Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2011, Side 9

Ægir - 01.10.2011, Side 9
9 V E I Ð A R um að efla byggð í landinu en þingmenn stjórnarflokk- anna geta vafalítið útskýrt þetta fyrir kjósendum,” segir Einar. Ásgeir Gunnarsson, út- gerðarstjóri Skinneyjar-Þinga- ness hf. á Hornafirði og for- maður Útvegsmannafélags Hornafjarðar, er eins og Einar Valur svartsýnn á fyrirhugaða skattlagningu. Hann telur hana munu valda því að út- gerðarfyrirtækin lendi fljótt í vítahring, þar sem ekki verði forsendur fyrir nauðsynlegum endurbótum og framþróun innan sjávarútvegsins. „Það er ljóst að gangi þessi áform ríkisstjórnarinnar eftir mun það hafa mikil áhrif á sjávarpláss eins og Horna- fjörð, þar sem verið er að færa fjármuni af svæðinu yfir til höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun einnig hafa í för með sér að allri nýfjárfestingu seinkar, hvort sem er í skip- um eða landsvinnslu. Það er orðið löngu tímabært að end- urnýja fiskiskipaflota landsins ef við eigum á annað borð að vera samkeppnisfær við þær þjóðir sem við berum okkur saman við,“ segir Ásgeir. Keðjuverkandi áhrif Hann segir nauðsynlegt að líta til þess að þessar skatt- lagningarhugmyndir snúi ekki aðeins að sjávarútvegs- fyrirtækjunum sjálfum heldur hafi þær keðjuverkandi áhrif á starfsfólk þeirra, birgja, þjónustuaðila, sveitarfélög og samfélagið í heild. Ásgeir segir að sjávarútvegurinn standi undir a.m.k. 25.000 störfum í landinu. Um leið og vegið sé að afkomugrundvelli hans sjáist þess merki í tengdum greinum. „Skattlagning af þesum toga hefur þau áhrif að undir- stöðuatvinnugreinarnar í við- komandi byggðarlögum veikjast til muna. Þessar fjar- stæðukenndu hugmyndir hljóta að kalla á viðbrögð langt út fyrir raðir útgerð- anna. Þegar sjávarútvegur er annars vegar eru allir Íslend- ingar hagsmunaaðilar,” segir Ásgeir. Fjórtánföld hækkun á gjaldi á útgerðir segir Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal að bitni fyrst og fremst á landsbyggðinni. SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000 Átt þú rétt á styrk? Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins: • starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.