Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 12
12
F I S K E L D I
fer aðallega fram, fer niður í
10 gráður í janúar, en kjörhiti
fyrir borra er hátt í 30 gráður.
Þá gera neytendur nú auknar
kröfur um að aðstæður til
matfiskframleiðslu séu góðar
og seljendur þurfa að geta
sýnt fram á að fiskurinn sé al-
inn í hreinu vatni.“ Hún segir
að það vinni einnig með
þeim að nýlega varð mjög
hörð umræða um fiskeldi í
Víetnam í kjölfar sýningar á
fréttaskýringaþætti í Evrópu
um fiskeldi í Mekong fljótinu
þar sem dregin var upp ófög-
ur mynd af ástandinu. Í kjöl-
farið hrundi markaður í mið
Evrópu fyrir eldisfisk frá Víet-
nam um 40%. „Við höfum
bent á að þeir sem skoða
fiskinn í eldiskerunum okkar
sjá fiskinn en ekki vatnið. Ef
þú skoðar hins vegar fisk í
eldi í Víetnam eða Kína þá
sérðu gruggugt vatnið en
ekki fiskinn.“
Áhersla á markaðsstarfið
Sjöfn segir að fyrsta tilrauna-
framleiðslan á borra hafi farið
á markað í ágúst síðastliðn-
um. Fiskurinn var seldur hjá
Fylgifiskum og einnig til
nokkurra veitingastaða. Eftir-
spurnin hafi strax verið meiri
en hægt var að anna, sem
lofar góðu fyrir framhaldið.
Þá hafa einnig verið sendar
prufur til væntanlegra er-
lendra kaupenda. „Við
vinnum þetta kannski dálítið
öðruvísu en sumir aðrir því
við byrjum á markaðsmálun-
um. Þannig var ég komin á
fulla ferð í markaðsstarfinu
snemma í vor þótt ég ætti
engan fisk og nú erum við til-
búin með vörumerkið
„Hekluborri“ og bæklinga
bæði á ensku og íslensku áð-
ur en eiginleg framleiðsla er
komin á fullan skrið.“
Sjöfn segist hafa mikla trú
á þessu verkefni en undir-
strikar að það geti tekið ein-
hvern tíma áður en árangur-
inn fer að skila sér. „Það er
umhugsunarefni að fiskveiði-
þjóðin Íslendingar sem á
mikið af hreinu vatni, köldu
og heitu og mikið jarðnæði
er bara að framleiða um 5000
tonn af eldisfiski á ári á sama
tíma og Danir, sem skortir
bæði vatn og jarðnæði, fram-
leiða 50 þúsund tonn af eld-
isfiski og stefna að því að
auka þá framleiðslu í 120
þúsund tonn. Það er vaxandi
þörf fyrir matvæli í heiminum
og því hlýtur að vera framtíð
í fiskeldinu,“ segir Sjöfn að
lokum.
Hekluborri í eldiskerum stöðvarinnar í Fellsmúla.
Ísfell er eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi í þjónustu
við sjávarútveginn. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu
með útgerðar-, björgunar- og rekstarvörur ásamt
veiðafæragerð undir nafninu Ísnet. Sterk staða Ísfells
markast helst af góðu vöruúrvali, þjónustu og mikilli
þekkingu starfsfólks á íslenskum sjávarútvegi.
Hafðu samband við sölumenn okkar
og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
www.isfell.is
Fast þeir sækja sjóinn!
Við bjóðum öll veiðarfæri og tengdan búnað sem þarf um borð í íslensk fiskiskip
HAFNARFJÖRÐUR
VESTMANNAEYJAR
SAUÐÁRKRÓKUR HÚSAVÍK
AKUREYRI
ÞORLÁKSHÖFN
www.isfell.is