Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 23

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 23
23 hreinsun. Bryggjukarlarnir skríða þá inn í hjarta skipsins, stóra vatnsketilinn og inn undir sjálft eldhólfið þar sem olía logar stöðugt og hitar vatnið í katlinum og umbreyt- ir því í gufu sem knýr vél skipsins. Þetta er erfið vinna og þrátt fyrir að karlarnir séu á fótum fyrir allar aldir, byrj- aðir klukkan sjö á morgnana og hætti ekki fyrr en um mið- nætti, þá tekur hreinsunin venjulega tvo daga. Hjá þessu verður þó ekki komist. Saltið er sökudólgurinn. Enda þótt nota eigi hreint vatn í ketilinn vill komast salt í það sem sest utan á eldhólfið. Með tíman- um þykknar saltskelin og sí- fellt erfiðara og olíufrekara verður að ná upp þrýstingi í katlinum. Saltið er, öllum til ama, orðið að fínustu ein- angrun. Til að spara tíma er reynt að sameina ketil- og lestar- hreinsun. Sjómennirnir fagna þessum frítíma jafnvel þótt hann sé ekki lengri en tveir til þrír dagar. Skipin hafa enga inniveruskyldu, umfram tuttugu og fjórar klukku- stundirnar, og skiptir engu þótt um sjómannadag, jól eða áramót sé að ræða. „Við vorum eitt sinn svo heppnir að mánudag bar upp á Þorláksdag en vegna vinn- unnar í landi var stílað upp á að Harðbakur landaði á mánudögum,“ rifjar Arnald Reykdal upp. „Og þeim þótti víst ekki viðeigandi að senda okkur út aftur á aðfangadegi svo við fengum að vera í landi yfir blájólin. Í annað skipti man ég að við lönduð- um á gamlársdegi. Komum þá inn í vitlausu veðri og fengum að vera heima nýárs- dag.“ Þegar siglt er með aflann fær hluti áhafnarinnar frí. Ekki þarf nema tíu karla um borð þegar haldið er til Eng- lands eða Þýskalands með ís- fisk. Best þykir að sigla rétt fyrir jólin en þá fæst undan- tekningarlítið mjög gott verð fyrir fiskinn. En fyrir vikið eru þeir ófáir sjómennirnir sem fagna sjaldan jólum með fjöl- skyldum sínum. Um þetta segir Áki skip- stjóri: „Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi þá var Þóra dóttir mín [fædd 1954] orðin níu ára gömul þegar ég átti mín fyrstu jól með henni.“ Þeir eru því ekkert mjög sorgmæddir karlarnir þótt þeir fái einn aukadag í landi. Árið er rétt að byrja og þeir vita sem er að úthaldsdagarn- ir eiga eftir að fara yfir 300 á árinu. Og hvað munar þá um einn sólarhring til eða frá? Svo líður laugardagurinn 31. janúar 1959 að kveldi. Klukkan 19.30 er búið að skipta um hátrukkspakkn- inguna. Fyrsti stýrimaður, Kári Jóhannesson, er á vappi ýmist um bryggjuna eða hann stendur í brúnni með vökul augu á landganginum og merkir við karlana þegar þeir koma um borð. Þegar mann- talinu lýkur hefur Kári merkt við 26 nöfn. Í vélinni eru vélstjórarnir að gera klárt. Þeir handsmyrja núningsfleti svo allt verði lið- ugt og gott. Gefa örlitla gufu inn á vélina, rétt aðeins til að vagga henni og hita fyrir átökin. Þrátt fyrir að allt sé vaðandi í smurningsolíu þá er vélarrúmið ef til vill snyrtileg- asti staðurinn í skipinu. Þar eru ekki liðin nein óhrein- indi. Svo er vélsíminn settur á stopp og beðið eftir því að skipstjórinn hringi á ferð. Fyrir framan vélarrúmið er gufuketillinn og fyrir framan ketilinn er fírplássið þar sem eru þrjú eldhólf og olíuspíss að hverju þeirra en eftir þeim þrýstist olía inn í eldhólfið. Þarna er umráðasvæði kynd- aranna. Þeir eiga að stilla eld- ana og sjá um að gufuþrýst- ingurinn sé alltaf í toppi. Þetta þarf aldrei að brýna fyr- ir kyndurunum. Ef ekki næst fullur dampur er alltaf látið vita af því upp í brú. Skip- stjórinn verður þá að gera ráð fyrir því að skipið láti hægar að stjórn en venjulega. Bilun- in í hátrukksstönginni hafði boðið þessari hættu heim. Þrýstingurinn í kerfinu hafði lækkað og vélin orðið afl- minni fyrir vikið. En nú er ekki lengur um neitt slíkt að ræða og þegar Áki hringir á „mjög hæga ferð“ skrúfa vélstjórarnir frá gufunni eins og þarf. Harð- bakur leggur frá Tangabryggj- unni. Áki vill fá „hálfa ferð“. Svo hringir hann á „fulla ferð“. Túrinn er hafinn öðru sinni. Sólarhring seinna en áætlað var. Það er sunnan steytingur og dimmt. Áki sigl- ir eftir vitum og ratsjá út fjörðinn. Hann kemur við í Hrísey þar sem fimm úr áhöfninni eiga heima. Fimm- tán mínútur yfir ellefu er skipið statt út af Siglunesi. Fram undan er opið haf. S J Ó F E R Ð A M I N N I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.