Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 28

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 28
28 Í S I G L I N G U M máttlaus af hlátri og getur með engu móti komið hon- um til hjálpar. Niðri í skipi á eftir sagði sá óheppni; Hann stóð bara þarna og hló og svo stundi hann því upp hvort hann ætti ekki að kalla út flugbjörgunarsveitina. Annar félagi þurfti oft að fara í síma. Þetta gekk þannig fyrir sig að um kvöldmatar- leytið fór hann að hafa orð á því að nú þyrfti hann að fara upp og hringja. Ætlar þú nokkuð annað spurðu félag- arnir. Nei, nei, bara á járn- brautarstöðina í símann. Og hann fór kvöld eftir kvöld, og birtist svo alltaf aftur um síðir – vel slompaður. Gísli varð fyrstur til að finna út að það væri ansi góður sími þarna uppi á járnbrautarstöð. Jú strákar sjáið þið til, það er einhver sími þarna uppfrá og hann er þannig að ef maður hringir í hann þá snar svífur á menn. Og strákarnir fóru uppeftir að leita að þessum síma. Sumir fundu hann. Fyrir utan svona skemmti- legan síma, er Svendborg afar hlýleg borg með margar fagr- ar og sérkennilegar gamlar byggingar. Trévirkishús eru t.d. mörg og falleg og göngu- götur í verslunarhverfinu skemmtilegar. Mun borgin njóta þess að vera afar vin- sæll áningarstaður skemmti- siglingafólks víðs vegar að úr Evrópu, enda eru með ströndinni við borgina margir notalegir áningarstaðir og skemmtilegar gönguleiðir, bæði með strönd og einnig inni í hávöxnum skóginum sem skrýðir ströndina á löngum köflum. Þann 29 okt. höldum við heim á leið frá Svendborg. Á sundunum er örtröð skipa, en Sveinþór og hans lið renn- ir Mælifellinu gegnum þvög- una eins og þaulvanir skíða- kappar. Við Skagen eru danskir fiskibátar að veiðum og fugl- ar himinsins tilkynna um afla að venju, en litur sjávarins þarna bendir ekki til þess að þarna sé dreginn veislumatur um borð. Frá Skagen er siglt skáhallt yfir undir Noreg og með ströndum hans, uns Lindisnes er að baki. Með Noregi sjáum við norska sjónvarpið um tíma, en það er hugsanlega leiðinlegasta sjónvarp á Norð- urlöndum og er þá mikið sagt. Frá Lindisnesi er stefnan tekin á Langanes um Shet- landseyjar enda stefnan tekin til Akureyrar. Nú lendum við norðan við Shetlandseyjar og Færeyjar. Á laugardegi er saltfiskur í matinn og einhver biður um „Vestfirðing“. Hvað er nú það, spyr smyrjari ættaður af Breiðafirði? Hvað, veistu það ekki, segir Gísli, það er úldni mörinn sem Vestfirðingar éta. Og þegar messinn kemur með „Vestfirðinginn“ kemur í ljós að þetta er það sem smyrjarinn lærði að kalla hnoðmör og bátsmaðurinn dýrfirski kallar hnoðmör eða mörflot. Af þessu tilefni verða fjör- ugar deilur. Bátsmaðurinn og smyrjarinn viðurkenna að t.d. sé rétt að kalla Matthías Bjarnason Vestfirðing og það megi að sjálfsögðu tala um vestfirskan steinbít og eins um vestfirskan hnoðmör eða mörflot, en að kalla þetta feit- meti einungis „Vestfirðing“ sé bara klám. Jæja segir Gísli og á síð- asta orðið, ég hef verið með Vestfirðingum á togurum og þeir átu þetta úldna helvíti bara til þess að sanna að þeir væru að vestan. Málið þar með útrætt og skotið til mál- fróðra lesenda. Við höfum haft lens og blíðu nær allan túrinn og við Langanes siglum við hjá varð- skipi sem lónar sunnan undir nesinu. Það er þegar gerð sú athugasemd að strákagreyin hafi þá fengið olíu í þennan túrinn, en séu ekki að eyða henni í keyrslu. 