hámarkstími verkefna er 12 mánuðir og
hámarksupphæð styrkja er þrjár milljónir króna.
Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki
fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn
tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar.
Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna
á heimasíðu sjóðsins www.avs.is.
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins
og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs.
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Háeyri 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 453 6767 ∙ www.avs.is
AVS rannsóknasjóður
í sjávarútvegi
auglýsir eftir umsóknum
H E I L S A S J Ó M A N N A
Dæmigerður sjómaður
Sonja Sif segir Ármann hafa verið fróðleiksfúsan hvað bætt líferni varði og hafa
fylgt öllum leiðbeiningum nákvæmlega. „Fólk með svo einbeittan viljan nær verð-
skulduðum árangri,“ segir Sonja Sif sem sagði sögu Ármanns á málþingi Sjávar-
klasans nú í haust.