Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 18
18
S J Ó F E R Ð A M I N N I N G A R
Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður
Símar:
467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441
Gleðileg jól
Það er hæg sunnan gola og
bjartviðri. Þetta er einn af
þessum dögum sem styrkja
Akureyringa í þeirri bjargföstu
trú að hvergi á landinu, jafn-
vel í öllum heiminum, sé að
finna betra veðurfar en í Eyja-
firði.
Hávært píp sker í eyru Ak-
ureyringa. Skipverjar á Harð-
baki EA 3 þenja flautuna um
leið og þeir leggja frá landi.
Búið er að fylla skipið af ís
og dæla í alla neysluvatns-
tanka eins og kemst, skálka
lúgur, reyra niður dekk-
planka og festa bakborðs- og
stjórnborðstrollin meðfram
síðunum. Þau eru geymd á
þilfarinu uns skipið kemur á
veiðislóð. Bakborðstrollið er
til vara ef hitt skyldi rifna illa.
Í eldhúsinu keppast kokk-
arnir við að fara yfir kostinn.
Bryggjukarlarnir hafa borið
inn saltfisk í pökkum og salt-
kjöt í tunnum, mjólk á brús-
um, kjöt og ógrynni af
sekkjavöru, haframjöli, hveiti
og sykri. Frosnum kindar-
skrokkum er komið fyrir í
stórum kæliklefa aftan við
borðsalinn þar sem þeir
munu þiðna hægt og bítandi
eftir því sem líður á veiðiferð-
ina. Kokkarnir höggva
skrokkana um borð.
„Kjötið vildi slepjast svolít-
Í sjávarháska við
Nýfundnaland
Gengið frá eftir venjulegan túr á Nýfundnalandsmiðum. Sjómennirnir kölluðu það
montfisk sem sett var á dekkið. Hann sýndi svo ekki varð um villst að aflaklær
voru á ferð. Á þessari mynd af Harðbaki er montfiskurinn tekinn að safnast fyrir
framarlega á dekkinu vinstra megin.