3/11 erum við á Akureyri en úti fyrir er skollið á vonskuveður. Við sluppum, það var á skutnum hjá okkur í fjarðarmynninu. Það er kallað að vera á ströndinni, þegar við tínum upp hvert plássið á fætur öðru, annað hvort til að lesta eða losa skipið. Á Akureyri losuðum við laust og sekkjað fóður. Það tekur tvo daga og síðan er haldið til Blönduóss. Veðurspá er góð og vegna lé- legrar hafnar eða réttara sagt bryggju, því þarna er engin höfn, er góða veðrið notað í löndun þar. Við Blönduós hafa flutningaskip stundum beðið dögum saman eftir því að geta lagst upp að bryggj- unni. Við erum heppnir og löndun gengur eins og í sögu. Korndælubíll frá Akur- eyri dælir skammti Húnvetn- inga á nokkrum stundum í land. Daginn eftir losum við á Sauðárkróki og meðan dælt er fóðri í land tökum við vatn – íslenskt vatn. Um borð þyk- ir heldur slæmt að vera með erlent vatn og fræg er sagan um það þegar íslenskt skip lá lengi á fljótinu við Arkang- elsk, og þraut vatn. Var þá óskað eftir vatni úr landi og ekki stóð á því. Stuttu síðar lagði lítill vatnsbátur upp að skipinu og hóf að dæla. Vegna þess að skipið var nær vatnslaust var tekið mikið vatn. En áhöfnin tók eftir því að ekki hækkaði vatnsbátur- inn á fljótinu. Við nánari at- hugun kom í ljós að hlutverk hans var aðeins að dæla drullugu vatninu úr fljótinu um borð til okkar! Eftir slíka Í Svendborg var verslað. ans, og voru þá búnir að draga 16 bjóð af 28. Bátarnir höfðu samb nd um talstöðv- arnar o ákváðu að reyna að halda hópinn heim til afnar á Akranesi. Um klukkan hálfþrjú kom óstöðvandi leki að Birni II. Dælan hafði ekki undan, og þótt tveir hásetar færu í lífaustur hafðist ekkert við l kanum. Þegar hér var kom- ið sáu þeir á Birninum eng n bát nema Fylki, sem var skammt undan. Kristinn skipstjóri náði samb ndi um talstöðina við Njál Þórðarson skipstjóra á Fylki og sagði honum hvernig komið væri. Sjórinn væri kominn á móts við efri kojurnar í l karnum. Báturin væri að sökkva. Bað hann Njál að koma strax til hjálpar. Skipverjarnir settu allir á sig björgunarbelti og báturinn var látinn andæf . Fylkir var komi n á vett- vang innan fárra mínútna. Helltu þeir olíu í sjóinn, til að lægja öld rnar, og lögðu upp að Bir inum ð aftan á hléborða. Bilið á milli bát- anna var þá 10-15 f ðmar. Kastlínu var hent yfir í Fylki, og strax dregin til baka lína frá þeim. Síð n var útbúin lykkja og línan b din undir hendurnar á einum skipverj- ann , s m var dreginn yfir í Fylki með björgunarbelti um si miðjan. Þannig var öllum fimm skipverjunum bjargað af Birni II. Tók björgunin að- eins hálftíma. Það stóð á endu , þegar síðasti skip- verjinn var dreginn frá borði var Björninn II tekinn að mara hálfur í kafi og braut þá á honum. Bátarnir héldu áfram ferð sinni heim og Fylkir kom að landi kl kkan sj um kvöld- ið. Vart mátti tæpara standa að björgunin lánaðist. Njáll Þórðarson og skipshöfn hans sýndu þarna einstakt snar- ræði.