Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 9
9 V E I Ð A R um að efla byggð í landinu en þingmenn stjórnarflokk- anna geta vafalítið útskýrt þetta fyrir kjósendum,” segir Einar. Ásgeir Gunnarsson, út- gerðarstjóri Skinneyjar-Þinga- ness hf. á Hornafirði og for- maður Útvegsmannafélags Hornafjarðar, er eins og Einar Valur svartsýnn á fyrirhugaða skattlagningu. Hann telur hana munu valda því að út- gerðarfyrirtækin lendi fljótt í vítahring, þar sem ekki verði forsendur fyrir nauðsynlegum endurbótum og framþróun innan sjávarútvegsins. „Það er ljóst að gangi þessi áform ríkisstjórnarinnar eftir mun það hafa mikil áhrif á sjávarpláss eins og Horna- fjörð, þar sem verið er að færa fjármuni af svæðinu yfir til höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun einnig hafa í för með sér að allri nýfjárfestingu seinkar, hvort sem er í skip- um eða landsvinnslu. Það er orðið löngu tímabært að end- urnýja fiskiskipaflota landsins ef við eigum á annað borð að vera samkeppnisfær við þær þjóðir sem við berum okkur saman við,“ segir Ásgeir. Keðjuverkandi áhrif Hann segir nauðsynlegt að líta til þess að þessar skatt- lagningarhugmyndir snúi ekki aðeins að sjávarútvegs- fyrirtækjunum sjálfum heldur hafi þær keðjuverkandi áhrif á starfsfólk þeirra, birgja, þjónustuaðila, sveitarfélög og samfélagið í heild. Ásgeir segir að sjávarútvegurinn standi undir a.m.k. 25.000 störfum í landinu. Um leið og vegið sé að afkomugrundvelli hans sjáist þess merki í tengdum greinum. „Skattlagning af þesum toga hefur þau áhrif að undir- stöðuatvinnugreinarnar í við- komandi byggðarlögum veikjast til muna. Þessar fjar- stæðukenndu hugmyndir hljóta að kalla á viðbrögð langt út fyrir raðir útgerð- anna. Þegar sjávarútvegur er annars vegar eru allir Íslend- ingar hagsmunaaðilar,” segir Ásgeir. Fjórtánföld hækkun á gjaldi á útgerðir segir Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal að bitni fyrst og fremst á landsbyggðinni. SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000 Átt þú rétt á styrk? Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins: • starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.