Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 10
10 F I S K E L D I Fyrir rúmu ári keypti fyrirtækið Íslensk matorka ehf. seiða- eldisstöðina við Fellsmúla í Landssveit og hefur síðan ver- ið að framleiða bleikju og borra (tilapiu) en það er hvít- fisktegund sem lifir við kjör- aðstæður í 28°C heitu vatni og hefur til þessa aðallega verið framleidd í Austurlönd- um og mið Ameríku. Fram- leiðslugeta stöðvarinnar er um 100 tonn af bleikju og vel á annað hundrað tonn af borra á ári. Í undirbúningi er að taka upp nýtt framleiðslu- kerfi sem gerir kleift að tvö- falda bleikjuframleiðsluna og einnig er ný og mun stærri fiskeldisstöð á teikniborðinu. Tækifærið er í fiskeldi Íslensk matorka ehf. var stofnuð af þremur konum; Sjöfn Sigurgísladóttur sem er doktor í matvælafræði og Stefaníu K. Karlsdóttur sem er með BSc gráðu í matvæla- fræði og MBA og Ragnheiði I. Þórarinsdóttur sem er doktor í verkfræði og MBA. Allar hafa þær mikla reynslu af rekstri- og stjórnunarstörfum og hafa stundað rannsóknir og þróunarvinnu árum sam- an. „Ætli við getum ekki sagt að þetta hafi byrjað sem hug- mynd á blaði hjá okkur fyrir um tveimur árum þegar við vorum að velta fyrir okkur hvernig mætti nota alla þá orku sem landið býr yfir til að auka útflutningsverðmæti þjóðarinnar,“ segir Sjöfn Sigur gísladóttir. Hún segir að þær hafi alltaf komist að þeirri niðurstöðu að tæki- færin lægju í fiskeldi sem byggði á ímynd Íslands sem hreinu og fögru landi, ríku af vatnsorku og jarðhita. Lækka fóðurkostnað „Hugmyndafræði okkar er að reka vistvænt fiskeldi með lít- ið kolefnisspor þar sem við nýtum á hagkvæman og end- urnýjanlegan hátt auðlindina sem felst í volga vatninu, sem fáir eru að nota.“ Sjöfn segir að á sama tíma og þær ein- beiti sér að eldi á tveimur tegundum sé verið að skoða hvernig hægt sé að auka verðmætin og nýta betur allt hráefnið sem verður til við framleiðsluna. „Við erum til dæmis að skoða aðferðir til að lækka fóðurkostnað en það viljum við helst gera með fóðri sem er framleitt hér á þessum slóðum. Meðal ann- ars kemur til greina að minnka fiskimjöl í fóðrinu en nota í staðinn repju og annað hráefni. Þá viljum við skoða hvort hægt sé að nýta af- skurðinn sem til fellur til fóð- urframleiðslu og fiskroðið til leðurframleiðslu. Þetta eru bara dæmi um verkefni sem eru til skoðunar hjá okkur,“ segir Sjöfn. Samkeppnisfær við Asíu og Ameríku Aðspurð segir Sjöfn margar ástæður fyrir því að eldi á borra varð fyrir valinu. Í fyrsta lagi er markaðurinn vaxandi og má sem dæmi nefna að árlega eru fram- leiddar 2 milljónir tonna fyrir Bandaríkjamarkað einan. Ís- lensk matorka ætlar hins veg- ar að leggja megin áherslu á Evrópumarkað sem er ennþá lítt plægður akur fyrir borra og sem hægt er að nálgast á umhverfisvænni hátt og með minni tilkostnaði. Þá nefnir hún að hér á landi eru góðar aðstæður til að nota volgt vatn til eldisins. Það skiptir einnig máli að borrinn vex mjög hratt og nær sláturstærð á um hálfu ári auk þess sem tegundin fjölgar sér með lif- andi seiðum og því þarf ekki að leggja í vinnu við að klekja seiði úr hrognum. „Síð- an er þetta ótrúlega góður matfiskur, bragðmildur og þéttur í sér og líkist helst lúðu eða skötusel,“ segir Sjöfn. Hún segir marga hafa lýst efasemdum þegar þær orð- uðu fyrst að fara í eldi á borra og talið fráleitt að fara í samkeppni við lönd í Asíu og mið Ameríku. Þess vegna hafi þær farið til Víetnam og Kína og kynnt sér aðstæður og sannfærst um að það væri ákveðið tækifæri fyrir hendi í borra eldi. „Við áttuðum okkur fljót- lega á því að við erum sam- keppnisfær við þessi svæði því hér getum við stundað eldið allan ársins hring við stöðugar aðstæður, sem til dæmis Kínverjar geta ekki því hitastigið, þar sem þeirra eldi Íslensk matorka hefur eldi á Hekluborra: Samkeppni við fiskeldis- fyrirtæki í Asíu og Ameríku Stofnendur Íslenskrar matorku ásamt tveimur samstarfsaðilum, þeim Sveinbirni Oddssyni og Sigga Hall. Frá vinstri: Svein- björn Oddsson, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Stefanía K. Karlsdóttir og Sjöfn Sigurgísladóttir. Fyrir framan breiðir út faðminn Siggi Hall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.