“ Strand nor ka flutningsskips- ins Bro „Það var komið kvöld 9. október 1947. Ég var þá skipstjóri á Sigurfaranum og var á l ið á rek etaveiðar í Miðnessjó. Við vorum komn- ir rétt suður fyrir Gar skaga, vindinn var tekið að herða og veðurspáin sagði að vind- áttin yrði suðvestan með stormi – sjö vindstig. Það var því ekki um annað að ræða en h lda aftur að landi, og bíða betra veðurs. Það gerð- um við. Smám saman tíndust hinir bátarnir líka heim. Þegar við komum til Akra- ness voru allir bátarnir komnir að landi. Þegar ég st ig upp á bryggjuna stóð þ r formaður Slysavarna- deildarinnar á Akranesi, Axel Sveinbjörnsson. Hann kom til mín o spurði hvort við, ég og áhöfnin á Sigurfara, treystum okkur til að fara vestur á Mýrar. Þar væri norska flutningaskipið Bro strandað. Formaðurinn sagði mér að enginn af þeim bát- um, sem komnir væru að landi, hefði treyst sér til að fara í þessa ferð, enda aug- ljóst að fárviðri væri á þess- um slóðum. Hann vissi að ég var vel kunnugur skerjagarð- inum á Mýrunum, var aðeins ellefu ára gamall þegar ég byrjaði að róa þar með föður mínum. Ég kvaðst reiðubúinn að fara, ef hann fengi leyfi út- gerðarinnar til að leggja bát- inn í þessa tvísýnu. Sömu- leiðis skyldi ég tala við skipshöfn mína, en við vor- um sjö um borð. Kallaði ég þá lla saman og sagði þeim hvað framund væri. Kváð- ust þeir allir tilbúnir að fara með mér. Skömmu síðar kom formaður slysavarna- deildarinnar og sagðist hafa fullt samþykki útgerðarinnar – við mættum fara. Þegar hér var komið sögu var sunnanstormur, sjö vind- stig, og spáin suðvest stormur undir morgun. Þá vissum við að það mátti eng- an tíma missa, ef takast ætti að bjarga mönnunum. Við lögðum frá bryggju og héldum sem leið ligg r vestur á Mýrar. Ég var í stöð- ugu loftskeytasambandi við Loftskeytastöðin í Reykja- vík, sem var í loftskeytasam- bandi við norska skipið. Þ g- ar við fórum a nálgast Þor- móðssker sáum við hv r skipið v r strandað. Þ ð var á svipuðum slóðum og Po- urq oi Pas? hafði stra dað 15. september 1936. Þórður Sigurðsson, skipshöfn ha s á mótorbátnum Ægi og björg- u arsveitin á Akranesi höfðu einmitt lagt í lífshættulega björgunarferð til þess að reyna að bjarga áhöfninni á því fræga skipi. Ég bað loftskeytamanninn í Reykjavík að halda stöðugu sambandi milli okkar svo að enginn misskilningur yrði, þar sem ég gat ekki talað við skipið. Við vorum illa settir því að dýptarmælirinn var bilaður hjá okkur, engan rad- ar höfðum við og enga ljós- kastara til að lýsa upp svæð- ið. Þegar við komum að Þor- móðsskeri fórum við inn að sunnanverðu við skerið og ég bað stýrimanninn að vera frammi á með handlóð til að mæla dýpið. Á meðan á þessu stóð var skipstjórinn á norska skipinu alltaf að biðja Reykjavíkurradíó að spyrja hvort við kæmumst ekki nær skipinu. Ég fór eins langt og ég treysti mér og við létum akkerið fara þegar við v rum komnir í vindstöðu við s ip- ið, þá yrði uðveldara fyrir skipverjana að róa til okkar u an vi dinum. Ég ba Loftskeytastöðina að láta mig vita þegar þeir væru komnir í bátana, til þess að vi gæt- um fylgst með þeim. Þ ir létu okkur vita að nú væru þeir lagðir frá skipinu til okkar á tveim r bátum; skip- stjórabát með átt manns og stýrimannsbát með sjö manns. Við horfðum út í sortann og sá m brátt að annar bát- urinn, skipstjórabáturinn, var að leggjast að síðunni hjá okkur. Hinn bátinn sáum við ekki. Bað ég þá Loftskeyta- stöðina að spyrja hvort hann efði e ki farið frá skipinu á s ma tíma. Sagði ég norsk skipstjóranum að fara í tal- stöðina hjá mér og fékk þá 15 F R Á S Ö G N Þórður Guðjónsson, skipstjóri á Akra- nesi. Hann lést 27. október 2005. aegirdes06_final.qxd 15.12.2006 21:27 Page 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.