Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 54

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 54
54 H E I L S A S J Ó M A N N A Ljúft að sjá tveggja stafa tölu á vigtinni „Ég byrjaði á því að setja gos- drykki og sælgæti á bannlista, minnkaði brauðát en jók við mig ferska grænmetið. Síðast en ekki síst fór ég að borða minna en áður. Strax viku seinna fann ég fyrir breyting- um og eftir sex vikna veiðiferð kom ég tólf kílóum léttari í land. Sérlega ljúft var að sjá þegar ég komst fyrst undir hundrað kílóa markið og tveggja stafa tölur blöstu við á vigtinni. Breytingin er bæði andleg og líkamleg, líðanin er bara allt önnur nú en áður var,“ segir Ármann Sigurðs- son, 46 ára háseti á fjölveiði- skipi Samherja, hf., Vilhelm Þorsteinssyni EA-11. Hann tók sér tak í eigin heilbrigðismálum sumarið 2009, í anda viðhorfa og ráð- legginga Sonju Sifjar Jóhanns- dóttur, íþróttafræðings og for- varnarfulltrúa Tryggingamið- stöðvarinnar. Leiðir Ármanns og Sonju Sifjar lágu fyrst sam- an þegar útgerðin fékk hana til að fjalla um mataræði og hreyfingu áhafnarinnar. Þá var Ármann í grennd við 110 kílóin en hafði misserum áð- ur lagt enn meira á vigtina sína eða vel yfir 130 kíló. Stöðugt aðhald Sonju Sifjar „Ég var sem strákur alltaf í fótbolta og brenndi því miklu en þegar ég hætti að hreyfa mig seig á ógæfuhliðina. Um þrítugt var ég orðinn fjandi þykkur,“ segir Ármann. „Mér tókst ná af mér tals- vert mörgum kílóum en var samt áfram í þriggja stafa tölu og var bara bærilega sáttur við það, þar til Sonja Sif kom um borð fyrir þremur árum. Í heilsutékki kom ég reyndar þokkalega út hvað varðar út- hald, hjarta og æðar en hún sannfærði mig um að gera eitthvað róttækt í mínum mál- um. Ég væri einfaldlega alltof þungur og yrði að bregðast við því. Sonja Sif var mjög ákveðin með skýr skilaboð. Ég hlustaði og ákvað að bregðast við, enda engrar undankomu auðið. Hún vildi fylgjast með mér og hótaði dagsektum ef ég næði ekki árangri! Við vorum í sam- bandi í gegnum tölvupóst og hún fylgdist því vel með gangi mála. Ég er að öllu leyti í miklu betra formi en áður og fór fljótlega að ganga á fjöll þeg- ar færi gáfust. Því er ekki að neita að eftir því var tekið um borð og annars staðar þegar kílóin runnu svona hressilega af mér og sjálfsagt hefur heilsuátakið haft einhver áhrif á aðra. Samherji á líka hrós skilið fyrir að hvetja starfsfólk sitt til að hreyfa sig og stunda líkamsrækt. Slíkt viðhorf eig- enda fyrirtækis skiptir miklu máli. Mér er ljúft að segja mína sögu hér til að hvetja aðra, sem eru í svipuðum sporum og ég, að taka sér tak. Það er sannarlega þess virði.“ Gjörbreytt líf - tugum kílóa léttari. Ármann í eldhúsinu heima í Urðargili á Akureyri. „Líðanin er allt önnur en áður var,“ segir Ármann. Ármann var yfir 130 kíló þegar hann ákvað að snúa blaðinu við. „Ég var orðinn fjandi þykkur um þrítugt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.